Frétt

Leiðari 5. tbl. 2006 | 01.02.2006 | 13:11Þótt líði ár og öld

Einn bakþankahöfunda Fréttablaðsins setti nýverið fram þá kenningu að ef til vill væri skýringin á slakri frammistöðu Íslendinga í knattspyrnu á alþjóðavettvangi sú að aldrei hefði tekist að smala saman ellefu manns í hóp sem áttaði sig á því að þeir ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta. En, ef ellefu menn geta ekki einbeitt sér að sameiginlegu markmiði í eina og hálfa klukkustund, er þá ekki borin von að þrjú hundruð þúsund manns geti komið sér saman um nokkurn hlut til frambúðar?

Tveimur sprengjum var kastað inn á launamarkaðinn undir lok síðasta árs, að því er talið var. Í fyrra tilfellinu var borgarstjórinn í Reykjavík sakaður um setja allt þjóðfélagið á annan endann með fáeinum þúsundköllum til launafólks, sem tekist hefur á hendur það vandaverk að gæta erfingja nútíma Íslendingsins, sem telur sig verða að verja tíma sínum til flestra hluta annarra en uppeldis eigin afkvæma. Í annan stað var það bomba Kjaradóms um meiri launahækkun til hinna hæst settu í þjóðfélagsstiganum en annarra þegna þjóðfélagsins, sem fór illilega fyrir brjóstið á skapara sínum, en svo skal það orðað, þar sem styrkleiki sendingarinnar byggðist á arkitektúr þyggjenda í þingmannastétt.

Hvað sem okkur kann að finnast um þann leik að tuttugu og tveir menn séu að þvælast hver fyrir öðrum eltandi eina útblásna tuðru þá er það eitt víst að flest okkar erum við meðvituð um frammistöðu og gjörðir hvers og eins þeirra, sem leggja þetta erfiði á sig. Hið sama verður ekki sagt um þjóðmálaumræðuna sem í augum flestra er út og suður og hefur síst farið batnandi með árunum. Glöggt dæmi um þetta er orðræðan um skattbyrði þegnanna. Tveir prófessorar, að því er best er vitað virtir fræðimenn, ríksisskattstjóri og talsmenn eldri borgara virðast nokkuð sammála um aukna skattbyrði tiltekins hóps fólks. Talsmenn stjórnvalda hafa brugðist hart við; eru á öndverðum meiði og segja þetta bara bull, um verulegar skattalækkanir hafi verið að ræða.

Þegar almúginn horfir á fótboltaleik veit hann með vissu að leikmenn eru að eltast við einn og sama boltann. Í umræðunni um skattbyrðina gilda aðrar leikreglur. Þar virðist hverjum og einum heimilt að nota þann bolta sem honum hentar; hver með sína tuðru. Það er útilokað að sprenglærðir menn, að því er ætla verður, fái jafn misvísandi útkomur og almenningi hefur verið boðið upp á í umræðunni um hærri eða lægri skatta ef menn eru að kljást um sama boltann, sem reyndar engum dettur í hug! Hvað þetta varðar er fótboltinn því mun þróaðri íþrótt en stjórnmálaumræðan oft á tíðum.

,,Og sumir eru kallaðir höfðingjar / og einginn fær gert við því“. Satt best að segja er ekki mikilla breytinga að vænta. Þetta er bara svona.
s.h.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli