Frétt

mbl.is | 02.03.2006 | 08:40Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG: „Táknrænt fyrir undirlægjuhugsun“

Mér finnst þetta táknrænt fyrir þá undirlægju- og útsöluniðurlægingarhugsun sem einkennir það að erlend stórfyrirtæki eigi að ráða örlögum byggða og leiða svona stór mál til lykta,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. „Ég tel einboðið að að því marki sem og ef við Íslendingar viljum taka ákvarðanir um uppbyggingu af þessu tagi, þá gerum við það sjálf á okkar forsendum og veljum þá stað, stund og stærð og slíkt. Það er alger misskilingur að skýla sér á bak við það að erlendum fyrirtækjum verði ekki sagt fyrir verkum í þessum efnum. Að sjálfsögðu verða þau ekki neydd til að byggja álver gegn vilja sínum. En við erum heldur ekki neydd til neins, eða hvað? Það sem við getum sagt ef svo ber undir er að frá og með tilteknu ári kemur til greina að reisa verksmiðju af þessari stærð á þessum stað, hverjir hafa áhuga og hvaða skilmála bjóða þeir?

Ég held að sú aðferðafræði sem nú er notuð sé hörmuleg arfleifð frá árdögum þeirrar stefnu sem byggðist á því að við yrðum með einhverjum ráðum að fá einhverja til að koma hingað og nýta auðlindirnar, þótt það yrði að gerast alfarið á þeirra forsendum og við yrðum jafnvel að borga með rafmagninu.“

Steingrímur varar stórlega við því að stóriðjustefnan muni valda gríðarlegum erfiðleikum í öðrum útflutnings- og samkeppnisgreinum með tilheyrandi kjaraskerðingu sjómannastéttarinnar og fleiri stétta.

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist fagna því að menn skyldu vera tilbúnir að fjárfesta í atvinnulífinu "Út af fyrir sig getur maður alveg glaðst yfir því ef menn eru tilbúnir til þess að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum eins og álveri."

Hann taldi hins vegar mikilvægt að huga að því að framkvæmd sem þessi blandaðist ekki erfiðleikum vegna gengismála og annarra mála. "En ef menn setja þetta í þá röð að það verði ekki byrjað á framkvæmdum fyrr en 2010 sýnist mér nú að þetta ætti að mörgu leyti að geta gengið upp og því ber að fagna."

Guðjón sagði að sér fyndist ekki nauðsynlegt að byggja álver af þessari stærðargráðu í byrjun. "Mér finnst ekki nauðsynlegt að stefna alltaf á álver sem eru með framleiðslugetu hátt í 300 þúsund tonn. Ég held að það hefði verið betra ef ríkisstjórnin hefði tekið stefnu um stærð álversframkvæmda, hvort sem það væru einhverjir stækkunarmöguleikar þegar fram í sækti eða ekki. Álverið á Grundartanga var til dæmis með bullandi hagnað hjá sér þegar það var með 90 þúsund tonna framleiðslu."

Guðjón taldi það ekki skilyrði að byggja upp hvert álverið með 250-300 þúsund tonna framleiðslugetu á fætur öðru. "Það má byrja á að byggja 150 þúsund tonna álver með stækkunarmöguleikum. Ég tel að við eigum að fara þessi skref varlega og þá getum við nýtt þessi tækifæri víðar á landinu. Einhvers staðar lendum við í vandræðum með hvað við getum leyft okkur í þessa veru, bæði orkulega séð og mengunarlega. Að öðru leyti ber að fagna því ef þetta getur orðið til þess að efla atvinnustig í landinu."

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir á vefsíðu flokksins að hún telji Húsavík vera bestan kost út frá atvinnu- og byggðasjónarmiðum, ef af álversframkvæmdum verður á Norðurlandi. Einnig telur hún að skynsamlegt sé hjá Alcoa að beina sjónum að Húsavík vegna þeirra jarðvarmavirkjana sem hægt er að ráðast í á Þeistareykjum og við Kröflu. Hún telur að aðrir virkjunar- og staðsetningarkostir séu mun viðkvæmari út frá umhverfissjónarmiðum. Hugmyndir Alcoa um stærð álversins gefi hins vegar tilefni til að óttast það að jarðvarmavirkjanir dugi ekki til og þ.a.l. þurfi að ráðast í umdeildar vatnsaflsvirkjanir.
Ingibjörg Sólrún leggur á það mikla áherslu að fram fari nákvæmt mat á hvaða virkjunarkosti sé hægt að sætta sig við út frá umhverfissjónarmiðum, og minnir á að vítin séu til að varast þau og að við megum ekki lenda aftur í þeirri stöðu að efna til afdrifaríkra átaka um náttúru og umhverfi landsins.

Ingibjörg segir að ef álver verði reist á Bakka geti ekki orðið af stækkun álversins í Straumsvík og byggingu álvers í Helguvík þar sem þessar þrjár framkvæmdir rúmist ekki innan skuldbindinga okkar í loftslagsmálum Kyoto-bókunarinnar né heldur samræmist þær þeirri áherslu sem við hljótum að leggja á stöðugleika í hagkerfinu og rekstrarskilyrði annarra atvinnugreina. Því gætu ný álver orðið til þess að auka einhæfni íslensks atvinnulífs til ómælds skaða fyrir framtíðina.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar, gagnrýnir harðlega framgöngu stjórnvalda í álmálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, lýsa hins vegar stuðningi við málið, en benda á ýmsa annmarka á því.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli