Frétt

Soffía Vagnsdóttir | 19.04.2006 | 15:45Allir með!

Soffía Vagnsdóttir.
Soffía Vagnsdóttir.
Það styttist í bæjarstjórnarkosningar í Bolungarvík. Enn og aftur standa bæjarbúar frammi fyrir því að velja fólk til forystu í bæjarfélaginu sínu. Það er mikil ábyrgð og oft ekki öfundsverð að sitja í bæjarstjórn. Á tímum þar sem þrengt hefur að bæjarsjóði, fólkinu hefur fækkað, atvinnutækifæri hafa glatast og baráttan um opinbert fé hefur of lítinn árangur borið, má segja að það hafi hvorki verið til fjár né frama að taka að sér setu í bæjarstjórn. Það er auðveldara að halda um stjórnartaumana þegar vel árar. En samfélagsleg ábyrgð okkar allra kemur til sögunnar þegar framtíðarmöguleikar byggðarlagsins eru ræddir. Það er ekki eingöngu á herðum sjö manna bæjarstjórnar sem situr hverju sinni að skapa þá ímynd og þá umgjörð sem Bolvíkingar vilja sjá í sínu daglega lífi. Það er mikilvægt að sem flestir komi að verki, ekki síst þegar illa árar. En, það er bæjaryfirvalda að skapa tækifæri fyrir íbúa til að koma skoðunum sínum á framfæri, hvetja þá til dáða og virkrar þátttöku, að hlusta á raddir þeirra og vinna með þeim til að ná sameiginlegum markmiðum.

Bæjarmálafélag Bolungarvíkur var stofnað fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Þá tók sig saman hópur fólks sem vildi gera tilraun til að efna til framboðs sem ekki var byggt á flokkspólitískum línum heldur á einstaklingum sem voru reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á framtíð Bolungarvíkur. Með þeim vinnubrögðum sem þá voru viðhöfð náðist helmingur atkvæða. Með hlutkesti lenti Bæjarmálafélagið í minnihluta. Það gefur því augaleið að erfiðara hefur reynst að hnika þeim málum sem bæjarfulltrúar Bæjarmálafélagsins vildu leggja áherslu á.

Það er ekki vandalaust að stjórna þessu tæplega 1000 manna fyrirtæki sem Bolungarvíkukaupstaður er. Í svo stóru fyrirtæki er í mörg horn að líta. En fyrst og fremst þurfa allir starfsmenn/allir bæjarbúar að vera með það á hreinu hvert er stefnt. Allir þurfa að vita hverjar áherslurnar eru, að skoða með gagnrýnum augum hvað má bæta, hvernig hægt er að sækja á ný mið, hvernig má gefa öllum sömu tækifæri til að njóta sín í sínu daglega lífi og starfi.

Sagt er að einstaklingar með skapandi hugsun og frumkvöðlagen séu lykilfólk þegar móta skal framtíðarsamfélagið. Fólk sem hefur sköpunarkraftinn, dugnaðinn, óttaleysið, lífsgleðina, áræðið og hæfileikann til að takast á við ný verkefni og hæfileikann til að virkja aðra er líklegra til að hnika málum áfram og bregðast við til að leita lausna.

Þýski fjölmiðlarisinn Reinhard Mohn gaf árið 2004 út bókina „Öld nýrra tækifæra“ (An age of new possibilities). Þar deilir hann reynslu sinni af því hvernig hann breytti rekstri á litlu fjölskyldufyrirtæki í prentiðnaði í fjölmiðlarisa á alþjóðavísu m.a. með því að virkja starfsfólkið sitt, gefa því tækifæri og vinna með því. Mohn segir: „Stjórnendur framtíðarinnar þurfa að skapa kerfi sem byggir á gildum sem tryggja frið og sterka samfélagsvitund. Með því að færa hugmyndir okkar um lýðræði fram til nútímans í þeim tilgangi að tryggja gegnsæi, sanngirni, mannleg gildi og atorku, getum við vænst framfara um leið og við tryggjum framþróun.

Kerfi okkar má ekki lengur einblína á stærð, hámarks hagnað eða vald. Í staðinn þurfum við kerfi sem miðast við siðferðisleg gildi, lagar sig að samfélaginu og félagslegum framförum. Það þarf að krefjast fullrar þátttöku þegnanna og þarf að skuldbinda þá til eigin framlags og þátttöku.

Lykilmælikvarði á það hvort markmið og aðferðir þessa kerfis eru réttar, munu verða sanngirni og manngæska og áhrif þeirra á samfélagið.

Menning sem byggir á mannlegum gildum hefur möguleika á að draga fram ótrúlega orku með því að virkja kraft einstaklinganna.

Til að standa vörð um kerfi af þessu tagi er nauðsynlegt að hafa það í stöðugri endurskoðun og meta með viðeigandi hætti hvort og hvenær skilningur almennings á því kann að breytast.“

Reinhard Mohn lýsir svo þakklæti sínu fyrir þá staðreynd að með þátttöku hans og ábyrgð á sínu starfssvæði var hann fær um að sjá þá óvæntu styrkleika sem geta birst í fólki þegar það skynjar sjálft sig í eigin samfélagi.

Í þessum anda vil ég vinna. Tillaga Reinhard Mohn er einmitt sú leið sem við ættum að fylgja til þess að skapa nýtt samfélagslegt skipulag í Bolungarvík. Allir með! Ég óska mér vakningar í bolvísku samfélagi þar sem allir leggjast á eitt við að takast á við framtíðina glaðir og óhræddir. Ég er ekki gallalaus fremur en aðrir en tel mig njóta þeirrar gæfu að hafa verið gefnir hæfileikar á borð við sköpunargleði, áræði, glaðværð, dugnað og hæfni til að virkja aðra. Þessa hæfileika vil ég nýta í þágu Bolungarvíkur og bolvísks samfélags. Mér finnst mér beri skylda til þess á meðan ég bý í Bolungarvík. Um leið og ég þakka samfylgdina síðastliðið kjörtímabil býð ég mig fram til forystu að nýju, óhrædd og ákveðin.

Ég vil hvetja alla kosningabæra Bolvíkinga til að nýta sér boð um þátttöku í skoðanakönnun Bæjarmálafélagins sem fram fer á morgun, sumardaginn fyrsta milli kl. 11-18 í Verkalýðshúsinu við Hafnargötu. Sá hópur sem þar býður sig fram endurspeglar Bolungarvík nútímans. Það fólk hefur nú tekið ákvörðun um að stíga fram og bjóða krafta sína í þágu Bolungarvíkur og Bolvíkinga. Þetta fólk vill hafa áhrif á eigið samfélag.

Bolvíkingar, gangið glaðir til þátttöku í skoðanakönnuninni.
Látið ykkur málið mikið varða!

Soffía Vagnsdóttir


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli