Frétt

Ágúst Einarsson alþingismaður | 14.12.2001 | 20:19Tilvistarvandi Framsóknar

Framsókn er í tilvistarvanda. Það kemur skýrt fram í viðtali við Guðna Ágústsson í Morgunblaðinu. Það er til fyrirmyndar að forystumenn fari með gagnrýnum hætti yfir störf síns flokks eins og Guðni gerir. Ummæli Guðna um landbúnaðarmál eru þó furðuleg. Hann segir ljóst „að við erum með dýrari landbúnaðarafurðir en mörg önnur lönd en það er líka hluti af okkar öryggi og lúxus“. Það er fráleit fullyrðing að það sé lúxus að greiða hærra verð en aðrir. Þarna talar maður sem gætir ekki hagsmuna neytenda heldur kolrangs kerfis. Það er heldur ekkert öryggi fólgið í landbúnaðarstefnu stjórnvalda, aðeins kostnaður.
Íslendingar styrkja landbúnað sinn nær mest allra þjóða og meira en er gert innan ESB. Hér eru matvæli tugum prósenta dýrari en í nágrannalöndunum. Bændur er sárafátækir svo stefna ríkisstjórnarinnar skilar þeim engu en sauðfjárbændur eru fátækasta stétt landsins. Þar er enginn lúxus. Milliliðir landbúnaðarkerfisins hafa það þó gott og Bændasamtökin lifa góðu lífi á kostnað skattborgarana.

Guðni telur „að neytandinn stæði verr að vígi ef farið yrði út í glórulausa samkeppni“. Þetta er algerlega rangt. Neytendur standa alltaf betur eftir því sem samkeppnin er meiri. Samkeppni er aldrei glórulaus enda gilda samkeppnislög í landinu. Sjálfstæðismenn standa einnig dyggilega vörð um þetta spillta, gagnslausa og dýra kerfi enda fundu þeir það upp að hluta. Eina skynsamlega lausnin í landbúnaði er að efla samkeppni og láta sömu lögmál gilda þar og eru í öðrum viðskiptum en það mega Sjálfstæðismenn ekki heyra nefnt.

Guðni leggst gegn nýrri Evrópustefnu Halldórs. Flokkurinn mun því þurfa að greiða úr því máli fyrir kosningar en það á við fleiri flokka, t.d. Samfylkinguna. Athyglisverð eru ummæli Guðna um uppstokkun í ríkisstjórninni en Framsókn hefur ekki gengið of vel að manna sín ráðuneyti.

Guðni talar beint frá hjartanu og það er dýrmætt að slíkir ærlegir menn komist til mikilla metorða í stjórnmálum. Guðni hefur rétt fyrir sér að Framsókn þurfi að skýra sína stefnu.

Stjórnmálamenn verða að hafa skýrar hugmyndir. Dæmið um árangur Vinstri-grænna sýnir að hópurinn þarf í upphafi ekki að vera stór til að festa sig rækilega í sessi. Það er hins vegar ekki líklegt að Framsókn takist að snúa vörn í sókn en umræðan er þó til alls fyrst.
Pistill þessi birtist á vefsíðu Ágústar Einarssonar, aþingismanns.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli