Frétt

Stakkur 20. tbl. 2006 | 17.05.2006 | 09:48Í bakið?

Nær væri að fyrirsögnin segði Í listinn sigurstranglegur og Framsóknarflokkurinn kemur í bakið á Sjálfstæðisflokknum. Eins gæti fyrirsögnin átt við það að Reykvíkingar komi í bakið á samlöndum sínum á landsbyggðinni. Erum við Vestfirðingar kannski ekki samlandar Reykvíkinga? Ber enginn orðið skyldur af siðferðistoga þegar kemur að stjórn þessa lands? Skoðanakönnun Fréttablaðsins staðfestir stórsókn Í listans í Ísafjarðarbæ. Í raun er óþarft að taka slíkt fram. Aðeins einn Í listi er í framboði á Íslandi. Sé litið á hitt umræðuefnið, sem er flugvöllur í Reykjavík, mætti velta því fyrir sér hvort ekki sé brýnt að einhvers konar Íslandslisti verði í framboði við næstu kosningar til Alþingis.

Æði oft örlar á því að tvær þjóðir búi í landi því er Ísland nefnist og verður sífellt frægara í Evrópu vegna stórsóknar auðmanna í eignir annarra þjóða fólks og hlutafélaga. Það er gott með. En landið er stórt og þjóðin er lítil. Ingólfur Arnarson valdi Reykjavík að sögn, til búsetu. Löngu síðar fóru danskir kaupmenn og embættismenn konungs að dæmi hans og settu þar niður verslun og miðstöð stjórnsýslu. Íslendingar sjálfir töldu Reykjavík 1845 hæfa betur endurreistu Alþingi en Þingvelli sem höfðu verið samastaður æðsta valds lýðs og lands frá 874. Þar kom Alþingi saman í síðasta sinn 1798, séu frátalin seinni tíma hátíðarþing, og var formlega lagt af árið1800 með stofnun landsyfirdóms í Reykjavík.

Vegur Reykjavíkur sem miðstöðvar stjórnsýslu, verslunar, menntunar, menningar og annarrar forystu í málefnum þess lýðs er byggir Ísland hefur vaxið stöðugt síðan. Ekki tókst Jónasi Jónssyni frá Hriflu að hafa þar nein umtalsverð áhrif á þótt hann berðist mjög fyrir vexti og viðgangi sveita landsins í ríkisstjórnartíð sinni 1927 til 1932. Flokkur hans kenndur við Framsókn valdi sér fljótlega Reykjavík að höfuðsetri, þótt lengi hafi litið svo út að á Akureyri styddi flokkurinn við landsbyggðina. Svo er komið í skoðanakönnunum, að þar fær Framsóknarflokkurinn aðeins einn bæjarfulltrúa. Nóg um það. Í Reykjavík hefur valdið safnast saman og margir sem þar búa þekkja lítið til lífs annars staðar, nema reyndar í útlöndum.

Hvers eigum við þá að gjalda sem þurfum að sækja margt til Reykjavíkur? Útlit er fyrir samstöðu annarra en Frjálslynda flokksins um að koma flugvelli allra landsmanna úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Forystumaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík hefur þó dregið í land og ekki birtir ,,nýflokkurinn” exbé lengur kvikmyndir af flugvelli á Lönguskerjum í auglýsingatímum sjónvarpsstöðvanna. Framsóknarflokkur er reyndar ekki nefndur á nafn í kosningabaráttunni í Reykjavík. Hafa aðstandendur Í listans mótað sameiginlega stefnu um framtíð flugvallar í Reykjavík? Verðum við að fá hana í bakið líkt og þegar oddviti X B í miðri kosningabaráttu vill ekki lengur pólitískan bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar?

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli