Frétt

| 18.05.2000 | 13:14Veisla í tali, tónum og myndum

Bolungarvík.
Bolungarvík.
Mikil listaveisla hefst í Bolungarvík á föstudaginn og lýkur henni sunnudaginn 28. maí. Dagskráin hefst með heimsókn Magnúsar Scheving í grunnskólann og bókasafnið á föstudaginn. Um kvöldið verður hann með fyrirlestur fyrir foreldra. Á laugardeginum tekur hann þátt í fjölþrautahátíð Ungmennafélagsins sem íþróttaálfurinn. Sama dag hefst námskeið í harmonikuleik á vegum Tónlistarskólans, en kennari verður Vadim Fjodorov.
Á sunnudag verða tvennir lokatónleikar Tónlistarskólans, sem um þessar mundir fagnar 35 ára starfsafmæli sínu. Á mánudag verður Anna Kristín Sigurðardóttir frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í grunnskólanum með hugleiðingar um framtíðarskólann, og um kvöldið flytja leikkonurnar Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttur, tvo einþáttunga eftir Jónínu Leósdóttur í Víkurbæ.

Á miðvikudag opnar leikskólinn myndlistarsýningu í ráðhússalnum og um kvöldið fara fram úrslit í söngvarakeppni grunnskólans í Víkurbæ. Um kvöldið verður svo spennandi menningardagskrá í flutningi Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur leikskálds og Péturs Jónassonar gítarleikara, í Stórustofu að Holtastíg 9. Miðvikudag og fimmtudag er boðið upp á námskeið í útvarpsþáttargerð í umsjón Soffíu Vagnsdóttur. Að kvöldi fimmtudags er síðan komið að hinum árlegu vortónleikum Kvennakórs Bolungarvíkur.

Á föstudeginum 26.maí verður margt í gangi. Þá mun leiklistarhópur grunnskólans sýna leikskólanemendum sýningu sína í Tröllabæ. Skólaslit Tónlistarskólans verða kl. 17:00, og um kvöldið verður einn af hápunktum listaveislunnar, útgáfutónleikar Ólafs Kristjánssonar bæjarstjóra. Eins og flestum er kunnugt, er hann að gefa út geisladisk sem hefur að geyma gamlar djassperlur. Á geisladiskinum, sem heitir Gamlar minningar, leikur Ólafur með þeim Bjarna Sveinbjörnssyni bassaleikara og Pétri Grétarssyni trommuleikara. Tónleikar Ólafs og félaga er sannkallaður fengur fyrir alla djassáhugamenn sem og aðra tónlistarunnendur.

Á laugardaginn eftir viku er síðan ætlunin að halda málþing undir yfirskriftinni: „Eru Vestfirðingar öðruvísi en annað fólk?" Þinginu lýkur síðan með hátíðarkvöldverðri og vestfirskri skemmtidagskrá. Síðasti liður listaveislunnar er bókmenntadagskrá Hananú hópsins, sem er félagsskapur innan félags eldri borgara í Kópavogi.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli