Frétt

bb.is | 21.02.2006 | 11:48Almenningssamgöngur: Gengið til samninga við FMG og F&S Hópferðabíla

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Nú liggur fyrir að tilboð Teits Jónassonar ehf. í akstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ stendur ekki óbreytt. Því hefur bæjarráð Ísafjarðarbæjar falið bæjartæknifræðingi að ganga til samninga við Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., um akstursleiðir 1 og 2, það er innanbæjarakstur á Ísafirði og leiðina Ísafjörður – Suðureyri. FMG bauð 16.005 þúsund krónur í innanbæjaraksturinn, og var það þriðja lægsta boð. Í leiðina Ísafjörður-Suðureyri bauð FMG 5.203 þúsund krónur, og var það hæsta boð. Þá var bæjartæknifræðingi falið að ganga til samninga við F&S Hópferðabíla um akstursleiðir 3 og 4, Ísafjörður-Flateyri og Ísafjörður-Þingeyri á grundvelli frávikstilboðs fyrirtækisins, en samkvæmt því eru leiðirnar tvær sameinaðar og er miðað við að áætlunarferðum fjölgi um eina við þessa tilhögun og hljóðar tilboðið þá upp á 13.591 þúsund krónur.

Lægstbjóðandi í almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ, Stjörnubílar ehf., skilaði ekki að fullu þeim gögnum sem óskað var eftir í síðasta lagi fyrir föstudaginn 10. febrúar, og fól bæjarráð því bæjartæknifræðingi að ganga til viðræðna við fyrirtækið Teit Jónasson ehf., sem átti næstlægsta tilboð í verkið. Tilboð þess fyrirtækis stóð ekki óbreytt, eins og áður segir og því verður nú gengið til samninga við FMG og F&S Hópferðabíla.

Í heild voru tilboðin eftirfarandi:

Fjögur tilboð bárust í innanbæjaraksturinn. Lægsta boð var frá Teiti Jónassyni eða 7.244 þúsund krónur. Næstlægsta boð var frá Stjörnubílum, 11.681 þúsund krónur. Þá bauð FMG 16.005 þúsund krónur og Sophus Magnússon bauð 22.499 þúsund krónur.

Í leiðina Ísafjörður - Suðureyri bárust fjögur tilboð. Lægsta tilboð áttu Stjörnubílar ehf. upp á 4.270 þúsund kr. Teitur Jónasson bauð 4.629 þúsund kr. Sophus Magnússon bauð 4.951 þúsund kr. og FMG bauð 5.203 þúsund kr.

Í leiðina Ísafjörður - Flateyri bárust sex tilboð og var lægsta tilboðið frá Elíasi Sveinssyni, upp á 4.007 þúsund kr. Þá barst tilboð frá F&S Hópferðabílum ehf. upp á 4.126 þúsund kr. Stjörnubílar ehf. buðu 4.270 þúsund kr., Teitur Jónasson bauð 4.629 þúsund kr., Sophus Magnússon bauð 4.951 þúsund kr. og FMG bauð 5.203 þúsund kr.

Í leiðina Ísafjörður - Þingeyri bárust fjögur tilboð og áttu Stjörnubílar lægsta boðið, upp á 8.663 þúsund kr. F&S Hópferðabílar ehf. buðu 11.721 þúsund kr., Sophus Magnússon bauð 12.740 þúsund kr. og Teitur Jónasson bauð 13.148 þúsund kr.

Auk þessa barst áðurnefnt frávikstilboð frá F&S Hópferðabílum. Íbúasamtök Dýrafjarðar sendu Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar bréf fyrir skemmstu og lýstu yfir áhyggjum sínum af útboði á almenningssamgöngum, en F&S Hópferðabílar ehf. hafa séð um almenningssamgöngur á milli Þingeyrar og Ísafjarðar sem undirverktaki undanfarin ár. Hjá F&S Hópferðabílum ehf. á Þingeyri eru þrjú heil stöðugildi og þar af tvö stöðugildi sem tengjast almenningssamgöngum beint. Íbúasamtökin sögðust telja veðurfarslega nauðsynlegt að bílar væru staðsettir á Þingeyri og að staðinn væri vörður um þessi stöðugildi sem öll eru mönnuð fólki búsettu á Þingeyri.

Samningur um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ á að taka gildi frá og með 1. júní 2006, og verður hann gerður til fimm og hálfs árs með heimild um árs framlengingu. Þá verður í honum ákvæði um að hann megi endurskoða ef til verulegra verðlækkana kemur á samningstímanum.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli