Frétt

Geir Guðmundsson 2001 | 02.01.2002 | 01:20Bolungarvík – ágrip sögu og annáll viðburða

Byggðin á malarkambinum í Bolungarvík um 1890. Þá var farið að myndast þorp í kringum verstöðina. Engin var höfnin og voru bátarnir dregnir á land.
Byggðin á malarkambinum í Bolungarvík um 1890. Þá var farið að myndast þorp í kringum verstöðina. Engin var höfnin og voru bátarnir dregnir á land.
Þessi frásögn bendir til að Bolungarvík sé verstöð í tíð Þuríðar. Fóstbræðra saga segir frá ferð Þormóðar Kolbrúnarskálds til Bolungarvíkur eftir fiski, er faðir hans Bessi á þar. Þetta mun vera um 1020, því Þormóður fellur í Stiklastaðaorustu 1030.

Þórður Snorrason í Vatnsfirði er sagður andast við róðra í Bolungarvík 1201, þá nýkominn af sjó. Frá því segir í Sturlungu, að eitt sinn í hallæri fékkst fyrst björg á Kvíarmiði. Þetta var 1236. Elsta skipaskráin, sem varðveist hefur í landinu, er frá Bolungarvík síðan 1624, en þá eru sögð róa þaðan 21 skip og auk þess 5 frá Ósi. Fleiri rök má og færa fram fyrir stærð og aldri verstöðvarinnar.

Á fyrri öldum er talið að þessar hafi verið helstu jarðirnar í Bolungarvík: Hóll, Ós, Gil, Þjóðólfstunga og Meiri-Hlíð og hafi aðrar jarðir byggst út frá þeim sem hjáleigur. Í Skálavík eru býlin talin hafa verið tvö: Bakki og Breiðaból, og hjáleigur út frá þeim.

Hóll er fornt höfuðból. Þar hefur kirkja staðið allt frá því að kirkjur voru fyrst reistar í landinu og var kirkjan á Hóli helguð Maríu mey. Fyrsti máldagi kirkjunnar á Hóli er frá 1286. Margt þekktra manna hefur búið á Hóli og má nefna Guðna Oddsson lögmann, son Odds lepps Þórðarsonar lögsögumanns, er bjó á Ósi 1380-1434. Guðni er sagður grafinn undir forkirkjunni á Hóli. Þjóðólfur bróðir Þuríðar sundafyllis er sagður hafa búið í Þjóðólfstungu. Þjóðólfur kom út seinna en Þuríður og gaf hún honum land.

Eftir 1404 lætur Björn Einarsson Jórsalafari Benedikt Brynjólfsson fá Hól og fleiri jarðir fyrir aðrar jarðir.

16. febrúar 1449
kaupir Einar Þorleifsson hirðstjóri Hólseignir í Bolungarvík, en þær eru þá Hóll, Mýdalur, Tunga, Hlíðar tvær, Hraun tvö, Bakkar tveir, Breiðaból og Keflavík og Botn í Súgandafirði, Lifur, Geirastaðir og Geirsbrekka. Einar varð úti er hann lenti í hrakningum á Laxárdalsheiði ásamt miklu liði 1452 eða í ársbyrjun 1453. Eftir lát Einars tók Björn Þorleifsson ríki bróðir hans við eignunum og kaupir auk þess meira land í Bolungarvík.

5. apríl 1466
ritar Björn Þorleifsson bréf til Bolvíkinga og skipar til með róðra þar. Meðal annars kemur fram að ein fanggæsla skuli fylgja hverju skipi er rær úr Bolungarvík. Orðið fanggæsla kemur fyrst fyrir í íslensku máli í þessu bréfi.

1467-1479
er talið er að Sólveig, dóttir Björns ríka, hafi búið á Hóli. Sólveig hélt ráðsmann Jón Þorláksson og átti með honum 6 börn. Hún giftist síðar Páli Jónssyni sýslumanni.

1572
eru sögð fara 18 frumhandrit á skinni frá Hóli að Skálholti og munu þau hafa verið skrifuð af Jóni Þorlákssyni.

1602
heimilar Sæmundur Árnason, sýslumaður á Hóli, verslun á sínu landi í Bolungarvík og mun lausaverslun hafa verið stunduð þar á einokunartímanum fram til 1787. Sæmundur var kvæntur Elínu Magnúsdóttur prúða í Ögri, þess er orti vísuna:

Fæst ei skjól hjá faldasól,
fyrðar honum það segi,
nema fái hann Hól fyrir höfuðból,
hana fær hann eigi.


Margt afkomenda Sæmundar og Elínar hafa búið á Hóli.

14. desember 1687
drukkna 16 menn af 2 áttræðingum er róa úr Bolungarvík.

1700
er talið að 40 skip rói úr Bolungarvík. Ein verbúð fylgdi jafnan hverju skipi og stóðu þær á kambinum fyrir ofan varirnar.

29. janúar 1703
Í manntalinu eru skráðir 257 íbúar í öllum hreppnum.

1721
er sagt frá því í heimild, að Árni nokkur búi á Bolungarvíkurmölum og lifi á fiskifangi og öðrum kvikindisskap.

1762
eru skráðir 44 til heimilis í Skálavík og meðal þeirra er vinnukonan Steinunn Jónsdóttir er hafði átt barn með Jósef Kolbeinssyni úr Aðalvík er var dæmdur til Brímarhólmsvistar. Steinunn skrifar bréf til antmanns vegna málsins.

18. febrúar 1756
gefur konungur út bréf til Bolvíkinga um að hvert skip úr Bolungarvík og Kálfadal skuli greiða til kirkjunnar á Hóli 2 skildinga á vetrarvertíð og einn skilding á vorvertíð. Féð á að nota til að stækka kirkjuna.

1775-1777
kemur fram hugmynd um að gera höfn á svæði því er kallast Drymla.

1841
rekur hafreyð í Bolungarvík og fást 32 þúsund pund af spiki úr honum.

1850
er talið að fyrsta timburkirkjan sé byggð á Hóli.

1854
farast þrjú skip úr Bolungarvík og með þeim 24 menn.

1861
senda 211 aðilar úr Bolungarvík bænarskrá til Alþingis um að komið verði á skipulagi lóða á Bolungarvíkurmölum.

1880
er talið að fyrsta þurrabúðin sé byggð.

1881
Upphaf skólahalds í Bolungarvík. Sama ár kemur fyrsta kamínan á verbúðarloft í Bolungarvík hjá Jóhanni Pálssyni frá Garðsstöðum í Ögursveit.

1886
Fyrst skráð föst búseta á Bolungarvíkurmölum, 10 manns.

1887
Lestrarfélag stofnað.

6. febrúar 1888
ferst Fálkinn, skip Guðmundar Magnússonar hreppstjóra úr Tröð.

1890
Upphaf fastrar verslunar í Norskahúsinu.

1895
er talið að um 80 skip gangi á vetrarvertíðinni.

1897
byrjar Pétur Oddsson fiskikaup. Þá er málfundafélag stofnað.

5. febrúar 1899
Stofnfundur stúkunnar Hörpu nr. 59.

8. október 1899
tekur stúkan í notkun samkomuhús sitt inni á Grundum.

27. nóvember 1899
strandar Holger, 100 rúmlesta skip, utarlega á Stigahlíð. Af 7 manna áhöfn komust 5 lífs af í land en aðeins 3 þeirra til byggða í Bolungarvík.

1899
eru 101 skráður félagi í stúkunni Hörpu.

1900
Verslun Péturs Oddssonar tekur til starfa og um sama leyti verslun Árna Árnasonar, sem kenndur var við Árbæ.

6. janúar 1901
fýkur samkomuhúsið á Grundunum.

20. janúar 1901
óskar stúkan Brimalda eftir samstarfi við stúkuna Hörpu um byggingu nýs stúkuhúss.

22. september 1901
er haldinn sameiginlegur fundur stúknanna í hinu nýja húsi er stendur við Skólastíg. Þennan sama dag er barnastúkan Lilja stofnuð.

1901
er taflfélag stofnað og íshús til beitugeymslu (klakhús).

18. október 1902
er tekið í notkun nýtt skólahús við Skólastíg.

1903
Um vorið rær fyrsti vélbáturinn á Íslandi til fiskjar frá Bolungarvík. Er það bátur Árna Gíslasonar, Stanley. Danskur maður að nafni Jóhann Sören Sörensen stofnsetur þetta ár bakarí í Bolungarvík. Húsið byggði hann rétt fyrir innan þar sem „Steinhúsið“ var byggt síðar.

27. nóvember 1903
Bolungarvík löggiltur verslunarstaður.

1904
róa milli 80 og 90 skip á vetrarvertíðinni.

1905
Stofnað verslunarfélagið Hálfdán Örnólfsson & Co. Verslunarstjóri er Jónas Jónasson.

1906
Bygging Brimbrjótsins hafin. Fram af Búðarnesinu um miðjar Malir var byrjað á því að byggja steinsteyptan garð út í sjóinn til varnar gegn grjótburði inn eftir Mölunum og til að draga úr brimgangi. Þetta ár komst garðurinn þó ekki nema niður að smástraumsfjörumáli. Hæð hans var 1 m upp yfir hæsta sjávarmál efst en nokkru lægri fremst.

1906
Stúkuhúsið stækkað í þá stærð er það hafði lengst af á meðan það gegndi hlutverki samkomuhúss.

1. apríl 1907
er stofnað ungmennafélag af 22 mönnum.

9. apríl 1907
er Stúkuhúsið virt af þeim Jóhanni Bjarnasyni og Þorkeli Guðmundssyni á kr. 4.500.

1907
hefst bréfhirsla. Falur Jakobsson skipasmiður flytur til Bolungarvíkur og starfar fyrst með Jóhanni Bjarnasyni bátasmið.

9. febrúar 1908
gengst Ungmennafélagið fyrir almennum sveitarfundi um
brimbrjótsmál.

15. apríl 1908
var fundur haldinn til að ræða stofnun Sparisjóðs Bolungarvíkur.

25. maí 1908
tók Sparisjóðurinn til starfa með 17 ábyrgðarmönnum.

6. desember 1908
Ný kirkja á Hóli tekin í notkun.

9. október 1909
kemur Landssímastöð. Hr. Thomsen stofnsetur mótorverkstæði. Allan októbermánuð hefur verið óvenju mikill sjógangur og muna eldri menn ekki annað eins.

28. nóvember 1909
Fluttur húslestur í Stúkuhúsinu, sem þá var nýbreytni.

1909
Stofnað bókasafn upp úr lestrarfélaginu frá 1887.

9. janúar 1910
kemur út handskrifað blað er heitir Bolvíkingur. Blöðin sem út komu munu hafa orðið 10 að tölu.

1. mars 1910
féll snjóflóð á byggð í Skálavík og létust 4. Mikill skaði varð á búfénaði. Þeir Kristján Árnason og Hafliði Bjarnason brutust til Bolungarvíkur að sækja hjálp. Skáldið á Þröm, Magnús Hjaltason, er þá kennari í Skálavík.

15. apríl 1910
er glímt um glímuskjöld í UMFB.

8. desember 1910
kemur út Vísir, handskrifað blað. Ritstjórar Jóhann J. Scheving, Oddur Guðmundsson og Jens E. Níelsson.

1910
Jóhann Sörensen tekur í notkun nýtt bakarí. UMFB-félagar handmoka götur þorpsins. Hálfdán Örnólfsson úr Meiri-Hlíð er hreppstjóri.

1911
Kvenfélagið Brautin stofnað. Handskrifað blað félagsins heitir Ársól.

1912
Póstafgreiðsla tekur til starfa.

1913
gert mælingarkort af Bolungarvík og Hóli.

1914
Falur Jakobsson smíðar Gissur hvíta, 4 tonna bát.

17. október 1915
er karlakór stofnaður innan UMFB. Falur smíðar Vigra, bát Gunnars Halldórssonar á Hóli, og Hauk, bát Halldórs Benediktssonar.

Í janúar 1915
kemur út blaðið Völu-Steinn. Ábyrgðarmaður Pétur G. Guðmundsson.

Í desember 1915
kemur út Ása-Þórr, blað UMFB.

22. október 1916
Konur gerast félagar í UMFB.

18. september 1917
rak stóran smokkfisk fyrir utan Brjót. Hann vigtaði 22 kg og annar armur hans var 4 m að lengd og gildleiki á við karlmannshandlegg. Smokkfiskurinn var blöðkulaus.

10. október 1917
kom Guðsteinn Einarsson á litlum mótorbát frá Blönduósi. Þetta þótti glæfralegt enda mikil ótíð.

1918

Opinberir starfsmenn o.fl. í Bolungarvík árið 1918:

Hreppstjóri:
Hálfdán Örnólfsson
Hreppsnefnd:
Oddur Guðmundsson, oddviti
Guðmundur Einarsson, varaoddviti
Árni E. Árnason
Bárður Jónsson
Bergur Kristjánsson
Elías Magnússon
Jakob Bárðarson
Sóknarprestur:
Sigurgeir Sigurðsson, Ísafirði
Sóknarnefnd:
Oddur Guðmundsson, formaður
Hálfdán Örnólfsson
Jens E. Níelsson
Fríkirkjuprestur:
Guðmundur Guðmundsson, Ísafirði
Safnaðarstjóri:
Jóhann Bárðarson
Læknir:
Jón Ólafsson
Kennarar:
Sveinn Halldórsson, skólastjóri
Jens E. Níelsson
Skólanefnd:
Pétur Oddsson, formaður
Bárður Jónsson
Bergur Kristjánsson
Hálfdán Örnólfsson
Magnús Bárðarson
Yfirsetukona:
Hallfríður E. Bachmann
Bólusetjari:
Jens E. Níelsson
Símstjóri:
Jóhann Bárðarson
Póstafgreiðslumaður:
Oddur Guðmundsson
Bókavörður:
Sofus Karlsson

Kaupmenn, verslanir og starfsmenn þeirra í Bolungarvík árið 1918:

1. Árni Árnason, verslun
Árni E. Árnason, verslunarmaður
Jón Jónsson, verslunarmaður
2. Verslun Péturs Oddssonar
Pétur Oddsson, verslunarstjóri
Jóhann Kristjánsson, verslunarmaður
3. Verslun Leonh. Tangs og Sons
Guðmundur Einarsson, verslunarstjóri
Jens E. Níelsson, verslunarmaður
4. Verslun Ólafs Guðmundssonar
Ólafur Guðmundsson, verslunarstjóri
Jóhann Bárðarson, kaupmaður
Guðmundur Pétursson, kaupmaður
5. Verslun Odds Guðmundssonar
6. Verslun Guðmundar B. Guðmundssonar

Félög í Bolungarvík árið 1918:

1. Stúkan Harpa nr. 59 formaður Jens E. Níelsson
2. Barnastúkan Lilja nr. 26 formaður Jens E. Níelsson
3. Ungmennafélag Bolungarvíkur formaður Ólafur Guðmundsson
4. Kvenfélagið Brautin forstöðukona Hallfríður E. Bachmann
5. Fiskideildin Þuríður sundafyllir formaður Pétur G. Guðmundsson
6. Sparisjóður Bolungarvíkur formaður Pétur Oddsson
7. Brauðgerð og bóksala – Oddur Guðmundsson

22. janúar 1918
Mb. Egill fór á sjó og fiskaði 3000 pund. Fiskurinn var seldur óslægður og óhausaður á 10 aura pundið og þótti þetta mikið verð.

26. janúar 1918
fór Halldór Hávarðarson með karlakór gangandi til Suðureyrar og hélt þar söngskemmtun.

31. janúar 1918
var M. Simson með kvikmyndasýningu og dans. Aðgangur 75 aurar.

Janúar 1918
Marga daga í mánuðinum hefur frost verið 14-20°C. Mikil harðindi eru í þorpinu og ber einna mest á eldiviðarskorti. Surtarbrandur er unninn í Gils- og Hanhólsnámum. Einnig á Lifrahjalla. Um 20 bátar róa á vetrarvertíðinni. Annars hefur lítið gefið á sjó í mánuðinum og fiskirí hefur verið tregt. Vinna hefur verið lítil en hafi hún fengist er tímakaup karla 60 aurar og 30 aurar fyrir konur. Til munu vera um 200 skippund af surtarbrandi í birgðum og selst hann á 15 krónur skippundið í þorpinu.

1919
Hálfdán Örnólfsson er hreppstjóri. Þá eru 13 kaupmenn og verslanir en félög eru 5, þau sömu og 1918.

9. janúar 1919
dó Árni Árnason kaupmaður. Hann var kvæntur Halldóru Ágústu Ólafsdóttur Gissurarsonar frá Ósi. Árni rak verslun frá aldamótunum til dauðadags. Er Árni fluttist til Bolungarvíkur bjó hann fyrst á Ósi. Á þeim tíma gerði hann út tvö þilfarsskip, Valda og Ingólf. Á haustin fleytti hann skipunum upp Ósinn og setti þau upp neðan við bæinn. Verslun Árna Árnasonar var á árinu seld Hinni sameinuðu íslensku verslun.

14. febrúar 1919
hrundi náman á Gili saman meðan menn snæddu miðdegisverð. Engin slys urðu á mönnum. Jens E. Níelsson stendur um þessar mundir fyrir heimilisiðnaðarnámskeiði og nemendur eru 21.

1920
byggir hið Sameinaða íslenska verslunarfélag húseignina Hafnargötu 81.

1921
M/b Ölver smíðaður og fyrsta raflýsingin kemur í þorpið. Haldin heimilisiðnaðarsýning með 240 munum alls.

1922
Marinó Nordquist vinnur Vestfjarðabeltið í glímu.

9. október 1924
Strandar skip í Skálavík. Mannbjörg varð. Þeir Páll Jósúason og Örnólfur Hálfdánarson, þá bændur í Skálavík, fá viðurkenningur úr Carnegie-sjóðnum fyrir björgunarafrek.

1. nóvember 1924
Stofnsetur Einar Guðfinnsson sitt atvinnufyrirtæki.

1925
Stofnað Búnaðarfélag og báturinn Andri Haraldur smíðaður.

10. september 1927
Stofnsetur Bjarni Eiríksson hér atvinnurekstur.

1927
Byrjað að byggja sundlaug. Fyrsti vörubíllinn kemur í plássið. Stofnað er sjómannafélag.

11. febrúar 1928
Stofnaður er unglingaskóli með 16 nemendum.

1928
Marinó Nordquist sigrar í annað sinn í Vestfjarðaglímunni. Íshúsfélag er stofnað. Karl Eyjólfsson stofnsetur bakarí og verslun. Mikil smokkveiði í haust.

27. apríl 1929
fór fram kappbeitningarmót. 1. verðlaun: Gísli Kristjánsson (loftvog). 2. verðlaun: Guðmundur Ólafsson (frakkaskjöldur). 3. verðlaun: Guðmundur Einarsson (peningar, 10 krónur).

1929
Frægur ÍS-9 smíðaður. Vinna er hafin við Reiðhjallavirkjun og vélfrystihús.

1930
Tóti ÍS-10 smíðaður. Nýr skipulagsuppdráttur samþykktur.

27. maí 1931
Verkalýðs- og sjómannafélag stofnað.

31. maí 1931
Oddur Oddsson heiðraður af hreppsnefndinni fyrir happadrjúga formennsku í 50 ár.

9. desember 1931
er kveikt í fyrsta sinn á götuljósum.

1931
Falur og synir smíða Braga og Flosa.

1932
Fyrsta kolakynta útisundlaugin tekin í notkun og er hún í eigu UMFB. Hún var að mestu byggð í sjálfboðavinnu.

5. nóvember 1932
gefa nokkrir drengir út blaðið Stjörnuna.

1933
Slysavarnadeildin Hjálp stofnuð.

1934
Stofnað lögreglustjóraembætti er stóð til 1974. M/b Einar Hálfdáns ÍS-11, norskbyggður bátur, kemur í plássið.

28. febrúar 1935
strandar Brakol, norskt flutningaskip í Hólunum. Mannbjörg varð.

1935
Miklar framkvæmdir við Brimbrjótinn. Þá eru byggð þrjú ker til lengingar á honum.

18. ágúst 1935
Fyrsta steypukerinu vegna Brimbrjóts hleypt í sjóinn.

24. september 1935
Síðasta kerinu af þremur, er notuð voru til lengingar á Brimbrjótnum, hleypt í sjóinn.

1935
Baldur og Max smíðaðir. Það sama ár flytur Sparisjóðurinn í nýtt húsnæði við Hafnargötu 37.

Janúar 1936
Karlakórinn Ægir stofnaður af 28 mönnum.

4. febrúar 1936
hefjast æfingar hjá karlakórnum Ægi.

27. febrúar 1937
kemur út blaðið Árblik, ritstjóri Jens E. Níelsson.

17. maí 1937
kemur út 2. tbl. af blaðinu Þjóðólfi. Útgefandi Sjálfstæðisfélagið Þjóðólfur og ritstjóri Jóhannes Teitsson.

1937
Óshólaviti byggður. Hann er á 69°08\' norðlægrar breiddar og 23°12\'33\" vestlægrar lengdar. Ljóseinkenni 3 á 20 sek. Ljóshæð 25 metrar.

27. febrúar 1938
er stofnað fóðurbirgðafélag.

29. maí 1939
Haldinn hátíðlegur Sjómannadagur í Bolungarvík.

1939
Sett upp mjölvinnsla í grútarhúsi E.G.

1. maí 1941
Gefin út gjaldskrá yfir bifreiðaflutninga, undirrituð af þeim Einari Guðfinnssyni og Bjarna Eiríkssyni. Gjaldskráin er í 14 liðum.

1941
Hafist handa við lagningu vatnsveitu og um áramótin 1942-43 er komið rennandi vatn í húsum.

1943
Bakarí Karls Eyjólfssonar selt. Einar Guðfinnsson byrjar bakarísrekstur. Útibú Kaupfélags Ísfirðinga stofnað í Bolungarvík.

1944
koma m/b Bangsi og m/b Mummi.

15. júní 1944
er tekin í notkun fyrsta bílavogin hér.

1944
Vélsmiðja Bolungarvíkur hf. stofnuð.

17. september 1944
Stofnað Bolvíkingafélag í Reykjavík.

1946
kemur Hugrún ÍS-9 frá Svíþjóð.

1947
koma m/b Einar Hálfdáns og Flosi, bátar um 40 tonn.

26. ágúst 1950
Óshlíðarvegur vígður og opnaður allri umferð.

14. apríl 1952
Félagsheimilið vígt með mikilli viðhöfn.

1952
Sjúkraskýlið í byggingu.

1953
kemur út „Heima í Bolungarvík“, blað Jens E. Níelssonar.

1955
Verslunarhúsnæði E.G. við Vitastíg 1 tekið í notkun.

1956
Jón Fr. Einarsson stofnsetur fyrirtæki sitt.

15. maí 1959
Stofnaður Lionsklúbbur.

1959
Íshúsið stækkað.

1965
Stofnaður Tónlistarskóli. Kvennadeild Slysavarnafélagsins stofnuð.

1966
Nýtt skólahús tekið í notkun í Lambhaga.

1967
Fyrirtæki Ármanns Leifssonar stofnað.

1969
Hafin bygging Ráðhúss.

3. júní 1972
Vélsmiðjan Mjölnir stofnuð.

14. október 1972
flytur Sparisjóðurinn í hið nýja húsnæði í Ráðhúsinu.

10. apríl 1974
fær Bolungarvík kaupstaðarréttindi.

1974
flytja slökkvistöðin og skrifstofur bæjarins í Ráðhúsið.

4. apríl 1976
Vélvirkinn sf. stofnaður.

30. janúar 1977
Hin nýja sundlaug vígð.

19. febrúar 1977
Skíðalyfta tekin í notkun í Traðarhvammi.

1978
Heilsugæslustöðin við Höfðastíg tekin í notkun. Póstur og sími flytja í nýtt húsnæði við Aðalstræti.

1979
Bæjarfógetaembættið flytur í Ráðhúsið.

16. júní 1979
Bílaverkstæðið Nonni stofnað.

1979
unnu Bolvíkingar öll mótin í Vestfjarðaknattspyrnunni.

2. mars 1983
strandar Hafrún á Stigahlíð. 11 manna áhöfn bjargast.

28. apríl 1990
Minjasafnið Ósvör formlega stofnað.

16. október 1990
Nýjasti áfangi skólahúss við Höfðastíg tekinn í notkun.

Október 1992
Bókasafnið flytur í nýtt húsnæði við Höfðastíg.


Textahöfundur:
Geir Guðmundsson.

Heimildir:
Áraskip
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga
Dagbækur
Einars saga Guðfinnssonar
Fóstbræðrasaga
Fundagerðarbækur
Gullkistan
Íslenskir sjávarhættir
Íslenskt fornbréfasafn
Landnáma
Ljósmyndir gamla tímans
Vestfirðingasaga

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli