Frétt

DV | 21.12.2001 | 17:30Stórhækkað lyfjaverð

Fyrirhuguð lækkun smásöluálagningar lyfja um áramótin hefur í för með sér minni afslætti til sjúklinga og þar með hækkun lyfjaverðs til þeirra. Í stað þess að hækka hámarksverð sjúklinga á lyfjum, eins og Tryggingastofnun ríkisins hefur gert undanfarin ár, stendur nú til að lækka smásöluálagningu.
„Undanfarin ár hefur Tryggingastofnun ríksins skammtað sér afslætti með því að hækka þak eða hámarksverð sjúklinga á lyfjum sem hún tekur þátt í að greiða. Þannig hefur stofnunin tekið til sín að hluta þann ávinning sem verðsamkeppni milli apóteka hefur skapað fyrir neytendur. Nú stendur hins vegar til að lækka smásöluálagningu, en það skiptir hins vegar engu máli hvor leiðin er farin. Niðurstaðan verður sú sama, minni afslættir til neytenda og þar með hærra lyfjaverð," segir Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, í samtali við DV. Hann telur verð einstakra lyfja geta hækkað um allt að tuttugu prósent. "Helstu rök lyfjaverðsnefndar fyrir fyrirhuguðum breytingum eru þau að tekjur greinarinnar hafi aukist og því sé til svigrúm til að lækka álagningu. Það er hins vegar ljóst að lítill hagnaður hefur verið af reglulegri starfsemi apóteka og apótekskeðja að undanförnu. Ástæður eru meðal annars launaskrið, aukinn fjármagnskostnaður, færsla ákveðinna lyfja úr almennum apótekum yfir á sjúkrahús. Það svigrúm sem apótek höfðu áður til að taka á sig skerðingu er uppurið og því munu þessar breytingar fara beint út í lyfjaverðið," segir Ingi. "Þessi áform lyfjayfirvalda eru á skjön við markmið ríkisstjórnarinnar að varða veginn til til aukins stöðugleika á vinnumarkaði og í efnahagslífinu og að halda verðbólgu innan þriggja prósenta á næsta ári," bætir hann við.

Ingi Guðjónsson segir að undanfarið hafi verið hátt um það haft að lyfjakostnaður ríkisins í ár stefni í fimm milljarða kr. og fari vaxandi -- sem sporna verði gegn. Þessi tala er hins vegar ekki rétt, að sögn Inga, hann segir lyfjakostnað ríkisins aðeins vera 3,94 milljarða kr., það er án virðisaukaskatts. "Það sem vekur hins vegar mesta athygli er að á sl. ári var lyfjakostnaður almannatrygginga 3,8 milljarðar kr. Það stefnir því í einungis 3,7% aukningu á milli ára, þrátt fyrir mjög óhagstæðar gengisbreytingar á árinu sem hafa leitt til 10 til 12% verðhækkunar. Hana hafa neytendur og apótekin alfarið tekið á sig. Einnig ber að hafa í huga að þjóðinni fjölgar, meðalaldur hækkar og lyfjaneysla eykst hér á landi eins og í öðrum vestrænum ríkjum," segir framkvæmdastjóri Lyfju. Hann bætir því við að aðgerðir lyfjayfirvalda í verðlagsmálum á síðustu árum hafi haft þau áhrif að hlutdeild almennings eða neytenda í heildarlyfjakostnaði hafi hækkað verulega. Árið 1996 hafi neytendur greitt 30% af heildarlyfjakostnaði í landinu. Í dag sé þessi tala hins vegar komin í 55 til 60% með miklum kostnaðarauka almennings. Visir.is greindi frá.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli