Frétt

bb.is | 13.04.2006 | 12:49Munið eftir snjóflóðaýli og skóflu þegar haldið er til fjalla

Frá Tungudal.
Frá Tungudal.
Nú eru páskarnir framundan og margir huga að fjallaferðum og útivist. Hvort sem menn fara um á vélsleðum, skíðum, snjóbrettum eða fótgangandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í snjó og halla getur skapast snjóflóðahætta.Rannsóknir sýna að yfir 90% af þeim sem lenda í snjóflóðum í óbyggðum hafa annað hvort komið snjóflóðinu af stað sjálfir eða einhver úr þeirra hópi. Þess vegna er mikilvægt að læra að forðast aðstæður þar sem menn geta komið af stað flóði. Ef svo óheppilega vill til að ferðamaður grefst í snjóflóði þá er mikilvægt að ná honum upp sem fyrst. Tölfræðin sýnir að um 90% af þeim sem nást úr flóðinu innan 10-15 mínútna frá því að þeir grafast, lifa af svo framarlega að þeir hafi ekki látið lífið vegna áverka. Eftir þann tíma aukast dánarlíkurnar mjög hratt og eftir um hálftíma undir snjónum eru aðeins um 30% á lífi.

Þetta á við um snjóflóð í óbyggðum, en öðru máli gegnir um snjóflóð í byggð þar sem húsbrot og húsmunir geta myndað lofthólf. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi hafi tæki til þess að geta bjargað félögum sínum og kunni að fara með þau. Þrennt er alveg ómissandi: snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóða¬stöng. Snjóflóðaýlir er tæki sem menn eiga að hafa á sér, innanundir ysta lagi af fötum. Það sendir frá sér merki og eins getur það numið merki frá öðrum ýlum. Þeir sem ekki lenda undir snjóflóðinu geta stillt sína ýla á leit (að nema merki) og geta þá fundið hvar félaginn er grafinn undir flóðinu. Til þess að staðsetja hann nákvæmlega er best að nota snjóflóðastöng, og síðan skóflu til að grafa hann upp. Ekki er nægjanlegt að hafa bara ýli, þar sem yfirleitt er ekki hægt að grafa í snjóflóðasnjó með berum höndum.

Þegar litið er til þess hversu mikilvægt er að ná mönnum sem lenda í snjóflóðum í óbyggðum upp sem fyrst, og helst innan 10-15 mínútna, er ljóst að ekki gefst tími til að fá utan¬aðkomandi aðstoð og því verða menn að reyna að bjarga félaga sínum sjálfir. Mælt er með því fyrir einstakling eða litla hópa (tvo til fjóra) að leita með öllum tiltækum ráðum í minnst eina klukkustund áður en farið er eftir aðstoð nema að mjög stutt sé að fara.

Þeir sem ferðast um á skíðum eða snjóbrettum í óbyggðum, eða í bröttum brekkum utan troðinna leiða á skíða¬svæðum, ættu alltaf að ferðast tveir eða fleiri saman og vera með ýli á sér og skóflu og stöng í bakpoka á bakinu. Til eru léttar skóflur sem hægt er að taka í sundur og stinga í bakpokann. Þeir sem ferðast um á vélsleðum í eða nálægt fjalllendi ættu alltaf að hafa ýli á sér og skóflu og stöng í bakpoka eða í sleðanum. Mikilvægt er að æfa sig að nota ýlinn og bent er á að hafa samband við Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að fá upplýsingar um námskeið. Að lokum er svo rétt að undirstrika að enginn búnaður kemur í staðinn fyrir að fara varlega í fjalllendi og taka ekki óþarfa áhættu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli