Frétt

Jóna Benediktsdóttir | 19.05.2006 | 09:02Í listinn, í þína þágu

Jóna Benediktsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Við sem bjóðum okkur fram til starfa fyrir bæjarfélagið í nafni Í listans höfum nú þegar fundið það gegnum vinnuna við stefnuskrána að það er fleira sem sameinar okkur en aðskilur í því hvernig við hugsum um sveitarfélagið okkar. Í listinn leggur áherslu á að sú þjónusta sem íbúunum stendur til boða sé í samræmi við þarfir þeirra. Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu árum og breytt samfélagsgerð kallar á breytta þjónustu.

Margt af því sem lýtur að félagslegri þjónustu við íbúa er unnið í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ríkið skilgreinir hvaða þjónustu einstaklingar eiga að njóta og sveitarfélögin eiga síðan að sjá um framkvæmdina. En við vitum öll hvernig þetta hefur verið framkvæmt undanfarin áratug eða svo. Ríkið setur reglugerðir en sveitarfélögin borga. Ef málin eru þæfð af hálfu ríkissins á sveitarfélagið að sjálfsögðu að tryggja það að íbúarnir fái þá þjónustu sem þeim ber, óleystir samningar milli ríkis og sveitarfélaga eiga ekki að bitna á einstaklingum.

Tekjustofnar sveitarfélaganna hafa ekki verið auknir í samræmi við þau verkefni sem þeim hafa verið fengin. Auðvitað er það ekki bæjarstjórninni að kenna, þetta eru verk ríkisstjórnarinnar, ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Það er hins vegar bæjarstjórnarinnar að herja á ríkið um sanngjörn fjárframlög til að sinna þessari grunnþjónustu og þar munum við Í-listafólk hvorki sýna linkind né þjónkun við þá sem fara með völdin, hverjir sem það kunna að verða að ári liðnu.

Við í Í listanum erum öll sammála um að eitt af forgangsverkefnum okkar eigi að vera að bæta aðstöðu eldri borgara bæjarfélagsins. Það er hægt að gera með ýmsum hætti en fyrst og fremst þarf þjónustan að vera fjölbreytt og taka mið af ólíkum þörfum og óskum þeirra sem eldri eru, því þeir eru alls ekki einsleitur hópur fremur en aðrir. Heilbrigðisráðuneytið setti af stað nefnd sem átti að kanna möguleika á rekstri hjúkrunarheimilis hér fyrir vestan. Sú nefnd komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hér væru ekki nógu margir aldraðir í brýnni þörf fyrir slíkan búsetukost svo að hægt væri að reka heimilið með hagnaði. Reka hjúkrunarheimili með hagnaði! Á öllu ætla menn sér að græða. Við ætlum okkur að reisa hér hjúkrunarheimili, auðvitað reynum við að gera það á eins hagkvæman hátt og hægt er en við setjum það alls ekki sem skilyrði að heimilið verði arðbært, gróði á ekki að vera ein af frumforsendum fyrir þjónustu við íbúana.

Við ætlum líka að gera vel við unga fólkið okkar. Það þarf að styðja við tómstundaiðkun þess þannig að öll börn geti alist upp við að eiga innihaldsríkar tómstundir óháð efnahag foreldra. Þetta ætlum við að gera með því að niðurgreiða æfingagjöld barna og unglinga hjá íþróttafélögum og hafa frítt í sund og á skíði fyrir ákveðinn aldur. En tómstundir eru ekki bara íþróttir það þarf að skoða með hvaða hætti er hægt að styðja við þá sem leggja stund á aðra þætti í frístundum sínum.

Í listinn hefur mörg fleiri mikilvæg málefni sem tengjast þjónustu við íbúana á stefnuskrá sinni. Við verðum til dæmis að gera miklu betur í þjónustu við fólk sem hingað flyst frá öðrum löndum. Það verður að finna sig sem fullgilda þátttakendur í samfélaginu. Þannig náum við að nýta þann mannauð sem felst í dugandi fólki sem rífur sig upp og fer í atvinnuleit í menningarheim sem er því ókunnugur. Í-listinn leggur megináherslu á að laga þjónustuna að þörfum íbúanna en ekki að þeir fái aðeins sinnt þeim þörfum henta skipulaginu hverju sinni.

Kjörorð okkar er Í listinn í þína þágu. Í þágu okkar allra.

Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann á Ísafirði.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli