Frétt

bb.is | 28.04.2006 | 15:15„Holdgervingur gestrisni og alúðar“

Birna Lárusdóttir og Ruth Tryggvason við athöfnina í gær.
Birna Lárusdóttir og Ruth Tryggvason við athöfnina í gær.
Eins og kunnugt er var Ruth Tryggvason útnefnd heiðursborgari Ísafjarðarbæjar við hátíðlega athöfn í gær. Á fimmta hundrað manns var samankominn á þessum 200. fundi bæjarstjórnar þar sem aðeins eitt mál var á dagskrá, útnefning Ruthar. Bæjarfulltrúar greiddu atkvæði um útnefninguna og hún var að sjálfsögðu samþykkt með öllum atkvæðum. Þá flutti Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, eftirfarandi tölu um nýskipaðan heiðursborgara:

„Í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ lifa og starfa fjölmargir einstaklingar sem hver á sinn hátt hafa jafnan skarað fram úr, ýmist í leik eða starfi. Þetta eru máttarstólpar samfélagsins - fólk sem leggur sitt af mörkum til að tryggja velferð okkar sem hér búum og stuðlar að vellíðan þeirra sem sækja okkur heim.

Einn slíkur máttarstólpi er frú Ruth Tryggvason, kaupkona. Í hartnær sex áratugi hefur Ruth sett mark sitt á mannlífið á Ísafirði og í reynd verið holdgervingur gestrisni og alúðar. Hún hefur átt drjúgan þátt í að skapa fjölbreytta verslunarsögu Ísfirðinga á þessum tíma, og er þekktust af rekstri sínum á Gamla bakaríinu, auk þess sem hún hefur mikið látið til sín taka í margskonar félagsmálum. Má þar nefna dagvistarmál, skógrækt og golfíþróttina. Þess utan gegndi hún embætti ræðismanns Dana á Ísafirði í ríflega tuttugu ár.

Það hlýtur að hafa verið framandleg sjón fyrir unga, danska konu að sigla inn á Skutulsfjörðinn veturinn 1950 og berja framtíðarheimilið augum í fyrsta sinn. Ruth var þá aðeins 29 ára gömul, nýgift ungum Ísfirðingi, Aðalbirni Tryggvasyni. Þau höfðu kynnst í Kaupmannahöfn tæpum fjórum árum áður þar sem Aðalbjörn var við nám í verslunarskóla. Þau ákváðu að flytja til Íslands, gengu í hjónaband áður en Esjan lagði úr höfn í Reykjavík og sigldu áleiðis til Ísafjarðar. Faðir Aðalbjarnar, Tryggvi Jóakimsson, var þá eigandi að Gamla bakaríinu sem strax í þá daga bar nafn með rentu enda hafði það verið starfrækt allt frá árinu 1871.

Við komuna til Ísafjarðar hófu Ruth og Aðalbjörn fljótlega störf í Gamla bakaríinu en stunduð einnig önnur verslunarstörf. Þau ráku um skamma hríð verslun með varahluti fyrir bíla en stofnuðu síðan húsgagnaverslun sem rekin var um áratugaskeið, eða allt til ársins 1988. Þá verslun ráku þau samhliða bakaríinu en þau tóku við rekstri þess árið 1956 þegar Tryggvi bakari lést. Aðalbjörn féll frá árið 1970 en Ruth hélt rekstri Gamla bakarísins ótrauð áfram ásamt fjölskyldu sinni.

Börn þeirra Ruthar og Aðalbjarnar eru þrjú: Tryggvi sem er kvæntur Svövu Oddnýju Ásgeirsdóttur - þau eiga þrjú börn; Árni, sem er kvæntur Rósu Þorsteinsdóttur og eiga þau tvö börn og loks María Margrét sem er gift Pétri Birgissyni en þau eiga tvo drengi.

Ísafjarðarbær er ungt sveitarfélag og fagnar í sumar tíu ára afmæli sínu. Fyrir vikið hefur einungis einn maður borið nafnbótina heiðursborgari Ísafjarðarbæjar en það var Guðmundur Ingi Kristjánsson, bóndi og skáld, frá Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði, en hann lést árið 2002. Hann var útnefndur heiðursborgari Mosvallahrepps árið 1987 en hreppurinn sameinaðist síðar í Ísafjarðarbæ. Bæjarstjórnir í Ísafjarðarkaupstað hinum forna útnefndu heiðursborgara í þrígang. Var Jónas Tómasson þeirra fyrstur árið 1960, Ragnar H. Ragnar árið 1978 og loks Úlfur Gunnarsson árið 1984.

Vert er að geta þess að Ruth Tryggvason og Úlfur læknir áttu það sameiginlegt að vera bæði af dönskum ættum en móðir Úlfs var dönsk. Þeim var vel til vina og er haft eftir Úlfi að ef hann vissi ekki eitthvað um einhvern þá færi hann bara í Gamla bakaríið og spyrði Ruth.

Með virðingu og þakklæti hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar nú samþykkt að frú Ruth Tryggvason verði næsti heiðursborgari sveitarfélagsins. Með því móti viljum við um leið heiðra alla þá samborgara okkar sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins til að hér megi dafna gott mannlíf.

Hafðu þökk fyrir Ruth.“

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli