Frétt

bb.is | 08.03.2006 | 07:32Áskorun vegna Langa Manga lögð fram í bæjarráði Ísafjarðarbæjar

Veitingahúsið Langi Mangi á Ísafirði.
Veitingahúsið Langi Mangi á Ísafirði.
Áskorun um að stytta ekki afgreiðslutíma veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði var lögð fram á fundi bæjarráðs á dögunum, en undir áskorunina skrifuðu 831 bæjarbúi. Áskorunin er undir yfirskriftinni „Miðbær eða svefnbær?“. Hópur viðskiptavina og velunnara Langa Manga hratt af stað undirskriftarsöfnuninni eftir að bæjarráði bárust kvartanir undan hávaða frá Erlingi Tryggvasyni, sem skrifaði fyrir hönd íbúa við Aðalstræti, en Langi Mangi liggur við þá götu. Í áskoruninni segir meðal annars að kaffihúsið sinni fjölbreyttri menningarstarfsemi og að stytting á opnunartímanum gæti kippt rekstrargrundvellinum undan staðnum. Þá sé miðbæjarstemmning stolt hvers bæjarfélags. Langi Mangi var opnaður 2003 og frá stofnun kaffihússins hefur þar verið staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum svo sem myndlistarsýningum, leiksýningum og tónlistarviðburðum.

Eigendur Langa Manga á Ísafirði fóru fyrir fáeinum vikum fram á árs framlengingu á vínveitingaleyfi veitingastaðarins. Sýslumaðurinn á Ísafirði mælti með því að leyfi til áfengisveitinga yrði veitt tímabundið þar til skemmtanaleyfi staðarins yrði endurskoðað og var farið að því. Langi Mangi var upphaflega rekinn sem kaffihús með áfengisveitingum og var opnunartími frá hádegi og fram til 23. Í mars árið 2004, ári eftir að staðurinn opnaði fyrst, var sótt um skemmtanaleyfi vegna rekstursins og voru forsendur fyrir umsókninni þær að gestir vildu gjarnan sitja svolítið lengur og spjalla saman. Skemmtanaleyfi var þá veitt til eins árs, á áðurgreindum forsendum, og þegar árið var liðið höfðu engar kvartanir borist til lögregla vegna rekstrarins allt árið 2004 og fram til júlímánaðar 2005 og var leyfið því endurnýjað án athugasemda þann 17. mars í fyrra, til eins árs. Skemmtanaleyfið rennur því út eftir tíu daga.

Eins og áður segir sendi Erlingur Tryggvason bæjarráði kvörtun, a.m.k. í tvígang, fyrir hönd íbúa við Aðalstræti vegna þess ónæðis sem þykir af nálægð við veitingastaðinn Langa Manga, þar sem farið var fram á að bærinn afturkalli skemmtanaleyfi staðarins. Í síðasta bréfi Erlings segir að ekki sé lengur hægt að búa við ástandið, að við óbreytt ástand verðfalli íbúðir í nágrenni við Langa Manga þar sem ekki fáist svefnfriður fyrir hávaðanum. Þá kom fram að Erlingur telji ekki að hægt sé að mlæa hávaða í íbúðum í nágrenni Langa Manga við hæsta mögulega hávaðastig, líkt og eigi að gera, nema með sviðsetningu. Loks hótaði Erlingur málsókn á hendur bænum verði ekkert að gert.

Þegar rætt var á dögunum við Sigríði Björg Guðjónsdóttur, sýslumann á Ísafirði, sagði hún að beðið væri eftir skýrslu heilbrigðisnefndar um hávaðamælingu og væri hún væntanleg mjög fljótlega. Ákvörðun um endurnýjun skemmtanaleyfis staðarins verður tekin í framhaldi af því.

Áskorun bæjarbúanna 831 var eins og áður sagði lögð fram á fundi bæjarráðs á dögunum, og var bókað að málið væri enn í vinnslu.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli