Frétt

politik.is – Hildur Edda Einarsdóttir | 06.04.2006 | 11:02Höfnum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu

Hildur Edda Einarsdóttir.
Hildur Edda Einarsdóttir.
Síðastliðinn þriðjudag sat Michael Meacher, þingmaður breska Verkamannaflokksins fyrir svörum í Kastljósinu. Hann er sannarlega enginn nýliði í flokkum þar sem hann hefur setið á þingi frá árinu 1970 og verið ráðherra í ríkisstjórnum þriggja leiðtoga flokksins. Hann talaði um þróun hans og ég vona að sem flestir jafnaðarmenn hafi hlýtt á hans frásögn og einsetji sér að draga einhvern lærdóm af henni. Meacher benti á að stefna flokksins hefði gjörbreyst á þessum rúmlega 30 árum frá því að hann gekk til liðs við hann og sé nú komin mun lengra til hægri en æskilegt geti talist fyrir jafnaðarmannaflokk.

Í ráðherratíð Tonys Blairs hefur flokkurinn orðið sífellt vilhallari markaðsöflunum og dregið úr stuðningi við launþegahreyfingarnar. Hann hefur smám saman aukið hlut einkareksturs í heilbrigðis- og menntageiranum og misskipting auðs fyrir vikið aukist gríðarlega. Á sama tíma hefur vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa orðið hjóm eitt sökum þess að valdhöfum hefur tekist að víkja sér fimlega undan pólitískri ábyrgð gjörða sinna og vegna þess að vald hefur færst á hendur eignamanna. Í kapítalísku samfélagi gildir jú ekki sú meginregla lýðræðisins að einn maður jafngildi einu atkvæði. Þvert á móti þýðir ein króna eitt atkvæði og því hafa þeir ríkustu öll tögl og hagldir í samfélaginu. Þar er ekkert sem heitir „félagsleg réttindi“ enda fær fólk ekki nema það sem það getur borgað fyrir í peningum.

Það er að vísu rétt sem Meacher benti á að það að leggja áherslu á réttindi launafólks þýði ekki að ekki væri hægt að hlú að markaðnum í leiðinni. Það er hins vegar verra þegar menn einblína svo á markaðslausnir að þeir skella skollaeyrum við félagslegum réttindum þar sem hægt er að tína til rök fyrir því að þau geti á stundum stuðlað að óhagkvæmni á einhverjum sviðum markaðarins.

Kratar á Íslandi líta margir á verkamannaflokka í nágrannalöndunum sem sína systurflokka. Miðað við lýsingu Meachers á hinum „nýja“ verkamannaflokki Tonys Blairs getur hann ekki talist góð fyrirmynd fyrir Samfylkinguna. Því miður er hins vegar ekki annað að sjá en að töluverður fjöldi flokksmanna eigi sitthvað sameiginlegt með Tony Blair og hans mönnum.

Í Samfylkingunni eru þingmenn og aðrir flokksmeðlimir sem hafa mælt digurbarkalega fyrir aukinni hlutdeild markaðarins í grunnstoðum velferðarkerfisins. Á landsfundum Samfylkingarinnar hefur jafnan verið ályktað að æskilegt sé að aukin hlutdeild einkaaðila í heilbrigðiskerfinu verði skoðuð. Í þessari staðhæfingu kristallast firring hins „nýja“ breska Verkamannaflokks. Bæði er með henni verið að mæra markaðslausnina og hagkvæmni þess á sviði, sem hefðbundnir verkamannaflokkar eiga að vernda frá markaðnum, og auk þess sem orðalagið felur í sér algert ábyrgðarleysi. Það er ekki verið að taka afstöðu með eða á móti nokkrum sköpuðum hlut. Ef ríkisstjórnin gengur skrefinu of langt í markaðsvæðingu velferðarkerfisins er ekki hægt að gera Samfylkinguna ábyrga fyrir neinn stuðning þar sem hún sagðist eingöngu hafa viljað skoða slíkar lausnir. Og með því að vilja gera það er hún ekki líkleg til þess að veita ríkisstjórninni neitt aðhald eða spyrna gegn slíkum tilburðum af neinni alvöru. Það fylgir því ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu og hana verður ekki axlað með svona yfirlýsingum.

Í rökræðum mínum við aðra jafnaðarmenn um dásemdir eða ekki dásemdir einkaframtaksins í heilbrigðiskerfinu hefur mér jafnan verið bent á þrennt; 1) það að margir nútímalegir og framsæknir jafnaðarmenn styðji það, 2) að kostnaður heilbrigðiskerfisins hafi aukist á undanförnum árum, og 3) menn megi ekki festa sig í þeirri afstöðu að vera á móti því að skoða hlutina hluti til þess eins að vera á móti.

Hinu fyrsta hef ég vel tekið eftir. Hægrimönnum hefur tekist með skeleggum hætti að stjórna umræðunni í íslenskri pólitík með farsakenndri slagorðapólitík og fá fólk til þess að trúa því að þeir séu málsvarar framfara og framtíðarinnar. Því telja hægrikratar sig framfarasinnaða ólíkt okkur vinstrisinnuðu afturhaldsseggjunum, og nú er svo komið að 44% þjóðarinnar segist, samkvæmt Gallup, hlynntur aukinni aðkomu einkaaðila í heilbrigðiskerfinu. Jú, og kostnaður heilbrigðiskerfisins hefur aukist til muna á undanförnum árum, en á sama tíma hefur hlutur einkareksturs líka aukist til muna. Það er ekki að sjá að reynsla okkar á Íslandi af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu sé sú að þjónustan verður ódýrari fyrir ríkiskassann eða aðgengileg öllum sjúklingum.

Og allt í lagi, ég skal gútera það að maður eigi ekki að vera á móti því að skoða bara til þess að vera á móti. Því skulum við snöggvast skoða reynslu annarra þjóða af einkarekstri. Á síðasta ári hélt Göran Dahlberg, sænskur sérfræðingur í lýðheilsumálum, erindi hér á landi um reynslu annarra þjóða af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Meðal þess sem hann komst að í sínum rannsóknum var það að aukinn einkarekstur yki kostnað við þjónustuna, vaxandi einkafjármögnun drægi úr aðgengi hinna efnaminni að heilbrigðisþjónustu og hefði áhrif á aðgengi fólks að henni eftir búsetu, stytti ekki biðtíma og minnkaði yfirleitt val sjúklingana. Ekkert af þessu er í stefnuskrá jafnaðarmanna en ég hef ekki heyrt neinn koma með skynsamlega lausn á þessum leiða fylgifiski annarra þjóða af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.

Kannski er í alvöru sniðugt að reyna að höfða til miðjufylgisins til þess að krækja í atkvæði. En það er ekki sniðugt ef það þýðir sjálfkrafa að við þurfum að gefa einhvern afslátt af jafnaðarstefnunni. Til þess að vera jafnaðarmaður er nefnilega ekki nóg að vera hægri-miðjumaður sem hefur tileinkað sér orðræðu félagshyggjumanna. Á meðan við reynum að gefa okkur út fyrir að vera framfarasinnuð, hagkvæm og nútímaleg, munum samt á meðan um hvað það snýst að vera jafnaðarmaður!

Hildur Edda Einarsdóttirpolitik.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli