Frétt

Kristinn Hermannsson | 16.05.2006 | 09:26Framtíðin er núna!

Kristinn Hermannsson.
Kristinn Hermannsson.
Kosningabarátta er góður vettvangur til að horfa um öxl og meta hvernig til hefur tekist. Þannig er vert að spyrja, erum við betur eða verr sett núna en fyrir fjórum árum? Væntanlega vega flestir reynsluna hingað til og framtíðarsýn framboðanna þegar gengið er inn í kjörklefann, en sjaldan hefur það verið mikilvægara en nú að ný bæjarstjórn lendi á fótunum hlaupandi og fari beint að vinna í framtíð bæjarins. Það er fullt að gerast í bænum og ef bæjarstjórnin hagar ekki vinnunni í samræmi við það er hætt við að sú uppgangshreyfing sem nú er í gangi endi utan vega.

Vítahringur neikvæðra væntinga rofinn

Fólksfjölgun skapar störf líkt og fólksfækkun eyðir störfum. Hvert okkar kallar á vissa þjónustu og þess vegna má segja að hver sá sem flytur í bæinn taki með sér hluta úr starfi í formi eftirspurnar og sama gildir um þá sem flytja á brott. Þetta undirstrikar vel vandann, eða sóknarfærið, sem við er að eiga því breytingar á íbúafjölda hafa í för með sér keðjuverkandi áhrif. Til viðbótar er svo þáttur væntinga þar sem skortur á tiltrú dregur úr fjárfestingu, sem hefur neikvæð áhrif á atvinnulífið, þar með fækkar störfum, fólk flytur í burtu og vítahringur festist í sessi.

Frá árinu 2001 hefur íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar haldist nokkuð stöðugur í kringum 4.100 manns eftir hraða fólksfækkun áranna á undan. Enn er samt fækkunarferlið í gangi þó mun hægar sé en áður.

Sterk teikn eru þó á lofti um að tekist hafi að eyða þeim neikvæðu væntingum sem hömluðu bæði einkafjárfestingu og fjárfestingu opinberra aðila á svæðinu. Sést þetta á nýbyggingu íbúðarhúsnæðis og nýjum opinberum störfum. Þannig hefur vítahringurinn verið rofinn og fyrirsjáanlegt að tímabil vaxtar sé framundan.

Vöxtur festur í sessi

Ísafjarðarbær þarf því að takast á við allt önnur úrlausnarefni en áður. Nú er höfuðatriði að trúverðugleiki væntinga um vöxt sé undirbyggður með ráðstöfunum sem gera sveitarfélaginu kleift að taka við fleira fólki og nýjum verkefnum, jafnt úr einkageiranum sem opinbera geiranum. Nýtt skipulag á Suðurtanga er gott dæmi um þetta. Þar eru lögð drög að vaxtarrými fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir. En hvað svo? Næsta bæjarstjórn þarf að svara því hversu miklum vexti verður hægt að anna og hvernig. Hvar er byggingarland? Hvernig verður þjónustuframboð aukið? Verða lagðar grænar áherslur með þéttri byggð og hjólastígum eða verða einbýlishús með tvöföldum bílskúr málið?

Í þessi úrlausnarefni þarf að ráðast svo ráðagerðirnar séu trúverðugar, svo takist að laða að fólk og verkefni. Þeir sem ætla að hanga í baksýnisspeglinum eða bíða og sjá breyta engu. Hér gildir að hika er sama og tapa.

Betri spil á hendi

Staðreyndin er sú að við erum mikið betur sett en fyrir fjórum árum. Bæði hefur náðst góður áþreifanlegur árangur og, það sem er ekki síður mikilvægt, við höfum mikið betri spil á hendi. Það setur enginn pening í vonlaust dæmi og þess vegna skiptir höfuðmáli hvernig Ísafjarðarbær hefur sannað á síðustu árum að hann er þvert á móti þess virði að fjárfesta í. Þannig fallast sífellt fleiri á það sjónarmið, að það sé ekki einungis réttlætismál heldur gott mál að byggja svæðið upp. Að sama skapi vitum við af þeim sem fylgjast hljóðir með og bíða eftir að hreyfingin renni út í sandinn.

Endurhæft samfélag

Hver einasti bæjarbúi á skilið að veita sér klapp á bakið fyrir þá samfélagslegu endurhæfingu sem hefur átt sér stað, frá verksmiðjumóral yfir í frumkvöðlaanda, þar sem fólk fjárfestir í eigin framtíð í gegnum nám, atvinnurekstur og húsbyggingar.

Hér hefur margt lagst á eitt en telja má víst að þróunin hefði verið á annan veg hefði ekki verið samhentur bæjarstjórnarmeirihluti við völd sem gat valdið leiðtogahlutverkinu. Að minnsta kosti á Ísafirði er saga bæjarstjórnarinnar undirlögð smákóngaati og vonandi er góð reynsla síðustu ára sönnun þess að við séum varanlega risin upp úr því fari.

Við vitum hvað við höfum og sú reynsla er góð. D-listinn undir forystu Halldórs Halldórssonar hefur komið hreyfingu á hlutina undir erfiðum kringumstæðum. Framtíðin er björt og við þurfum fólk til forystu sem sættir sig við það!

– Kristinn Hermannsson.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli