Frétt

mbl.is | 14.02.2006 | 10:58Hvíta húsið gagnrýnt fyrir að veita ekki upplýsingar um veiðislys Cheneys

Hörð hríð var gerð að Hvíta húsinu í gær vegna þess að bandarísk stjórnvöld skýrðu ekki frá því opinberlega að Dick Cheney, varaforseti, hefði skotið veiðifélaga sinn fyrir slysni á akurhænuveiðum í Texas. Sólarhringur leið frá slysinu þar til skrifstofa varaforsetans sendi út tilkynningu um málið, en þá hafði frétt birst á fréttavef blaðs í Texas. Sá sem varð fyrir skotinu, Harry Whittington, 78 ára lögmaður, fékk högl í andlit, háls og brjóst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Corpus Christi en er sagður kominn af gjörgæsludeild. Ekki er ljóst hvenær hann fær að fara heim.

Slysið varð klukkan 17:30 að staðartíma á laugardag á búgarði um 350 km suður af San Antonio. Læknar, sem voru í för með Cheney, gerðu að sárum Whittingtons á staðnum og hann var síðan fluttur á sjúkrahús með þyrlu.

Engar upplýsingar voru gefnar um slysið af hálfu bandarískra stjórnvalda fyrr en eftir að frétt birtist um það á fréttavef blaðsins Corpus Christi Caller-Times. Að sögn Reutersfréttastofunnar gerðu fréttamenn harða hríð að Scott McClellan, talsmanni Hvíta hússins, í gær og spurðu hann um ástæður þess að ekki var skýrt frá slysinu strax og hvort Cheney hefði fylgt reglum Hvíta hússins. McClellan sagði, að George W. Bush, forseti, og helstu ráðgjafar hans hefðu fyrst frétt af því á laugardag að slys hefði orðið í veiðihópi Cheneys og fengið síðar um kvöldið upplýsingar um að Cheney hefði verið valdur að slysinu.

McClellan sagði, að starfsfólk varaforsetans hefði ekki sagt fréttamönnum frá slysinu á laugardag vegna þess að verið var að safna upplýsingum og fylgjast með líðan Whittingtons. Síðan hafi Cheney og Katharine Armstrong, eigandi búgarðsins, orðið sammála um að Armstrong kæmi upplýsingum til almennings þar sem hún hefði verið sjónarvottur að slysinu. Hún hefði síðan hringt í héraðsfréttablaðið og veitt því upplýsingar.

Armstrong sagðist ekki hafa hringt í blaðið fyrr en á sunnudag. Hún sagði stóru bandarísku fjölmiðlunum ekki frá því og ekki heldur fréttamönnum sem fjalla um Hvíta húsið.

Að sögn Armstrong sat hún í bíl á meðan Cheney, Whittington og Pam Willeford, sendiherra Bandaríkjanna í Sviss og Liechtenstein, fóru til að skjóta á akurhænuhóp. Þegar Whittington fór að sækja fugl sem hann hafði skotið, sáu Cheney og Willeford annan fuglahóp. Whittington nálgaðist þau en lét ekki vita af sér. Cheney skaut síðan af haglabyssu án þess að gera sér grein fyrir því að Whittington væri kominn.

Í yfirlýsingu frá lögreglustjóra Kennedysýslu segir, að rannsókn, sem hafi tafist vegna skorts á upplýsingum frá búgarðinum, hafi leitt í ljós, að málsaðilar hefðu ekki verið undir áhrifum áfengis og ekki léki grunur á að um skotið hafi verið vísvitandi á fólk.

Veiðistjóraembættið í Texas segir, að Cheney muni fá viðvörun fyrir að hafa ekki útvegað sérstakan fuglaveiðistimpil á veiðikort, sem hann hafði áður keypt. Í einu yfirlýsingunni, sem borist hefur frá varaforsetaskrifstofunni vegna málsins, segir að Cheney hafi keypt veiðikortið og talið að það næði yfir akurhænuveiðar en ekki verið sagt frá stimplinum. Hafi Cheney sent ávísun upp á 7 dali til veiðistjórans í Texas sem greiðslu fyrir fuglaveiðistimpilinn.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli