Frétt

bb.is | 17.05.2006 | 09:57Sjómannslíf, sjómannslíf...

Ráðstefnan fer fram í Háskólasetrinu.
Ráðstefnan fer fram í Háskólasetrinu.

Ráðstefna sjávarútvegsráðuneytisins, Draumur hins djarfa manns, verður eins og kunnugt er haldin næstkomandi laugardag. Ráðstefnuna átti upphaflega að halda í apríl en þegar ekki var flogið þurfti að blása hana af á síðustu stundu. Að sögn Huldu Lilliendahl hjá sjávarútvegsráðuneytinu höfðu margir boðað komu sína á ráðstefnuna í það sinnið og standa vonir til þess að að minnsta kosti sami fjöldi skrái sig til leiks nú, en skráning fer fram í sjávarútvegsráðuneytinu í síma 545 8300 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hulda@hafro.is og er aðgangur ókeypis. Mikið verður um dýrðir á hátíðinni sem er með alþýðlegu sniði og má meðal annars nefna að ísfirski rithöfundurinn Rúnar Helgi Vignisson mun flytja erindi undir heitinu „Af ósýnilegum mönnum – Sjómaðurinn í íslenskum skáldskap“ og fréttamaðurinn kunni Ásgeir Tómasson mun taka fyrir sjómennsku í dægurlögum. Þá flytur Unnur Dís Skaptadóttir, mannfræðingur, erindi með því skemmtilega nafni „Af ánægju út að eyrum, hver einasta kerling hló“ sem fjallar um hugmyndir um sjómannskonur og hugmyndir sjómannskvenna. Er þá aðeins fátt eitt nefnt af fyrirlestrarefnum.

Heiti ráðstefnunnar er, eins og glöggir lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir, komið úr lagi Oddgeirs Kristjánssonar, Ship-ohoj, þar sem segir meðal annars: „Sjómannslíf, sjómannslíf/ draumur hins djarfa manns/ blikandi bárufans/ býður í trylltan dans.“

Þegar rætt var við Einar K. Guðfinnsson, hinn bolvíska sjávarútvegsráðherra Íslands, fyrir skemmstu sagði hann viðtökurnar hafa verið gríðargóðar þegar sóst var eftir fyrirlestrum. „Fólki þótti viðfangsefnið áhugavert og nálgunin, og svo ekki síst fannst mönnum viðeigandi að þessi ráðstefna yrði haldin á Ísafirði þó ekki væri nema bara vegna þess að þar gerðist merkilegasti hlutur í íslenskri atvinnusögu fyrr eða síðar þegar vél var sett í bát í fyrsta skipti. Það breytti þessu þjóðfélagi úr fátæktarsamfélagi í velmegunarþjóðfélag.“ Þá lagði Einar ríka áherslu á að ráðstefnan væri opin og við allra hæfi.

Ráðstefnan, sem fer fram í Háskólasetrinu, hefst klukkan ellefu um morguninn og stendur fram til þrjú þegar boðið verður til móttöku í boði ráðuneytisins í Sjóminjasafninu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að þriðja og síðasta bindi Sögu sjávarútvegs er komið út, en árið 1995 fól sjávarútvegsráðherra Jóni Þ. Þór sagnfræðingi að skrifa um þátt Íslendinga í fiskveiðum í Norður-Atlantshafi og sögu sjávarútvegs á landinu. Um er að ræða ítarlegt ritverk í þremur bindum þar sem fjallað er um flesta þætti í sögu sjávarútvegs og nær það frá upphafi og fram undir lok 20. aldar.

Óhætt er að hvetja þá sem áhuga hafa á að sitja ráðstefnuna til að skrá sig sem fyrst, og þá rétt að geta þess að þeir sem skráðu sig til leiks í fyrri tilraunina ættu að skrá sig aftur. Eins og áður segir fer skráning fram í sjávarútvegsráðuneytinu í síma 545 8300 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hulda@hafro.is og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:

11.00 Setning.
Sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson
11.15 Ritun sögu sjávarútvegs.
Jón Þ. Þór sagnfræðingur
11.30 Af ósýnilegum mönnum – Sjómaðurinn í íslenskum skáldskap.
Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur
12.00 Togaramál – Um málfar og tungutak sjómanna.
Ólafur Bjarni Halldórsson
12.30 Léttur hádegisverður í boði sjávarútvegsráðherra
13.15 „Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló“
Hugmyndir um sjómannskonur og hugmyndir sjómannskvenna.
Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur
13.45 Sjómenn og hjátrú.
Hlíf Gylfadóttir mannfræðingur
14.15 Fley og fagrar árar – Sjómenn og sjómennska í dægurlögum.
Ásgeir Tómasson fréttamaður
14.45 Ráðstefnuslit

15.00 Móttaka í boði sjávarútvegsráðherra í Sjóminjasafninu.
Ráðstefnustjóri verður Jón Páll Halldórsson.
Villi Valli og Magnús Reynir spila sjómannalög fyrir ráðstefnugesti.

eirikur@bb.isbb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli