Frétt

Falur Þorkelsson | 26.05.2006 | 09:20Bolungarvík - Pólítískar hugleiðingar

Falur Þorkelsson.
Falur Þorkelsson.
Mér þykja undarleg nýleg skrif frambjóðenda A-listans þar sem talað er um „veikburða bæjarstjórn Sjálfstæðisflokksins og Bæjarmálafélagins”. Vita þeir ekki að það er meirihlutinn sem stjórnar bæjarfélaginu? Hvernig halda þeir að minnihlutinn í bæjarstjórn geti haft áhrif ef þær sjálfar treysta sér ekki til þess, sem sést best á því að efstu menn A-listans sáu sig tilneydda til að kljúfa sig úr framboði D-listans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. En nóg um þetta. Aðalatriðið í þessum kosningum er að mínu mati það hvort bæjarbúar vilja breytingar á stjórnaraðferðum þeirra sem stýra málum bæjarins. Hvort lýðræðisleg vinnubrögð eigi að virka á borði en ekki bara í orði.

Það er undarlegt að fylgjast með því í kosningabaráttunni um allt land hvað frambjóðendur allra flokka gerast sósíalískir í hugsun, korteri fyrir kosningar. Í mínum huga eiga stjórnmál að snúast um lífssýn en ekki stundarhagsmuni. Við breytum ekki um lífsýn af því að það hentar okkur í kosningabaráttunni, það virkar ekki sannfærandi.

Það er eðlilegt að samgöngumál séu ofarlega í hugsun Bolvíkinga fyrir þessar kosningar. K-listinn stóð fyrir opnum fundi um samgöngumál þriðjudaginn 9. maí sl. þar sem Gísli Eiríksson frá Vegagerðinni var mættur með fróðleiksmola um hugsanlega jarðgangnagerð. Þarna mætti nánast eingöngu stuðningsfólk K-listans. Það var eins og enginn hefði áhuga á samgöngumálum nema stuðningsfólk Bæjarmálafélagsins! En það kom síðan í ljós á fundi Sjálfstæðisflokksins tveimur dögum síðar að svo var ekki. Það var bara ekki rétta fólkið sem stóð fyrir fundinum. Þennan undarlega fund sjálfstæðismanna um samgöngumál hóf oddviti flokksins með a.m.k. ½ klst ræðu um afrek sín og flokksmanna sinna síðasta kjörtímabil. Persónulega fannst mér það standa upp úr afrekalista þess ágæta manns, að geta samið þessa lofræðu um verk sín síðastliðin fjögur ár. Þvílíku hugmyndaflugi hef ég ekki orðið vitni að í langan tíma. Til öryggis var síðan tekið fram að óþægilegar spurningar efasemdamanna væru ekki leyfðar á þessum vettvangi, sem hlýtur að flokkast undir stefnu þeirra í íbúalýðræðinu, en þegar loksins kom að því sem ég kom til að hlusta á tók nú ekki betra við. Skammarræða samgöngumálaráðherrans þar sem hann messaði yfir því grunnhyggna fólki sem ætlaði að voga sér að kjósa einhverja aðra en hans flokksbræður og -systur til forystu í bæjarstjórnir fjórðungsins. Þetta hljómaði eins og bergmál einræðisherra austantjaldsþjóðar kalda stríðsins með óbeinum hótunum um tregðu í framförum samgöngumála á Vestfjörðum. Veit hann ekki að hann er ráðherra allra landsmanna en ekki bara frjálshyggjufólksins? En loforði hans um öruggari samgöngur ber þó að fagna.

Það er mín skoðun að það eigi ekki að stjórna bæjarfélagi eins og fyrirtæki þar sem arðsemi er alltaf í fyrsta sæti, heldur eins og fjölskyldu þar sem allir fá að njóta sín á sínum forsendum. Eins og í góðri fjölskyldu hlúum við í Bæjarmálafélaginu að þeim sem þurfa á því að halda til að heildin haldist sterk.

Ágætu Bolvíkingar, ég tel að ykkar val fyrir komandi kosningar snúist um það hvort þið viljið óbreytt ástand ólýðræðislegra vinnubragða og aðgerðaleysis, eða fólk sem vill standa vörð um lýðræðisleg vinnubrögð í ákvarðanatöku og sanngjarnar leikreglur sem allir eru jafnir fyrir.

Falur Þorkelsson. Höfundur er í 5. sæti á framboðslista Bæjarmálafélagsins í Bolungarvík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli