Frétt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 04.05.2006 | 15:01Kosningar og kosningaloforð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Það var að detta inn um lúguna hjá mér blað með kosningaloforðum Sjálfstæðismanna. Fallegt og gott fólk. Það er alveg hárrétt. Svo sneri ég blaðinu við og þar stóð allt sem þau ætla að gera fyrir okkur. Mig langar til að ræða svolítið um það. En ég vil byrja á að spyrja, eru þau ekki búin að vera hér við völd í átta ár núna í vor?

Umhverfi

Mér lýst vel á að viðhalda stóriðjulausum Vestfjörðum, enda góð stefna, og engin hætta svo sem á að stóriðjuaðilar eins og álver sækist eftir að koma hingað. Enda er stóriðja í ferðaþjónustu miklu heppilegri kostur.

Fjölga byggingarlóðum

Jú mjög gott. En hvaðan ætlum við að fá allt fólkið í íbúðirnar, það eru nú þegar allmargar íbúðir að koma á markaðinn.

Fjölga göngustígum og stórbæta alla aðstöðu til útivistar

Jamm gott mál, ég er ánægð með það. En eftir því sem ég best veit, þá er í farvatninu hjá stjórnvöldum að taka burtu þann blómagarð sem mest hefur verið nýttur einmitt af fólkinu í bænum, til að sitja og njóta góðs veðurs og borða nestið sitt og slíkt. Hann á að taka undir byggingu skóla. Einnig er það svolítið skrýtið að um leið og talað er um að stórbæta aðstöðu til útivistar er verið að segja upp garðyrkjustjóranum. Sem er einn af fáum garðyrkjumenntuðum manneskjum á svæðinu.

Atvinnulíf

Styðja við fyrirtæki í nýsköpun? Það er örugglega ný stefna, og ber að fagna.

Að byggja þekkingar- og rannsóknarbæ. Gott mál, en hefði þá ekki verið nær að heimta Háskóla en ekki háskólasetur sem svo sem er spor í rétta átt, en ekki nógu stórt.

Að ná til okkar fleiri opinberum störfum. Ekki vanþörf á segi ég. En höfum við verið nógu dugleg við að mótmæla eyðibyggðastefnu stjórnvalda undanfarin átta ár ?

Fjölskylda

Grunnskólinn? Jamm en ég veit ekki betur en það hafi verið reynt að fækka þar starfsfólki. Með mikilli óánægjuöldu. Og hafa ekki leikskólagjöld verið að hækka ?

Búsetuval eldri borgara? Hvar er nýja hjúkrunarheimilið?

Þetta eru nú bara svona nokkrir punktar sem ég rak augun í. Og datt svona í hug hvort það sé Framsóknarflokkurinn sem hefur hamlað þessum góðu áformum hingað til.

Það styttist í kosningar og menn eru farnir að hugsa sinn gang. Við í Frjálslyndaflokknum ákváðum að ganga til liðs við Samfylkingu og Vinstri Græna. Það var mikið gæfuspor, því þar hefur náðst saman góður og samstæður hópur sem gaman er að vinna með. Fólk með breiðan bakgrunn og er ákveðið í að vinna vel að framþróun í bænum.

Það er komin tími á breytingar, framfarir og fjölbreytni í stað stöðnunar.

Ég segi eins og Guðrún Anna, kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir á framboðslista Í-listans.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli