Frétt

mbl.is | 09.06.2006 | 16:07Málefnasamningur kynntur á Akureyri

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kynntu málefnasamning sinn í dag en flokkarnir hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2006-2010. Í málefnasamningnum er m.a. gert ráð fyrir að skattar lækki á fyrirtæki og almenningssamgöngur verða gjaldfrjálsar frá árinu 2007, bæði hjá Strætisvögnum Akureyrar og í Hríseyjarferju. Þá mun Akureyrarbær beita sér fyrir því að vinna við gerð Vaðlaheiðarganga hefjist strax á árinu 2007.

Bæjarstjóri fyrstu 3 árin verður frá Sjálfstæðisflokki en síðasta árið frá Samfylkingu. Forseti bæjarstjórnar verður frá Sjálfstæðisflokki. Formaður bæjarráðs fyrstu 3 árin verður frá Samfylkingu og síðasta árið frá Sjálfstæðisflokki.

Í málefnasamningi meirihlutaflokkanna kemur meðal annars fram ný nefndaskipan þar sem gert er ráð fyrir að jafnréttis- og fjölskyldunefnd ásamt áfengis- og vímuvarnarnefnd verði sameinaðar í fjölskylduráð sem einnig mun fara með tómstundamál; stofnuð verður ný nefnd, umhverfisnefnd, sem fer með sorpmál og málefni núverandi náttúruverndarnefndar; menningarmálanefnd verður lögð niður en menningarmál ásamt málefnum sem tilheyra kynningar- og markaðssetningu, atvinnumálum og ferðaþjónustu verða sett undir Akureyrarstofu. Stjórn Akureyrarstofu verður skipuð fimm fulltrúum bæjarstjórnar. Starfsemi og skipulag stofunnar verður nánar útfært í samvinnu við hagsmunaaðila á Akureyri.

Í málefnasamningnum eru skilgreind meginmarkmið meirihlutaflokkanna og tilgreindar helstu aðgerðir sem þeir eru sammála um að ráðist verði í í málaflokki hverrar fastanefndar. Aðgerðaáætlun fyrir framkvæmd samningsins verður unnin í september. Þar verða einstök verkefni skilgreind, tímasett, kostnaðarmetin og þeim forgangsraðað. Hér á eftir er tæpt á nokkrum áherslum málefnasamningsins.

Samkvæmt tilkynningu eru áhersluatriði málefnasamnings þessi helst:

Á sviði fjármála og stjórnsýslu er meginmarkmið flokkanna að stjórnsýsla bæjarins verði skilvirk og hagkvæm, að fjárhagur bæjarfélagsins verði traustur og að íbúar geti tekið þátt í stórum ákvörðunum. Íbúalýðræði verður aukið og þátttöku bæjarbúa í stórum ákvörðunum verður komið í skilgreindan farveg.

Leiðarljós meirihlutaflokkanna á sviði félags- og heilbrigðismála er að sveitarfélagið haldi fast við þá stefnu sína að taka við verkefnum frá ríkinu svo að ákvarðanir um þjónustu séu teknar sem næst þeim sem hennar eiga að njóta.

Á sviði skólamála verður stutt dyggilega við þróunarstarf í leik- og grunnskólum á forsendum hvers skóla fyrir sig. Unnið verður að auknu samstarfi við kennaradeild og skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri til að efla þróunarstarf í skólum bæjarins. Lögð verður áherslu á endurmenntun starfsfólks og ráðgjöf til þess.

Stefnt er að því að ávallt séu til óbyggðar lóðir fyrir ólíkar gerðir íbúðar-, þjónustu- og iðnaðar-húsa. Í boði séu íbúðarlóðir á mismunandi stöðum í bænum. Skipulag íbúða-hverfa á að miðast við þarfir fjölskyldunnar með því að lögð sé áhersla á gæði umhverfis, öryggi og greiðan aðgang að hverfisþjónustu og útivistar- og leiksvæðum. Óskað verður eftir samvinnu við Hörgárbyggð um vinnu við samræmingu skipulags á mörkum sveitarfélaganna við Lónið.

Umhverfismál heyra undir nýja nefnd, umhverfisnefnd, sem fjallar um málefni sem náttúruverndarnefnd hafði áður til meðferðar auk sorpmála. Leiðarljós Staðardagskrár 21 um sjálfbært samfélag verða jafnframt leiðarljós umhverfisnefndar. Stefnt er að því að bæjarbúar geti notið náttúrulegs umhverfis m.a. á verndarsvæðum á Glerárdal og í Krossanesborgum og að atvinnulífið verði í sátt við umhverfið. Akureyrarbær mun draga sig út úr Sorpsamlagi Eyjafjarðar b/s og stofna hlutafélag ásamt fyrirtækjum til að annast sorpförgun í bænum.

Meginmarkmið í íþróttamálum er að skapa aðstæður og ýta undir verkefni sem hvetja fjölskyldur til hollrar hreyfingar og tómstunda. Byggt verður íþróttahús við Giljaskóla sem hentar bæði íþróttakennslu við skólann og sem framtíðarhúsnæði Fimleikafélags Akureyrar. Stefnt er að því að húsið verði tekið í notkun 2008.

Ný fastanefnd, fjölskylduráð, fjallar um mál sem áður heyrðu undir jafnréttis- og fjölskyldunefnd annarsvegar og áfengis- og vímuvarnanefnd hinsvegar, auk þess sem fjölskylduráð fjallar um tómstundamál svo sem málefni félagsmiðstöðva fyrir ungt fólk. Meginmarkmið nefndarinnar felast í samþykktri jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu auk þeirrar stefnu að vinna gegn vímuefnanotkun ungmenna.

Markvisst verður unnið að lækkun leikskólagjalda á kjörtímabilinu. Akureyrarbær verður áfram með lægstu þjónustugjöldin í leik- og grunnskólum miðað við samkeppnissveitarfélög.

Málefni nýbúa fá aukið vægi innan bæjarkerfisins og verður markvisst reynt að mæta þörfum þessa hóps, t.d. með aðgengi að túlkaþjónustu, íslenskunámi og kynningarefni á vegum sveitarfélagsins. Alþjóðastofa verður efld í þessu skyni.

Skattar verða lækkaðir á atvinnurekstur með lækkun holræsagjalds á árinu 2007. Til að bæta stöðu framleiðslufyrirtækja mun bæjarstjórn kalla eftir aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins varðandi lækkun flutningskostnaðar.

Almenningssamgöngur verða gjaldfrjálsar frá árinu 2007, bæði hjá Strætisvögnum Akureyrar og í Hríseyjarferju. Akureyrarbær mun beita sér fyrir því að vinna við gerð Vaðlaheiðarganga hefjist strax á árinu 2007.

Unnið verður að því með samgönguráðuneyti að lengja flugbraut Akureyrarflugvallar og að þar verði útflutningsflughöfn. Í þessu samhengi þarf jafnframt að skoða hvort að Akureyrarbær geti tekið við rekstri flugvallarins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli