Frétt

| 04.12.2001 | 23:22Harry Potter hægir á sér

Harry Potter.<br />
Harry Potter.<br />
Eitthvað virðist Harry Potter-æðið vera í rénun vestanhafs, í það minnsta ef taka má mið af bíóaðsókn helgarinnar. Tekjurnar af myndinni lækkuðu um heil 58% sem er nokkru meira en búist hafði verið við. Engar einhlítar skýringar hafa verið settar fram á því hvers vegna aðsóknin að myndinni virðist vera að minnka hraðar en leit út fyrir í fyrstu. Ein skýring sem komið hefur fram er þó sú að myndin hafi verið sýnd í svo mörgum sölum fyrstu tvær vikurnar að þeir sem ætluðu sér yfirhöfuð að sjá hana væru búnir að því, m.ö.o. þá fækkar hinum áhugasömu mun hraðar þegar fleiri sæti eru í boði. Einföld hagfræði það.
Þessi snöggt minnkandi aðsókn þýddi að eitt aðsóknarmetanna slapp óáreitt undan atgangi Harrys og félaga. Stjörnustríðsmyndin The Phantom Menace er enn sú mynd sem fór hraðast yfir 200 milljóna dollara markið, á 13 dögum, en það tók Harry 15 daga að ná því.

Það hefur ekki kunnað góðri lukku að stýra að frumsýna myndir um þessa ákveðnu helgi, helgina eftir þakkargjörðarhátíðina. 20th Century Fox ákvað þó að hætta á það og frumsýna stríðsmyndina Behind Enemy Lines með Gene Hackman í aðalhlutverki, sem byggð er á sönnum viðburðum um hetjudáðir bandarískra hermanna í Bosníustríðinu. Upphaflega stóð til að myndin yrði ekki frumsýnd fyrr en eftir þrjá mánuði en tvær ástæður eru til þess að henni var skyndilega flýtt og skellt á þessa lítt eftirsóttu helgi. Í ljósi hryðjuverkanna 11. september og stríðsbrölts bandaríska hersins í Afganistan þótti framleiðendum liggja ljóst fyrir að nú væri nákvæmlega rétti tíminn til þess að frumsýna mynd sem vekti ættjarðarást í brjóstum áhorfenda. Auk þess ætlar Sony að frumsýna aðra samskonar stríðsmynd, Black Hawk Down, í janúar og ekki vildu menn verða á eftir henni. Klárlega snjallræði hjá þeim 20th Century Fox-mönnum því myndin skilaði nær 20 milljónum dollara í sinni fyrstu viku, þrátt fyrir að hafa fallið í grýttan jarðveg hjá gagnrýnendum og skartar engum eiginlegum aðdráttaröflum, hvorki fyrir framan né aftan tökuvélarnar.

Um næstu helgi má búast við því að dragi til tíðinda því þá verður frumsýndur sannkallaður stórstjörnupakki, Ocean's 11. Þar fer endurgerð Óskarsverðlaunaleikstjórans Stevens Soderberghs á "Rottugengis"-myndinni gömlu sem skartar George Clooney, Brad Pitt, Juliu Roberts, Matt Damon, Andy Garcia, Elliott Gould og Don Cheadle í helstu hlutverkum. Þrátt fyrir þennan stjörnufans er ekkert öruggt í heimi kvikmyndanna og alveg ljóst að þessi getur gjörsamlega kolfallið ef hún fellur ekki kramið. Mbl.is greindi frá.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli