Frétt

Sigurður Pétursson | 10.05.2006 | 13:01Forysta, frumkvæði og framtak

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Ísafjarðarbær er langfjölmennasta sveitarfélag á Vestfjörðum og stendur þarafleiðandi í fylkingarbrjósti þegar kemur að því að verja hagsmuni héraðsins og íbúa þess. Síðasta áratug hefur því miður ríkt stöðnun og afturför í málefnum fjórðungsins. Kvótakerfi í sjávarútvegi hefur sífellt verið þrengt og öllum gluggum skellt aftur sem gáfu möguleika til aukinna veiða. Byggðin hefur látið undan, fiskaflinn minnkað og íbúum fækkað. Flokkarnir sem stýrt hafa landinu hafa látið sér fátt um finnast. Þegar gagnrýnin hefur orðið of hávær, hafa þeir dreift nokkrum molum í formi byggðakvóta til sjávarbyggðanna, einsog þegar stríðsherrar Rómaborgar dreifðu silfurpeningum á torgum og létu öreigalýðinn berjast innbyrðis um smáaurana.

Hvað er þá til ráða? Vestfirðingar verða að taka málin í eigin hendur. Það mun enginn annar koma og bjarga okkur, hvorki ráðherrar né ríkisstjórn, auðmenn eða verðbréfamiðlarar. En ef við stöndum upp og setjum fram raunhæfar og sanngjarnar kröfur eru meiri líkur til þess að ráðamenn muni hlusta á okkur og ef við fylgjum þeim eftir af krafti og sannfæringu eru meiri líkur á því að loforð verði efnd. Og þegar stjórnvöld hafa staðið við fyrirheit um samgöngur og vaxtasamninga, eru meiri líkur á að fjárfestar sjái kosti þess að byggja upp atvinnu hér með kraftmiklu dugandi heimafólki.

Nóg af loforðum, við viljum efndir!

Nei, það er komið nóg af innihaldslausum uppákomum með ráðherrum og sérfræðingaliði, hátíðlegum viljaundirskriftum um sjálfsagða hluti og kampavínsskálaræðum það sem einn flokksmaður mærir annan og menn mæla sólskinið hver af öðrum. Það þarf athafnir í stað orða. Efndir í stað uppgerðar. Stefnufestu í stað stöðnunar.

Tökum dæmi um linkind og undanlátssemi ráðandi afla í Ísafjarðarbæ gagnvart ráðherravaldinu og Stóra bróður. Samgöngur eru lífæð atvinnulífs og mannlífs hér, einsog annars staðar. Þegar Djúpbáturinn var lagður af, fyrir allmörgum árum, var því lofað að heilsársvegur um Djúpið yrði kominn eftir örfá ár. Framkvæmdum hefur sífellt verið frestað, nú síðast vegna ofþenslu austur á fjörðum! Og ekki bólar enn á þverun Mjóafjarðar. En ekki kvarta gott fólk, þá verða ráðamenn bara reiðir. Verið góð og þæg, þá kemur þetta allt; bráðum, seinna. Og ekki hefur heyrst um göng frá Dýrafirði til Arnarfjarðar enn. Það var eitt af loforðum flokkanna fyrir fjórum árum og aftur fyrir þremur árum. Hvar er það mál á vegi statt? Og svo var okkur og Bolvíkingum boðið upp á að leggja göng einn þriðja af Óshlíðinni. Einn þriðja af leiðinni! Hefur nokkrum verið boðið slíkt fyrr?

Allir viðurkenna að samgöngur séu lífsspursmál fyrir framþróun á svæðinu. Hér þarf því að leggjast á árar og hvika hvergi frá kröfum um úrbætur. Við getum ekki beðið lengur. Ef Ísafjarðarbær á að standa undir nafni sem höfuðstaður Vestfjarða verður hann að vera í góðum tengslum við önnur byggðarlög allan ársins hring.

Annað dæmi um undanlátssemi forystumanna bæjarins er í háskólamálum. Hugmyndir um uppbyggingu háskóla á Vestfjörðum eiga góðan hljómgrunn bæði meðal Vestfirðinga og annarra. En ekki innan ríkisstjórnarinnar, þar sem neitunarvaldi var beitt gegn hugmyndinni. Í stað markvissrar uppbyggingar háskólastarfsemi sættu forystumenn bæjarins sig við það sem af borðum ráðherranna flaut. Niðurstaðan varð háskólasetur, sem sett var undir forræði háskólanna sem fyrir eru í landinu og þjónar fyrst og fremst fjarnemum sem stunda nám við þá skóla. Hluti af starfsemi Fræðslumiðstöðvar var tekinn og færður til undir nýja stofnun með nýju heiti. Skálaræður, undirskriftir og veislur haldnar. Nýjar umbúðir, en hvað með innihaldið? Og fyrir kosningar er barið sér á brjóst. Sjáið, þetta gerðum við!

Athafnir í stað (stór)iðjuleysis

Það þarf raunhæfar útbætur í atvinnumálum byggðarlagsins. Úrbætur sem skila nýjum atvinnutækifærum, nýjum störfum og auknum tekjum. Mörg fyrirtæki hér í bæ eru rekin af miklum myndarskap og framsýni. Við tökum eftir uppbyggingu í sjávarútvegi á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, stórrekstri HG í togaraútgerð og fiskeldi, framgangi tæknifyrirtækja með 3X-stál í fararbroddi. Fleiri fyrirtæki, smá og stór, veita atvinnu, þjónustu og tekjum inn í bæjarfélagið. Þetta eru allt máttarstoðir í samfélaginu og við óskum þess að starfsemi þeirra fái að dafna áfram. En við viljum meira. Fleiri fyirtæki, fleiri tækifæri, fleira fólk.

Matvælaframleiðsla hefur verið okkar lifibrauð og verður áfram að meginstofni. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa brauðfætt Vestfirðinga og munu vonandi gera það áfram. Iðnaður og þjónusta hafa þróast af grunnatvinnuvegum. Í nútímaþjóðfélagi þarf þetta að fylgjast að. Það er ekki nóg að lýsa yfir „stóriðjuleysi“, ef ekki fylgir annað með. Iðjuleysi sveitarfélagsins er ávísun á stöðnun. Virk atvinnustefna felur í sér að skapa aðstæður fyrir nýsköpun, að laða að fyrirtæki, leiða saman fólk og fjármagn og hlúa að nýtilegum hugmyndum. Raunhæfar úrbætur í atvinnumálum eru:

- Að koma á fót atvinnugörðum fyrir nýsköpunarfyrirtæki, þar sem aðstaða væri sköpuð fyrir sameiginlega þætti til að byggja upp ný atvinnurækifæri.
- Að stofna sjálfstæðan Háskóla Vestfjarða. Að efla rannsóknir í undirstöðugreinum Vestfjarða, sjávarútvegi, fiskeldi og veiðarfæragerð og tengja það raunhæfum þróunarverkefnum.
- Að efla Ísafjarðarbæ sem miðstöð umhverfisrannsókna á norðurslóð.
- Að byggja upp samband við Austur-Grænland, næstu nágranna okkar, á sviði þjónustu, verslunar og samgangna.
- Að tengja sögu, menningu og náttúrufar Vestfjarða fræðasetrum og feðamennsku.
- Og síðast en ekki síst, að efla sjávarútveg með því að nýta byggðakvóta til að styrkja fiskvinnslu og stuðla að nýliðun í útgerð með því að leysa athafnafrelsi og dugnað úr fjötrum óréttláts kvótakerfis og forræðishyggju.

Ýtum úr vör

Hræðsla við afskipti opinberra aðila eða trúarsetningar hægrisinnaðra stjórnmálamanna um afskipta- og aðgerðaleysi mega ekki draga úr okkur allan kjark. Það hefur sannast, bæði hér á landi og í öðrum löndum, þar sem tekist hefur að snúa vörn í sókn í byggðamálum, að nauðsynlegt er að opinberir aðilar taki höndum saman með einstaklingum og samtökum þeirra. Oftast þarf sameiginlegt átak til að velta stórum steinum.

Uppbygging og nýsköpun í atvinnumálum með aðstoð sveitarfélagsins verður að vera fyrir opnum tjöldum. Reglur ljósar og vinnulag gegnsætt. Almennar reglur, sem allir eru jafnir fyrir. Það á að vera liðin tíð að stjórnmálamenn vegi og meti fólk eftir skoðunum, úthluti eftir geðþótta eða taki ákvarðanir bak við luktar dyr, framhjá kjörnum fulltrúum og lýðræðisreglum. Slík vinnubrögð eiga ekki að líðast.

Ísafjarðarbær gegnir mikilvægu hlutverki sem forystuafl Vestfjarða. Þess vegna ber forystu sveitarfélagsins skylda til að sækja fram. Bæði með því að einbeita sér að úrbótum gagnvart ríkisvaldinu, en jafnframt með því að beita afli byggðalagsins til að stuðla að atvinnusköpun. Fjármagn sem lagt er í atvinnumál skilar sér margfalt til baka þegar ný störf verða til. Markmiðið er að laða að fyrirtæki og fjármagn sem vilja nýta sér stöðugt vinnuafl, góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk, ríkulegt menningarlíf og nálægð við sterka náttúru, til að koma á nýjum atvinnumöguleikum.

Breytum til

Með sameiginlegu átaki, áræði og dugandi forystu, getur Ísafjarðarbær stuðlað að fjölgun starfa og snúið vörn í sókn. Til þess að svo megi verða, þarf að verða breyting á forystu bæjarfélagsins. Í – listinn, hópur fólks sem aðhyllist frjálslyndi og félagshyggju býður fram krafta sína til að vinna að umbótum og endurnýjun í bæjarfélaginu á öllum sviðum. Höfnum stöðnun og úrræðaleysi.

Kjósum Í-listann - í þína þágu.

Sigurður Pétursson.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli