Frétt

bb.is | 29.03.2006 | 11:36Fánaþjónustan styrkir Skátafélagið Einherjar

Fánaþjónustan hefur starfað í nær áratug. Mynd: randburg.com.
Fánaþjónustan hefur starfað í nær áratug. Mynd: randburg.com.
Fánaþjónusta D.s. Serve veitti Skátafélaginu Einherjum - Valkyrjunni á Ísafirði kvartmilljón í styrk á dögunum. Styrkveitingin er ætluð til að hægt sé að klæða þak skátaskálans Dyngju í Dagverðardal við Skutulsfjörð. „Undanfarið hafa staðið yfir miklar endurbætur á skátaskálanum og hafa margar fórnfúsar hendur unnið þar gríðarþakklátt starf í þágu skátastarfs á Ísafirði. Mest hefur munað um hjálp foreldra úr félaginu. Einnig hafa nokkrir fjársterkir aðilar lagt hönd á plóg“, segir í tilkynningu.Fánaþjónustan D.s. Serve er lítið félag innan dróttskátasveitar Einherja - Valkyrjunnar. Hún aflar fjár með því að veita fyrirtækjum og stofnunum fánaþjónustu á lögboðnum fánadögum. Fénu skal svo varið til eflingar skátastarfs á Ísafirði, einkum til framkvæmda og viðhalds á búnaði skátafélagsins og til að gefa skátum tækifæri á að ferðast á skátamót í útlöndum og ýmiskonar á námskeið. Áður hefur fánaþjónustan meðal annars keypt útilegutjöld fyrir skátafélagið.

Fánaþjónustan hefur starfað um í bráðum áratug. Fjögur fyrirtæki hafa notið þjónustu hennar frá upphafi og þá um leið styrkt skátastarf á Ísafirði.
Þjónustan fer þannig fram að þá 11 lögboðnu fánadaga sem eru á Íslandi, sjá skátarnir um að draga fána að húni í dagrenningu og draga hann svo niður á ný eins og lög gera ráð fyrir. Þessi fyrirtæki eru: Orkubú Vestfjarða, Vegagerðin, Mjólkursamlag Ísfirðinga og Ljónið, Skeiði. Fleiri fyrirtæki hafa notið þjónustunnar um skeið.

Fánaþjónustan getur bætt við sig fleiri fánastöngum á Ísafirði. Vart þarf að geta þess að fátt er hátíðlegra en íslenski fáninn við hún á hátíðisdegi og fyrirtæki og stofnanir ættu að sjá sóma sinn í að tryggja að fáninn sé ávallt á sínum stað þegar ráð er fyrir ert. Vert er að benda á að ríkisstofnunum er skylt að flagga á lögboðnum fánadögum.

Að lokum langar fánaþjónustunni að benda á nokkur atriði varðandi meðferð íslenska fánans af því tilefni að núna fer í hönd sá tími ársins sem hefur flesta fánadagana. Þeir sem eru næstir á dagskrá eru: föstudagurinn langi, páskadagur, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og afmæli forseta Íslands sem er 14. maí. Þá koma Hvítasunnudagur og sjómannadagurinn. Einnig kjósa margir að flagga við hátíðleg tækifæri svo sem fermingar eða útskriftir og alls ekki er úr vegi að flagga á kjördegi, 27. maí, sem er hátíðisdagur út af fyrir sig.

„Fána skal aldrei draga að húni fyrir klukkan 7 að morgni og miðað skal við að hann sé uppi til sólarlags en aldrei lengur en til miðnættis. Sé um sérstakt tilefni að ræða, svo sem útisamkomu, jarðarför eða slíkt má fáninn vera uppi lengur en til sólarlags en aldrei lengur en til miðnættis“, segir í tilkynningu frá fánaþjónustunni.

thelma@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli