Frétt

bb.is | 10.12.2001 | 11:53Vaxandi þörf á aðstoð fyrir jólin

Hörður Högnason, formaður Rauða kross deildarinnar á Ísafirði.
Hörður Högnason, formaður Rauða kross deildarinnar á Ísafirði.
Jólin eru mörgum erfiðasti tími ársins, ekki síst þeim sem veitist örðugt að láta enda ná saman en vilja gjarnan halda jólin hátíðleg líkt og aðrir. Það kostar sitt og sú staðreynd veldur gjarnan kvíða og áhyggjum hjá þeim sem daglega þurfa að spara hverja krónu til að geta framfleytt sér og sínum. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, segir að alltaf sé eitthvað um að þangað leiti fólk sem þarfnist aðstoðar fyrir jólin.
Ingibjörg segir, að hér fyrir vestan hafi stofnanir og félagasamtök samráð í þessum málum en þeir sem helst hafi verið að aðstoða fólk um jólin séu Rauði krossinn, kirkjan og Hvítasunnusöfnuðurinn. Hún segir að þessir aðilar hafi samráð sín í milli og ræði hverjir þurfi á þessari aðstoð að halda og hvernig eigi að deila henni niður, sem sé ýmist með milligöngu Skóla- og fjölskylduskrifstofunnar eða að þessar stofnanir geri það beint. Ingibjörg María segir sú aðstoð sem Skóla- og fjölskylduskrifstofan veiti fyrir jólin sé aðallega í formi vöruúttekta í verslunum en bein fjárhagsaðstoð sé aðeins veitt í undantekningartilfellum. Hún segir jafnframt að enn sem komið er séu beiðnir sem þangað hafi komið um aðstoð færri en á sama tíma í fyrra.

Hörður Högnason, formaður Rauða kross deildar Ísafjarðar, segir þörfina fyrir aðstoð þó greinilega ekki minni nú en undanfarin ár. Hann segir að fólk sé þegar farið að hafa samband og sé fyrr á ferðinni en venjulega. Áður hafi flestir haft samband rétt fyrir jólin en það sé greinilega að breytast. Hörður segir að hér fyrir vestan hafi til margra ára verið lítið um að fólk leitaði eftir aðstoð fyrir jólin en það hafi breyst fyrir um þremur til fjórum árum og fari nú hægt vaxandi. Hann segir að mest séu þetta einstæðingar sem verið sé að aðstoða en fjölskyldur leiti síður til þeirra, þrátt fyrir að vitað sé að jólahaldið sé þungur baggi á mörgum heimilum þar sem fólk hefur litla peninga á milli handanna.

Þeir aðilar sem veita aðstoð fyrir jólin hafa þetta í huga og fara þá jafnvel sjálfir á stúfana og bjóða fram aðstoð þar sem þeir telja að þess sé þörf. Að sögn Harðar er sú aðstoð sem Rauði krossinn veitir aðallega fólgin í vöruúttektum í verslunum þar sem hægt er að fá nánast allt til jólanna. Hann vill jafnframt láta þess getið, að því fyrr sem beiðnir berast, því betra, og bendir fólki á Ísafirði á að hafa samband beint við sig. Annars staðar á Vestfjörðum er fólki bent á að hafa samband við formenn deildanna á hverjum stað.

Líknarfélög og samtök á Íslandi hafa undanfarin ár aðstoðað einstaklinga og fjölskyldur fyrir jólin með kaupum á matvælum fyrir um 20 milljónir króna. Við þessa upphæð má bæta verðmæti varnings sem líknarsamtökum er jafnan gefinn og nemur nokkrum milljónum króna. Reikna má með að nokkuð á þriðja þúsund heimila hafi notið aðstoðar í einhverri mynd.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli