Frétt

Jón Fanndal Þórðarson | 27.06.2006 | 11:44Menguð vatnsból og fróðleiksmolar

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.
Eitt af mínum uppáhaldsskáldverkum, sem hefur haft mikil áhrif á mig, er Þjóðnýðingurinn eftir Henryk Ibsen. Þjóðfélaglegt ádeiluverk um spillingu. Í leikritinu segir frá lækni nokkrum í bæjarfélagi sem vissi að vatnsból bæjarins væri mengað og varaði við því, að drepsótt myndi breiðast út ef ekki yrði lokað fyrir vatnsbólið. Bæjaryfirvöld vissu að vatnsbólið var mengað en vildu þagga málið niður, því að ef upp kæmist yrði bæjarfélagið fyrir miklu álits og fjárhagstjóni. Almenningur mátti ekki vita sannleikann.

Læknirinn varð fyrir miklum ofsóknum, sem stjórnað var af ráðamönnum bæjarins, og endaði með því að skríllinn grýtti hús hans, kallaði hann fjandmann fólksins og þjóðnýðing. Vatnsbólið og bæjarstjórnin eru táknræn en ekki raunveruleg. Á þetta leikrit hlustaði ég í útvarpinu fyrir margt löngu með Þorstein Ö Stefensen í hlutverki læknisins. Þá hét leikritið „Þjóðnýðingurinn.“ Í nýlegri uppfærslu Þjóðleikhússins heitir það „Fjandmaður fólksins.“

Fyrir aldamótin 1900 var allt vatn sem notað var á Ísafirði sótt í brunna sem grafnir voru á nokkrum stöðum á Eyrinni. Þannig segir í heimildum: „Vatnið í brunnunum var bæði bragðvont og heilsuspillandi, oft ekki annað en illa síaður sjór.“ Ennfremur: „Í aðeins einu húsi var það sem kalla mætti fullkominn einkabrunn. Í húsi Þorvaldar læknis Jónssonar var brunnur í kjallara undir eldhúsi og lokaður. Niður í hann lá dæla, og var hægt að dæla vatni beint úr brunninum upp í eldhús og þóttu fágæt þægindi. Á öðrum heimilum varð að sækja vatn í brunna, oft langa leið, og var þá víðast sá háttur á hafður, að vatnið var borið í stórar ámur, sem stóðu nálægt eldhúsdyrum. Var þeim lokað með hlemmi, en járnausa hékk á þeim, innan á lögginni.“

Þorvaldur Jónsson gengdi héraðslæknisembætti á Ísafirði í 37 ár, frá árinu 1867 til 1900. Í fyrstu var hann héraðslæknir yfir öllum Vestfjarðakjálkanum og var hans læknishérað þá það stæsta í heiminum, að sögn fróðra manna. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir einn læknir að sinna öllum Vestfjörðum þegar engin farartæki voru til nema hestar og enginn sími. En Þorvaldur Jónsson var enginn aukvisi því auk þess að vera héraðslæknir var hann lyfssali, sparisjóðsstjóri, bankastjóri, bóksali og póstafgreiðslumaður auk annarra minniháttar starfa og lét mikið að sér kveða í félags og menningarmálum. Þar fyrir utan var hann bæjarfulltrúi lengur en flestir aðrir.

Árið 1894 gaf skoskt fyrirtæki Ísafjarðarbæ hús í því skini að það yrði notað sem sjúkrahús. Þetta var svonefnt Fischershús að Mánagötu 1. Þetta er orðið eitt af frægustu húsunum í bænum, hvort sem litið er til fortíðar eða nútíðar. Um þá byggingu segir: „Þar var fyrst komið upp sjúkrahúsi árið 1894, og voru settar í það ábreiður, dýnur og skurðarborð. Aldrei var það þó notað fyrir sjúklinga, að því undanskyldu að einn utanbæjarmaður mun hafa verið lagður þar inn skamman tíma.“ Hannesi Hafstein var veitt sýslumannsembættið á Ísafirði 1896 en það var feitasta sýslumannsembætti á landinu á þeim árum. Hann bolaði Skúla Thoroddsen úr embætti með upplognum ásökunum og naut Hannes þar fulltingis frænda síns, Magnúsar Stefenssen landshöfðingja og mágs síns Lárusar H. Bjarnasonar sem hafði titilinn „konunglegur kommissarius.“

Lárus þessi var hýddur opinberlega af Ísfirðingum í Skúlaslagnum fræga. Fyrirliði hvítliðanna sem vildu setja Skúla í tukthús var einmitt Þorvaldur Jónsson læknir sem var ákafur stuðningsmaður Hannesar og veitti honum lið í kosningabaráttunni þegar Hannes bauð sig fram gegn Skúla sem þingmaður fyrir Ísafjarðarsýslur. Sú kosningabarátta var óvenju hörð og var ýmsum óheiðarlegum brögðum beitt. Þannig er frá þessu skýrt: „Hver sem vildi gat hlýtt á kosninguna og var þá skiljanlegt, þótt sumum þeirra, sem erfitt áttu og litlir voru fyrir sér, skirruðust við að ganga gegn vilja kaupmanna eða annarra ráðamanna. Flestir kannast við brennivínsveitingar kaupmanna á kjördegi en hitt skipti meira máli, að kaupmenn réðu fólk í vinnu og höfðu tök á skuldum þess og úttektum. Fáir dirfðust því að ganga gegn vilja þeirra, síst af öllu í svartasta skammdeginu, þegar tvísýnt var um alla björg, en kjördagur var jafnan einhvern fyrstu dagana í janúar.“ Þannig var það í þá daga. Ætli svona kúnstir viðgangist enn?

Hannes Hafstein vantaði hús, þar sem hann var orðinn sýslumaður Ísfirðinga. Hann skrifar vini sínum og biður hann að útvega sér gott hús, sem hann og gerir. En hvaða hús skildi nú hafa orðið fyrir valinu annað en „sjúkrahúsið“ enda virðist ekki hafa þurft að nota það þar sem enginn sjúklingur hafði komið þar inn nema þessi eini „utanbæjarmaður“. Þannig er frá þessu sagt: Þetta svokallaða „sjúkrahús“ stendur á fallegum stað, máske fallegasta staðnum í bænum, dálítið út úr en þó ekki um of og fylgir því allstór lóð og brunnur góður.“

Aðal áhugamál Hannesar eftir að hann kemur vestur er vatnsveitan. Hann segir í bréfi til frænda síns Tryggva Gunnarssonar: „Að af öllu hreppaslúðri og bæjarröfli er aðeins eitt sem ég hefi gaman af að hugsa til en það er vatnsleiðsla ofan úr hlíðinni, sem við erum að reyna að drífa í gegn inn á hvert einasta heimili (hús) í kaupsstaðnum. Vatnið í bænum er vart drekkandi.“

Út af þessu fúla og skítuga vatni veiktust margir af taugaveiki á Ísafirði. Í janúar árið 1900 geisar taugaveikifaraldur. Tvö börn Hannesar veikjast. Þriggja ára telpa og einka sonurinn Sigurður. Þau hjón áttu fyrir 6 dætur en engan son nema Sigga. Dóttirin Sigríður verður fárveik en nær bata en Siggi litli deyr 2. febrúar árið 1900 aðeins 9 ára gamall. Við skulum setja okkur í spor þeirra hjóna þessa ömurlegu skammdegisdaga. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Hannes og nú heitir hann því að herða á í baráttunni í vatnsveitumálunum og ekki skuli fleiri börn deyja á Ísafirði vegna mengaðs drykkjarvatns. Hann hafði barist fyrir vatnsveitunni alla tíð frá því hann kom fyrst til Ísafjarðar fyrir fjórum árum en hvorki gengið eða rekið. Bæjarstjórnin vildi ekki flana að neinu en nú eftir þennan síðasta faraldur fær hugmyndin byr undir báða vængi og Hannes er harð ákveðin í því að berja málið í gegn, Læknarnir á Ísafirði fullyrða að taugaveikin stafi af lélegu neysluvatni. Hannes fer til Reykjavíkur um miðjan maí til að útvega fé í vatnsveituna og fær það í Landsbankanum og 28. maí tæpum fjórum mánuðum eftir lát Sigga litla er hafist handa við fyrstu vatnsveitu á Íslandi. Vatnsveitu Ísafjarðar.

Það má margt um Hannes Hafstein segja en öll hans aðkoma að þessu vatnsveitumáli er aðdáunarverð og met ég hann mikils fyrir það og get jafnvel fyrirgefið honum ýmislegt sem betur hefði mátt fara á hans ferli.Ísfirðingar mættu sína minningu hans sóma á einhvern hátt fyrir vatnsveituna frekar en að heiðra hann fyrir að hafa búið í fyrsta „sjúkrahúsinu“ á Ísafirði að Mánagötu 1.

En nú vil ég spyrja, hvar var héraðslæknirinn Þorleifur Jónsson og sonur hans aðstoðarlæknirinn Jón Þorleifsson á meðan Hannes barðist fyrir vatnsveitunni og áður en hann kom til ísafjarðar. Þeirra er ekki að öðru getið en að þeir vissu að taugaveikin stafaði af meinguðu vatni. Að vísu er þess getið eins og fram kemur í þessum skrifum að eini nothæfi brunnurinn í bænum hafi verið brunnurinn hans Þorleifs Jónssonar læknis. Var það kanske þessvegna sem hann aðhafðist ekkert í málinu? Hann var þó lengur í bæjarstjórn en flestir aðrir og hlýtur að hafa haft þar nokkur áhrif, jafn mikill umsvifamaður og hann var á mörgum sviðum. En það kemur fram að bæjarstjórnin þvældist fyrir Hannesi í þessi fjögur ár og lét sig ekki fyrr en hann hafði misst einkasoninn eftir að hann hafði drukkið eitrað vatn.

Nú búum við Ísfirðingar við þann munað að hafa hreinasta og besta vatn í heimi, komið djúpt neðan úr iðrum jarðar og féll sem rigning fyrir þúsundum ára. Vatnsból og vatnsleiðslum má líkja við hjarta og æðakerfi líkamanns. Úr vatnsbóli er dælt vatni í öll hús í viðkomandi bæjarfélagi en hjartað dælir blóði út í allar æðar líkamanns. Það er mikilvægt að hvorugt sé meingað.

En Þorvaldi Jónssyni var ekki alls varnar og eftir að ljóst varð að fyrsta sjúkrahúsið að Mánagötu 1 hafði ekki komið að gagni gekkst hann fyrir því að annað sjúkrahús var byggt. Það stendur enn við Mánagötuna varð síðar elliheimili og er nú gistihús. Þetta hús má því telja fyrsta alvöru sjúkrahúsið á Ísafirði. Það var reyst 1896 og þjónaði til ársins 1925 þegar gamla sjúkrahúsið sem nú er safnhús var tekið í notkunn.

Þorleifur Jónsson var vel efnaður maður og tilheyrði þeim flokki manna sem kallaður hefur verið yfirstétt. Nútíma yfirstétt er ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrri tíma yfirstétt. Þorvaldur Jónsson þurfti að borga hundrað kr. til bæjarinns í gjöld á meðan venjulegur verkamaður borgaði eina kr. Hann borgaði sem sagt jafnmikið og 100 verkamenn, en þess ber að geta að þessir hundrað verkamenn áttu ekki neitt. Þegar Hannes Hafstein varð ráðherra voru laun hans jafnmikil og laun 16 verkamanna í fullu starfi. Það er hægt að umreikna þetta til nútímanns og kemur þá í ljós að laun Hannesar hafa verið eitthvað á þriðju miljónina á mánuði. Jóns Þorvaldsonar aðstoðarlæknis er lítt getið í heimildum, að öðru leyti en því að honum var gefið hús í brúðargjöf en það hús stendur við Hrannargötu og kallað Glasgow. Þetta var alvöru yfirstétt enda sýndi hún það á margan hátt.

Mér hefur orðið tíðrætt um Hannes Hafstein og ekki nema von jafn merkileg persóna og hann var. Eftir að hafa kynnt mér ævi hans og feril eru tilfinningar mínar til hans margbrotnar. Í fyrsta lagi vorkenni ég honum, bæði vegna erfiðleika í æsku og mikill missir ástvina á lífsleiðinni. Í öðru lagi dáist ég að honum ekki síst fyrir það, hvað hann tók hraustlega á málum varðandi vatnsveituna. Í þriðja lagi er ég illur út í hann fyrir það hvernig hann bolaði Skúla Thoroddsen úr starfi. Í fjórða og síðasta lagi þykir mér svolítið vænt um kallinn og þá sérstaklega vegna kvæðanna. Sú kemur tíð að sárin foldar gróa er yndislegt kvæði og er enn á vörum manna meira en 100 árum eftir að það var ort. En Hannesar Hafstein vil ég helst minnast eins og hann var áður en Hannesarhátíðin var haldin og steinninn settur í garðinn þar sem hann bjó. Það varð minningu hans ekki til framdráttar.

26. júní 2006,
Jón Fanndal.

Helstu heimildir:
Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna: Jón Þ. Þór.
Ég elska þig stormur: Guðjón Friðriksson.
Aldirnar.


bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli