Frétt

mbl.is | 26.05.2006 | 12:53DV braut gegn siðareglum

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að DV hafi brotið með ámælisverðum hætti gegn siðareglum félagsins með fréttum, sem birtust í janúar sl. þar sem fullyrt var að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja hefði beðið bréfbera í Keflavík að stunda persónunjósnir. Magnús Guðjónsson, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, kærði DV til siðanefndarinnar fyrir tvær greinar sem birtust í blaðinu 20. og 23. janúar síðast liðinn þar sem hann var sakaður um að biðja bréfbera um að stunda persónunjósnir.

Þann 20. janúar 2006 birtist frétt á forsíðu DV undir fyrirsögninni: „Magnús Guðjónsson, forstöðumaður HES. Bað bréfbera í Keflavík að njósna um íbúa. Ólöglegt segir forstjóri Persónuverndar“. Mynd af Magnúsi fylgdi fyrirsögninni og frekari umfjöllun var um málið var inni í blaðinu.

Sama dag og fréttin birtist sendi Magnús blaðamanni DV tölvupóst og kvartaði undan fréttinni sem hann sagði ranga og óskaði leiðréttinga. Þann 23. janúar birtist síðan á forsíðu DV fyrirsögnin „Magnús H. Guðjónsson. Segir Póstinn bera ábyrgð á njósnum“.

Magnús segir að umfjöllun DV báða dagana hefði verið röng í veigamiklum atriðum röng og og að honum hafi verið „lögð orð í munn sem hann sagði aldrei og hann sagður hafa gert tiltekna hluti sem hann aldrei gerði.“

Siðanefnd Blaðamannafélagsins féllst ekki á þau sjónarmið blaðamannsins, að tölvubréf sem Magnús sendi yfirmanni pósthússins í Reykjanesbæ og var kveikjan að fréttinni, hefði gefið tilefni til umræddra fyrirsagan. Í tölvubréfinu bar Magnús upp þá hugmynd að bréfberar punktuðu niður hvar hunda væri að finna í þeirra hverfum eftir kvartanir póstburðarfólks yfir hundum á svæðinu.

Siðanefndin hefur úrskurðað að fyrirsögnin 20. janúar væri verulega villandi. „Framsetning DV í báðum þessum efnum, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,” segir í úrskurði siðanefndarinnar.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli