Frétt

mbl.is | 22.03.2006 | 08:33Den Danske Bank dregur upp dökka mynd

Hvergi í löndum OECD er meiri ofhitnun en í íslenska hagkerfinu. Atvinnuleysið er 1% og launin hækka um 7% og verðbólgan er meiri en 4% þrátt fyrir sterka íslenska krónu. Viðskiptahallinn er að nálgast 20% af vergri landsframleiðslu. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivextina umtalsvert að undanförnu til þess að slá á þensluna og þeir eru nú komnir yfir 10%. Sé gengið út frá þessum hagvísum einvörðungu er útlit fyrir að íslenska hagkerfið sé á leið í niðursveiflu í ár og á næsta ári. Verg landsframleiðsla gæti fallið um 5-10% á næstu tveimur árum og líklegt er að verðbólgan geti farið yfir 10% samhliða veikingu íslensku krónunnar.

Þetta er sú dökka mynd sem sérfræðingar í greiningardeild Den Danske Bank hafa dregið upp af stöðunni í íslensku efnahagslífi undir fyrirsögninni: "Iceland: Geysir Crisis".

Þeir benda einnig á að samfara miklum hagvexti og þenslu hafi bæði skuldir, skuldsett kaup og önnur fjárhagsleg áhætta vaxið gríðarlega, raunar svo mikið að ekki séu önnur dæmi um slíkt. Erlendar skuldir séu nú um 300% og erlendar skammtímaskuldir séu að nálgast 55% af vergri landsframleiðslu.

Sérfræðingarnir taka þó fram að íslensku bankarnir séu vel varðir fyrir veikingu krónunnar þar sem erlendar lántökur þeirra og erlend útlán þeirra standist nokkurn veginn á. Hins vegar sé þess að gæta að þar sem fasteignalán heimilanna séu verðtryggð muni veiking krónunnar sem aftur muni leiða til aukinnar verðbólgu veikja fjárhagsstöðu heimilanna; verðtryggð fasteignalán hafi numið um 165% af ráðstöfunartekjum í lok ársins 2004.

Þá benda þeir og á að lánakjör íslensku bankanna á erlendum fjármagnsmörkuðum hafi verið að versna og þar sem umtalsverður hluti af skuldum þeirra muni falla í gjalddaga á næstu 18 mánuðum sé ljóst að þeir séu nú komnir með vindinn í fangið.

Sérfræðingarnir bera saman stöðuna á Íslandi við bankakreppurnar í Taílandi og Tyrklandi og taka fram að á ýmsum sviðum sé staðan betri á Íslandi, m.a. vegna þess að stór hluti erlendu skuldanna sé til kominn vegna kaupa á fyrirtækjum erlendis sem séu með jákvætt fjármagnsstreymi og muni styðja við framsókn íslenskra fyrirtækja og þá um leið íslensku bankanna. Engu að síður telja sérfræðingarnir að umtalsverð hætta sé á að til fjárhagslegrar kreppu geti komið samfara niðursveiflu í íslensku efnahagslífi á árunum 2006 til 2007.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli