Frétt

bb.is | 26.04.2006 | 11:39Soffía leiðir Bæjarmálafélagið í Bolungarvík

Soffía Vagnsdóttir leiðir bæjarmálafélagið í komandi kosningum.
Soffía Vagnsdóttir leiðir bæjarmálafélagið í komandi kosningum.
Rúmlega 90 manns tóku þátt í skoðanakönnun Bæjarmálafélagins í Bolungarvík sem haldin var á sumardaginn fyrsta. Sá listi sem nú hefur verið birtur byggir á niðurstöðum könnunarinnar. Soffía Vagnsdóttir hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti og hefur því verið falið að leiða listann í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Á fundi Bæjarmálafélagsins í gærkvöldi var listinn lagður fram til kynningar og samþykktur af viðstöddum. Bæjarmálafélagið ætlar að fagna nýbirtum lista næstkomandi föstudagskvöld með skemmtidagskrá í Gula húsinu þar sem vinnufundir Bæjarmálafélagsins hafa farið fram. Þar verður Lárus Benediktsson m.a. með myndakynningu á gömlum húsum þar sem hann segir frá og rekur sögu þeirra. Þá verður einnig boðið upp á tónlistarflutning. Allir bæjarbúar eru velkomnir og eins og áður verður án efa rætt um bæjarmálin. Skemmtikvöldið hefst kl. 20:30.

Eftirtaldir skipa lista Bæjarmálafélagsins:

1. Soffía Vagnsdóttir 47 ára. Kvænt Roland Smelt og á fimm börn. Hún er Tónlistarkennari, bæjarfulltrúi, tónmenntakennari og háskólanemi.

2. Gunnar Hallsson 58 ára. Kvæntur Oddnýju Guðmundsdóttur og á þrjú uppkomin börn. Hann er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar. Járniðnaðarmaður en hefur lengst af starfað við verslun og þjónustu.

3. Jóhann Hannibalsson 51 árs. Kvæntur Guðrúnu Stellu Gissurardóttur og á þrjú börn. Hann er bóndi og snjóathuganamaður.

4. Auður Hanna Ragnarsdóttir 43 ára. Kvænt Reyni Ragnarssyni og á þrjú börn. Hún er verkakona og háskólanemi

5. Falur Þorkelsson 42 ára. Í sambúð með Kristrúnu Hermannsdóttur og á þrjú börn. Hann er sjómaður og heimavinnandi húsfaðir. Stúdent

6. Guðmundur Ó. Reynisson 33 ára. Í sambúð með Önnu Maríu Ágústsdóttur og á tvö börn. Hann starfar sem verkstjóri.

7. Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir 45 ára. Í sambúð með Katli Elíassyni og á fjögur börn. Hún er sjúkraliðanemi.

8. Guðlaug Bernódusdóttir 41 árs. Gift og á þrjú börn, tvær stjúpdætur og eitt barnabarn. Hún er húsmóðir og verkakona.

9. Lárus Benediktsson 57 ára. Kvæntur Hólmfríði Guðjónsdóttur og á tvær uppkomnar dætur. Hann er beitningarmaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur.

10. Maria Jolanta Kowalczyk 50 ára. Í sambúð með Zbigniew Jaremko. Hún er tónlistarkennari, magister í söng.

11. Gunnar Sigurðsson 52 ára. Kvæntur Hlédísi Hálfdánardóttur og á tvö börn og tvö barnabörn. Hann starfar hjá Marel.

12. Alda Sveinsdóttir 30 ára. Í sambúð með Birni Ingimar Sigurvaldasyni og á tvö börn. Hún er starfsmaður í ræstingum.

13. Hörður Snorrason 31 árs. Kvæntur Ewu Szuba. Hann er verkamaður hjá byggingaverktaka og nemi í smíðum.

14. Elías Ketilsson. Ekkjumaður og á sjö uppkomin börn. Sjómaður.

thelma@bb.is


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli