Frétt

bb.is | 02.03.2006 | 13:23Frægir skíðamenn boða þátttöku sína í Fossavatnsgönguna

Úr Fossavatnsgöngu: Mynd: fossavatn.com.
Úr Fossavatnsgöngu: Mynd: fossavatn.com.
Dagskrá Fossavatnsgöngunnar hefur litið dagsins ljós en hún verður haldin á Ísafirði í 57. sinn þann 29. apríl. Frægir skíðamenn hafa boðað þátttöku sína og að því er fram kemur á vef Fossavatnsgöngunnar eru sterkar líkur á að fimm félagar úr liðinu, Team Fast, sem skipað er bestu skíðamenn Noregs í lengri vegalengdunum muni taka þátt. Þ.á.m. er Jörgen Aukland sem sigraði í Marcialonga göngunni á Ítalíu fyrir skemmstu og er nú í fjórða sæti í stigakeppni FIS Marathon Cup. Aukland hefur nokkrum sinnum komist á verðlaunapall í Vasagöngunni og er í hópi þeirra sem taldir eru sigurstranglegir í göngunni í ár sem verður á sunnudag. Aðrir í liðinu eru þeir Havard Skorstad og Gard Filip Gjerdalen, sem urðu í fyrsta og öðru sæti í Holmenkollen Skimaraton á dögunum, auk þeirra Anders Hallingstad og Vegard Kjolhamar. Einnig verða á meðal þátttakenda sigurvegarar úr kvenna- og karlaflokki í „Minnesota Skinnyski Series“ mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þess má geta að fyrsta íslenska konan og fyrsti íslenski karlmaðurinn í 50 km göngunni í Fossavatninu vinna sér inn ferð í eitt mótanna í þeirri mótaröð næsta vetur.

Gangan er nú í fyrsta sinn á mótaskrá Alþjóðlega skíðasambandsins (FIS) og þarf sambandið reglum samkvæmt að eiga fulltrúa á staðnum sem lítur eftir því að öll framkvæmd mótsins sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Hefur Bretinn Paddy Field verið skipaður eftirlitsmaður göngunnar en hann hefur um margra ára skeið verið formaður þeirrar nefndar FIS sem fer með málefni almenningsmóta í skíðagöngu og hefur í gegnum tíðina verið eftirlitsmaður á mörgum af stærstu og virtustu skíðagöngumótum heims.

Dagskrá Fossavatnsgöngunnar má finna á vef hennar.

thelma@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli