Frétt

Leiðari 14. tbl. 2006 | 05.04.2006 | 09:05Staðsetning björgunartækja

Lengi hefur verið ljós þörfin fyrir endurnýjun skipa Landhelgisgæslunnar. Ætla má að það mál sé nú á þann veg komið að til framtíðar horfi. Öðru máli gegnir um þyrludeildina. Segja má að fram til þessa hafi þyrlur Varnarliðsins verið hluti af þyrludeild LHG þar sem í flestum tilfellum hefur verið hægt að grípa til þeirra þegar þörf krafði. Við brottför hersins horfumst við í augu við að tveggja véla þyrlusveit Gæslunnar stendur engan veginn undir þeim kröfum sem uppi eru varðandi öryggismál hvort heldur er á sjó eða landi.

Hin seinni ár hafa stjórnmálamenn tekið að rumska til vitundar um að það sé ekki ófrávíkjanlegt lögmál að allar ríkisstofnanir hafi aðsetur í Reykjavík. Þetta hefur leitt til þess að nokkrar þeirra hafa verið fluttar út á land án þess að séð verði að gildi þeirra rýrnaði. Landhelgisgæslan er ein þeirra stofnana sem sveitarfélög hafa rennt hýru auga til. Er þá ýmist verið að falast eftir hluta hennar eða öllum pakkanum.

Ísafjarðarbær er einn þeirra sem sækist eftir hlutdeild í LHG og hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að hefja viðræður við Landhelgisgæsluna um hugsanlega staðsetningu þyrlu og varðskips í Ísafjarðarbæ. Um þetta segir í bréfi bæjarstjóra til bæjarráðs: ,,Ræða á við forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hvort einhver flötur væri á að skip gæslunnar hefðu bækistöð eða lengda viðveru í höfnum Ísafjarðarbæjar, jafnvel að koma þar upp einhvers konar bækistöð og þá ef til vill með tilliti til þess að Ísafjarðarhöfn yrði skilgreind sem neyðarhöfn með aukna vaktstöðu, sbr. skilgreiningu á lögum um vaktstöð siglinga.“

Ólíklegt verður að teljast að Landhelgisgæslunni verði stjórnunarlega séð skipt í einingar. Það þýðir ekki að heimahöfn skipa og flugvéla geti ekki verið annars staðar á landinu. Þvert á móti. Staðsetningin á að ráðast eftir staðháttum og fyrri tíma reynslu á þörfinni fyrir þessi tæki. Á þann veg hefðu skip og flugvélar Landhelgisgæslunnar aukna viðveru á þeim stöðum þar sem mestar líkur væru fyrir þörf þeirra. Vonandi stendur vilji yfirstjórnar Landhelgisgæslunnar til að brjóta upp staðsetningu skipa- og flugflotans í þessa veru. Mikilvægi þyrlu á Ísafirði má ljóst vera fari svo að sjúkraflugvél verði ekki staðsett þar, eins og útlit er fyrir, því miður.

Bæjarins besta styður baráttu bæjaryfirvalda fyrir því að varðskip og þyrla hafi hér samastað. Blaðið hefur margsinnis ýjað að því að skip LHG yrðu staðsett hér, fyrst í júlí 1997, og bent á að á Ísafirði eru öll skilyrði fyrir hendi; höfnin með þeim bestu á landinu og ísfirsk fyrirtæki í stakk búin til að þjónusta skipin. Mest væri um vert væri þó nærvera þeirra til þjónustu við flotann í vetrarveðrum á miðunum úti fyrir Vestfjörðum. Í þeim tilfellum gæti nálægð heimahafnar skipt sköpum.

Staðsetning björgunartækja verður ekki ofmetin.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli