Frétt

bb.is | 21.06.2006 | 15:46Vilja að urðun sorps og uppbygging gámasvæða verði boðin út

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarfulltrúar minnihlutans í Ísafjarðarbæ, Í-listans, eru ósáttir við að samið verði sérstaklega til eins árs við Gámaþjónustu Vestfjarða um urðun á óbrennanlegu sorpi annars vegar, og byggingu og leigu á gámasvæðum hins vegar. Bæjartæknifræðingur Ísafjarðarbæjar lagði á dögunum til að gengið yrði til eins árs samninga við Gámaþjónustu Vestfjarða um fjóra liði: 1) Sorphreinsun í Ísafjarðarbæ 2) Urðun á óbrennanlegu sorpi 3) Gámahreinsun í Ísafjarðarbæ og 4) Uppbyggingu á gámasvæðum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Að sögn Sigurðar Péturssonar, oddvita Í-listans, er minnihlutinn harður á því að lið 2 og 4 eigi að bjóða út. „Við erum alveg tilbúin til að samþykkja að samið verði um sorphreinsunina og gámahreinsunina til eins árs á meðan að tæknideildin vinnur að því að undirbúa útboð“, segir Sigurður. „En okkur finnst rangt að hafa alla fjóra liðina saman í einni kippu, bæði vegna hagsmuna bæjarins og einnig vegna þess að með þessu er verið að útiloka aðra aðila frá því að bjóða í verkið“.

Gámaþjónusta Vestfjarða bauð í alla fjóra liðina að beiðni tæknideildar og var tilboð þeirra fjórskipt:

Sorphreinsun í Ísafjarðarbæ: 15.975.792 kr. yfir árið.
Urðun á óbrennanlegu sorpi: 2.763.336 kr. yfir árið.
Gámahreinsun í Ísafjarðarbæ: 9.638.081 kr. yfir árið.
Leiga á gámasvæðum: 4.500.000 á ári (í 10 ár).
Alls: 32.877.209 fyrir árið.

Sigurður segir að fyrir liggi mat á kostnaði á leigu og uppbyggingu gámasvæða upp á 10-11 milljónir á hvert svæði og því sé það álit Í-listans að 4,5 milljónir á ári í 10 ár sé ekki hagstætt boð. „Við teljum að þetta eigi einfaldlega að fara í útboð. Það verður þá að taka nauðsynleg lán ef á þarf að halda og fá þannig hagstæðasta tilboð í verkið frekar en að semja beint við einn verktaka sem gerir tilboð á grundvelli útreikninga bæjarins.“

Aðspurður um hvort hann telji ekki að rekstrarhagræðing felist í að reka sorpmálin sem eina heild, líkt og haldið hefur verið fram, segir Sigurður að það geti vel verið. „Það hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á það, og ef við lítum til urðunarkostnaðar þá er hann hærri samkvæmt tilboðinu en verið hefur. Það stendur reyndar til að bæta þjónustuna á einhvern hátt en án útboðs er ekki vitað hvort hægt sé að ná þeim þjónustubótum með öðrum hætti. Varðandi gámasvæðin er sá kostnaður meiri en reiknað var með, þó ýmislegt sé reyndar enn óljóst hvað þau mál varðar. Og ef það á að framkvæma þetta í einum pakka þá þarf líka að bjóða verkið út sem einn pakka, ekki að bjóða sumt út í eitt ár og annað í tíu ár.“

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni en afgreiðslu þess var frestað og frekari upplýsinga óskað frá bæjartæknifræðingi.

Á heimasíðu Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, kemur fram að hann telji mikilvægt að drifið verði í að ganga frá umræddum samningum. „Skv. samanburði sem bæjartæknifræðingur gerði við önnur sveitarfélög er verðið hér samanburðarhæft við þau. Fram kom í tillögum bæjartæknifræðings að lengri tíma þyrfti til að vinna útboðsgögn fyrir útboð á almennri sorphirðu, hirðingu gámasvæða o.fl. Þess vegna er eðlilegt að mínu mati að semja við þann aðila, Gámaþjónustu Vestfjarða, sem hefur staðið sig vel í þessari þjónustu“, segir m.a. á haddi.is.

eirikur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli