Frétt

bb.is | 01.06.2006 | 07:44Leggur til að einkahlutafélag verði stofnað um jarðgöng um Óshlíð

Óshlíð.
Óshlíð.
Jónas Guðmundsson, stjórnarformaður Leiðar ehf., hefur skrifað Sturla Böðvarssyni, samgönguráðherra, bréf þar sem segir meðal annars að ljóst sé að sá milljarður króna sem ætlaður hefur verið til að auka öryggi þeirra sem þurfa að aka til og frá Bolungarvík með jarðgangnagerð, dugi vart nema til að gera ein stutt göng. Þá er í bréfinu bent á þann möguleika að stofna einkahlutafélag um eignarhald gangnanna sem þá sæi um fjármögnun þeirra, og að ríkissjóður gæti síðan leigt göngin af einkahlutafélaginu til einhvers tíma. Þá býðst Leið ehf. til að leggja lið sitt til að koma þessu fyrirkomulagi í kring að hluta eða að öllu leyti ef þess er óskað.

Væri þá gert ráð fyrir því að ríkissjóður, samgönguráðuneytið, Vegagerðin eða hver sá aðili sem legði fram þann milljarð sem ætlaður er til verksins, legði hann til einkahlutafélagsins sem framlag eða styrk en félagið tæki lán fyrir þeim fjármunum sem upp á vantar. Ríkið myndi svo greiða ákveðna fjárhæð til félagsins á ári í leigu. „Auk þess mætti vel hugsa sér að sveitarfélögin á svæðinu tækju þátt í kostnaði og greiddu árlegt framlag og einnig þeir sem ækju um göngin með hóflegum veggjöldum til að tryggja að göng verði lögð sem nýtast best til framtíðar litið“, segir í bréfi Jónasar.

„Með því fyrirkomulagi sem lýst er eykst svigrúm til að afla nægilegra fjármuna til að gera fullnægjandi göng sem að hluta féllu utan gildandi samgönguáætlunar (jarðgangaáætlunar), m.a. vegna þess að fá mætti virðisaukaskatt af kostnaði við gerð þeirra endurgreiddan en hann legðist þess í stað á leigugreiðslurnar auk þess sem hugsanleg veggjöld og árlegt framlag sveitarfélaganna kynni að lækka kostnað ríkisins enn frekar. Ef t.d. yrðu innheimtar kr. 100 til 150 af hverju þeirra 700 og 800 ökutækja sem vænta má að færu þessa leið á dag, en meðaldagsumferð um Óshlíð er nú rúmlega 600 ferðir, er líklegt að fá mætti um og yfir 25. m.kr. á ári. Vart yrði þó hjá því komist að setja eitthvert þak á greiðslur þeirra sem oftast ækju um. Sjá má fyrir sér að ríkissjóður greiddi um 50 til 70 m.kr. á ári í leigu þ.m.t. virðisaukaskatt. Þá má vel sjá fyrir sér að sveitarfélögin legðu til t.d. 10 til 20 m.kr. á ári. Má í því sambandi nefna að undirritaður hefur fengið staðfest að Ölfushreppur ætlar að greiða 14 m.kr. í leigu á ári til Orkuveitu Reykjavíkur fyrir lýsingu á veginum frá Þorlákshöfn að Hellisheiðarvegi um Þrengsli. Með þeim ca. 100 til 110 m.kr. sem fengjust með þeim hætti sem að framan er lýst mætti að frádregnum um 20 m.kr. virðisaukaskatti og hugsanlega 4 – 5 m.kr. árlegum innheimtukostnaði af veggjöldum greiða afborganir af 25 ára láni að fjárhæð 1 milljarður króna sem væri með allt að 5% vöxtum (höfuðstóll 40 m.kr. og vextir 50 m.kr. sem síðan lækkuðu í hlutfalli við lækkaðan höfuðstól). Ef svo bæri undir gæti ríkissjóður síðan alltaf leyst göngin til sín“, segir enn fremur í bréfinu.

Þá kemur einnig fram að Jónas telji sjálfur að rúmra 6 km göng frá Syðridal í Bolungarvík að Tungudal í Skutulsfirði sé heppilegasta lausnin, þó kostnaður við slík göng sé verulegur og myndi eflaust þýða að kostnaður væri nokkuð hærri en nefnt er hér að ofan. „Á það skal hins vegar bent að að með slíkum göngum sýnist blasa við að sveitarfélögin sameinuðust með þeim ávinningi sem í því fælist og ætti því vel að koma til greina að einhverjir fjármunir fengjust fyrir það.“ Næstbestan kost telur Jónas að gerð verði göng frá Syðridal í Hnífsdal.

Jónas nefnir það einnig sem möguleika fyrir félagið sem hann leggur til að verði stofnað að það geti haldið áfram í fyllingu tímans og unnið að breikkun einbreiðra hluta Vestfjarðagangna og jafnvel komið að gerð gangna til að tryggja öryggi á leiðinni frá Skutulsfirði í Álftafjörð.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli