Frétt

Níels R. Björnsson | 17.05.2006 | 08:50Bjartsýni

Níels R. Björnsson.
Níels R. Björnsson.
Þegar Hermann B. Þorsteinsson hjá Vestfirskum verktökum fór að reifa þá hugmynd fyrir nokkrum árum, að Ísafjarðarbær ætti að ráðast í skipulag á nýju íbúðarhverfi í Tungudal innan við Ljónið, þá fannst mörgum það dálítið fjarstæðukennt. Að ekki sé nú meira sagt. Nógu fráleitt þótti að nokkur heilvita maður færi að ráðast í nýbyggingu á Ísafirði, hvað þá að grundvöllur gæti verið fyrir heilu hverfi með tilheyrandi skipulagsvinnu og síðan gatnagerð og lögnum af öllu tagi. En Hermann fylgdi málinu eftir af þrautseigju og dugnaði, ásamt góðum og gildum rökstuðningi. Og bjartsýni.

Og svo fór, eins og Ísfirðingar þekkja manna best, að ráðist var í þetta mikla verkefni, sem á engan sinn líka í Ísafjarðarbæ um langt árabil. Lundahverfið er að rísa. Bæjaryfirvöld sáu, þegar málið var skoðað frá öllum hliðum, að þetta er góður kostur fyrir alla málsaðila: Fyrir fólkið sem byggir, fyrir bæinn sjálfan og fyrir atvinnulífið í bæjarfélaginu.

Úrtöluraddirnar eru þagnaðar. Nú er svo komið, að öllum lóðum í nýja hverfinu hefur verið ráðstafað eða bíða ráðstöfunar til umsækjenda. Bjartsýni Hermanns Þorsteinssonar var á rökum reist. Bjartsýni, trúin á sjálfan sig, trúin á framtíðina, er eitt helsta aflið sem hvetur fólk áfram og getur af sér framtakssemi. Í þessu efni skiptir trúin á framtíð bæjarfélagsins öllu máli. Enginn vill reisa sér nýtt hús í bæjarfélagi þar sem ekki ríkir bjartsýni á framtíðina.

Ekki þarf að tíunda hér, að landsbyggðin hefur átt undir högg að sækja í langan tíma. Óvíða fyrir utan suðvesturhorn landsins eru um þessar mundir byggð íbúðarhús svo að einhverju nemi, að undanskildum byggingaframkvæmdum sem eru til komnar vegna nýrrar stóriðju á Reyðarfirði. Þess vegna er þeim mun ánægjulegra að sjá Lundahverfið nýja á Ísafirði rísa, án þess að nokkur stóriðja eða yfirleitt neinar sérstakar stórframkvæmdir standi þar að baki.

Þessu ræður einfaldlega bjartsýni á framtíð bæjarfélagsins okkar.

Nú líður að bæjarstjórnarkosningum. Þá kemur í ljós hvort meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fær áfram umboð til þess að stjórna Ísafjarðarbæ. Hvort hér verður áfram stjórnað af ábyrgð og festu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það gildir bæði um meirihlutann í bæjarstjórn og trúna á framtíð bæjarfélagsins okkar. Ef bjartsýnin tapast verður flest annað miklu minna virði. Jafnvel einskis virði.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram í forystu í Ísafjarðarbæ, þá er næsta skref að undirbúa annað íbúðahverfi í Tungudal. Slíkur undirbúningur tekur alltaf talsverðan tíma. Við verðum að byrja strax eftir kosningar.

Trúin og bjartsýnin flytja fjöll. Og geta af sér heilu íbúðarhverfin, eins og Lundahverfið á Ísafirði er til vitnis um. Íbúar Ísafjarðarbæjar verða að tryggja það í komandi kosningum, að bjartsýnin megi áfram ríkja hér á næsta kjörtímabili.

Níels R. Björnsson. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli