Frétt

Guðni Geir Jóhannesson | 24.04.2006 | 13:04Framsókn er kjölfestan í Ísafjarðarbæ

Guðni Geir Jóhannesson.
Guðni Geir Jóhannesson.
Núna þegar þessu kjörtímabili lýkur á ég að baki tveggja kjörtímabila eða samtals átta ára starf í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, allan tímann í meirihluta. Fyrra kjörtímabilið var ég eini fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn en í kosningunum fyrir fjórum árum náði flokkurinn tveimur bæjarfulltrúum. Ég leyfi mér að trúa því, að störf mín að málefnum Ísafjarðarbæjar og íbúa hans kjörtímabilið þar á undan hafi ekki spillt fyrir þeim góða árangri sem framboð okkar náði þá.

Auk þess að starfa í bæjarstjórn þessi átta ár hef ég einnig átt sæti í bæjarráði allan tímann. Formaður þess hef ég verið allt þetta kjörtímabil og helminginn af því síðasta, eða sex af síðustu átta árum. Hin tvö árin á liðnu kjörtímabili var ég forseti bæjarstjórnar. Síðustu átta árin hef ég átt sæti í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og verið formaður hennar síðustu fjögur árin.

Reynsla mín á vettvangi sveitarstjórnarmála síðustu tvö kjörtímabilin verður því að kallast mjög staðgóð. Allan þennan tíma hefur starfað hér í Ísafjarðarbæ ábyrgur og öflugur meirihluti sömu flokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samstarfið hefur verið í alla staði gott og hefur orðið bænum okkar til farsældar, eins og flestir sem fylgst hafa með málum ættu að þekkja.

Enn líður að kosningum. Enn verða verk okkar lögð í dóm kjósenda. Mjög mikilvægt er að íbúar Ísafjarðarbæjar hyggi vel að störfum bæjarstjórnar á liðnum árum og verji ekki atkvæðum sínum án ábyrgðar og umhugsunar. Tilraunastarfsemi í þeim efnum getur orðið dýrkeypt. Breytingar breytinganna vegna geta reynst afdrifaríkar. Greitt atkvæði verður ekki aftur tekið.

Allir vita að landsbyggðin stendur í stöðugri og erfiðri varnarbaráttu. Það gildir auðvitað líka um Ísafjarðarbæ og alla Vestfirði. Hér eru ekki á döfinni neinar stórvirkjanir eða stóriðja á borð við álver og munu ekki verða, enda eru hreinleiki vestfirskrar náttúru annars vegar og mannauður og menntun hins vegar einhverjar helstu auðlindir okkar á nýrri öld. Þessar auðlindir viljum við nýta okkur af skynsemi og framsýni. Á undanförnum árum höfum við unnið að virkjun þeirra með markvissum hætti. Þeirri uppbyggingu viljum við halda áfram.

Jafnframt verðum við að hyggja að iðnaði sem reyndar gæti vel kallast stóriðja á mælikvarða okkar litlu samfélaga hér fyrir vestan. Samkvæmt þeirri mælistiku eru bæði Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal stóriðja þeirra byggða, þótt ekki séu bræddir þar málmar.

Yfirleitt er ekki talið gæfulegt að skipta um hest í miðri á. Framsóknarfólkið sem starfað hefur að bæjarmálum Ísafjarðarbæjar á liðnum árum, hvort heldur er í bæjarstjórn og bæjarráði eða í fjölmörgum nefndum bæjarins, hefur sýnt að það er traustsins vert. Framsókn hefur mjög lengi verið kjölfestan á þeim vettvangi í Ísafjarðarbæ. Unnið er að mörgum viðfangsefnum sem brýnt er að fylgja vel eftir. Halda verður siglingunni áfram með öruggum búnaði. Í komandi kosningum er rétt að minnast þess, að illa getur farið ef kjölfestuna vantar.

Á næstunni mun ég í stuttum greinum, hvort heldur er á þessum vettvangi eða öðrum, fjalla nánar um verk meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á því kjörtímabili sem nú er senn á enda. Jafnframt mun ég líta til þeirra mála sem eru í deiglunni og bíða okkar á komandi kjörtímabili. Kjósendur í Ísafjarðarbæ bið ég að huga mjög vel að hvoru tveggja.

Ef þið gerið það, ágætu kjósendur, þá þurfum við sem stöndum að B-listanum engu að kvíða. Og vonandi ekki þið heldur.

– Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og oddviti B-lista við komandi bæjarstjórnarkosningar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli