Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 21.12.2001 | 11:03Fiskur og fullveldi

Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestfirðinga.
Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestfirðinga.
Þegar umræður um aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði stóðu sem hæst fyrir tæpum áratug, voru skoðanir mjög skiptar um hversu mikið fullveldisafsal fælist í samningnum. Einn helsti ásteytingarsteinninn var einmitt sá, hvort við værum að afsala okkur svo miklu fullveldi, að það gengi í berhögg við stjórnarskrá okkar. Fyrir lágu a.m.k. tvö sérfræðiálit, þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu. Það var álit meirihluta Alþingis að aðild okkar að EES væri samrýmanleg stjórnarskránni og því var samningurinn staðfestur.
Um það voru allir sammála

Frá þeim tíma a.m.k. minnist ég þess ekki að nokkur hafi véfengt, að aðild okkar að Evrópusambandinu væri á hinn bóginn slíkt fullveldisafsal, að ósamrýmanlegt væri stjórnarskránni. Aðildina að Evrópusambandinu þyrfti því að bera undir þjóðina og breyta stjórnarskránni.

Þess vegna skýtur það óneitanlega nokkuð skökku við, þegar nú er skyndilega reynt að halda því fram að aðild að Evrópusambandinu væri, auk annars, leið til aukinna áhrifa og öflugra fullveldis. Hér virðist manni þess vegna málum gjörsamlega snúið á hvolf og ekkert gert með það sem menn voru svo sammála um í hinni harðskeyttu EES umræðu.

Varanleg undanþága er ekki til

Tökum dæmi sem stendur okkur nærri.

Eins og öllum er kunnugt er ekkert það fyrirbæri til sem heitir varanleg undanþága í Evrópusambandinu. Síst myndi það gerast varðandi stórmál eins og sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. Íslendingar gætu trúlega samið um aðlögunartíma, en yrðu fyrr eða síðar að sætta sig við fiskveiðistefnu bandalagsins. Þar gildir fyrirbæri sem kallast í daglegu tali hlutfallslegur stöðugleiki og felur í sér viðurkenningu á sögulegum veiðirétti. Samkvæmt honum telja ýmsir að veiðirétturinn yrði að miklu leyti a.m.k. til skamms tíma í íslenskum höndum. Það er þó umdeilt. Önnur ákvæði ESB reglna myndu á hinn bóginn gera það að verkum að sjávarútvegur okkar gæti allt eins lent í höndum útlendinga.

Klárt fullveldisafsal

Nú er það vitað mál að hugmyndafræði hins hlutfallslega stöðugleika er umdeild í hæsta máta innan ESB. Stórar fiskveiðiþjóðir á borð við Spánverja vilja hana feiga og telja að þjóðirnar eigi að fá rétt til fiskveiða í lögsögu hverrar annarrar. Færa þeir fyrir því ýmis rök í anda Evrópusamrunans. Því er líka haldið fram að kennisetningin um hlutfallslegan stöðugleika stangist á við Evrópusambandshugmyndina sjálfa.

Yrði þessum reglum breytt og hlutfallslegi stöðugleikinn aflagður, yrðu allar aðildarþjóðir að hlíta því; Íslendingar jafnt og aðrir. Með aðild okkar að Evrópusambandinu værum við því klárlega búin að afsala okkur öllum rétti til stjórnunar á eigin málum. Slíkt væri því fullveldisafsal langt umfram það sem við hefðum nokkru sinni gengist undir. Það að halda því fram að Evrópusambandsaðildin feli í sér frekari rétt okkar sem fullvalda þjóðar er því í besta lagi rökleysa og stenst ekki nokkra skoðun.

Rökleysan mikla

Þegar ég benti á þetta í umræðu á Alþingi á dögunum sagði formaður Samfylkingarinnar að sú staða sem ég lýsti með þessu móti fæli í sér að við værum að glata yfirráðum yfir auðlindinni og við slíkar aðstæður væri ekki hægt að mæla með inngöngu í ESB. Þetta eru mikil tíðindi og þýða í rauninni í sér að forsenda aðildarumsóknar af hálfu Samfylkingarinnar væri varanleg trygging fyrir því sem menn hafa kallað hlutfallslegur stöðugleiki. Hvert mannsbarn veit auðvitað að slíkt er ófáanlegt. Það er ekkert til sem heitir varanleg trygging fyrir óbreyttri stefnu innan Evrópusambandsins, síst í þessu máli í ljósi aðstæðna. Meginforsenda Evrópusambandstrúboðsins er því um sjálfa sig fallin.

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli