Frétt

| 28.11.2001 | 09:51Bjarmi BA sviptur veiðileyfi í átta vikur

Bjarmi BA 326.  Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson
Bjarmi BA 326. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson
Fiskistofa tilkynnti í gær Tálkna ehf., útgerð Bjarma BA, að skipið yrði svipt veiðileyfi í átta vikur frá 1. desember sökum þess að áhöfnin á Bjarma hefði gerst sek um að kasta afla fyrir borð í veiðiferð sem sýnt var frá í sjónvarpi fyrir skömmu. Hægt er að kæra ákvörðunina til ráðuneytis sjávarútvegsmála en slíkt frestar þó ekki sviptingunni. „Þeir skjóta sem sagt fyrst og spyrja svo“, sagði Níels Ársælsson, skipstjóri á Bjarma, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bjóst við að kæra yrði lögð fram í dag en var ekki bjartsýnn á skjóta afgreiðslu.
Níels segir ljóst að svipting veiðileyfis setji atvinnu níu manna áhafnar Bjarma í uppnám auk þess sem skipið hafi landað um helmingi þess afla sem unninn er á Flateyri þessa mánuði þar sem um 50 manns vinna við fiskvinnslu. Þá sé ljóst að ákvörðunin hafi alvarlegar afleiðingar fyrir Tálkna.

Í bréfi Fiskistofu til Tálkna er m.a. vísað í viðtal við Níels sem birtist í DV mánudaginn 12. nóvember. Þar viðurkennir hann að myndir sem sýndu brottkast afla og sýndar voru í sjónvarpi og dagblöðum hafi verið teknar um borð í skipi hans, Bjarma. Í viðtalinu í DV er m.a. haft eftir Níelsi: „Þarna er náttúrlega um alveg svakalegt lögbrot að ræða af okkar hálfu eða minni hálfu. Ég er skipstjórinn og ræð því sem er gert.“ Í bréfi sem lögmaður Tálkna sendi Fiskistofu kemur fram að Níels fullyrði að rangt hafi verið haft eftir honum í fjölmiðlum um svakalegt lögbrot af hans hálfu á fiskveiðilöggjöfinni. Hins vegar hafi hann rætt almennt við blaðamann um brottkast á fiski á Íslandsmiðum sem stundað væri í umtalsverðum mæli og væri svakalegt lögbrot sem skipstjórar bæru ábyrgð á. Aðspurður segir Níels að annaðhvort hafi verið rangt eftir honum haft eða hann hafi misskilið spurningu blaðamanns.
Í bréfi lögmannsins kemur ennfremur fram að umræddar myndir sem sýndar voru í sjónvarpsfréttum hafi verið teknar á fyrirfram ákveðnu veiðisvæði, við svonefnt Kópanesrif sem er sandfláki vestur af Kópanesi. Þessi veiðislóð sé skammt undan alþekktu sellátri. Fiskur þar sé oft mjög sýktur af hringormi og ekki leyni sér að fiskurinn sé algjörlega óhæfur til vinnslu. Sést það augljóslega með berum augum þar sem kviður fisksins er alsettur bláum hnúðum. Þorski sem sýktur er með þessum hætti sé umsvifalaust varpað fyrir borð í veiðiferðum. Einnig sé talsvert um að selbitinn þorskur berist í veiðarfæri og er honum einnig varpað fyrir borð. Með vísan til þessa er því mótmælt að hent hafi verið fyrir borð, í umræddri veiðiferð, öðrum afla en sem fellur undir ákvæði laga um umgengni um nytjastofna sjávar um að leyfilegt sé að henda afla fyrir borð sem sé sýktur, selbitinn eða skemmdur á annan hátt. Níels og útgerðarfélagið mótmæla því að brottkast hafi verið stundað um borð í Bjarma nema í framangreindum undantekningartilfellum.

Fiskistofa telur hins vegar að með hliðsjón af ofangreindum framburði liggi fyrir viðurkenning Níelsar á að hluta afla Bjarma hafi verið hent fyrir borð, eins og sýnt var í sjónvarpsfréttum. Að mati Fiskistofu sé útilokað að fiskurinn hafi verið sýktur af hringormi með þeim hætti sem haldið hafi verið fram. Fiskistofa bendir einnig á að hún telji að aðferð sú, sem viðhöfð var við brottkastið og sýnd var í fyrrgreindri sjónvarpsfrétt, gaf ekki möguleika á því að áhöfnin á Bjarma gæti gengið úr skugga um að umræddur fiskur hefði verið sýktur áður en honum var kastað fyrir borð. Með þessari háttsemi hafi verið brotið gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Brotið hafi verið framið af ásetningi og í þágu útgerðar Bjarma.

Þetta kom fram á fréttavef Morgunblaðsins í morgun.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli