Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 27.01.2006 | 10:18Flokkur út á kant?

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Í vikunni hefur Gunnar Bragi Sveinsson, sem er einn af bæjarfulltrúum minnihlutans á Sauðárkróki, farið fram í fjölmiðlum með harða gagnrýni á mig. Vill hann koma mér af þingi og það strax. Það eru ekki nýjar fréttir, afstaða hans hefur legið fyrir lengi og hann hefur nýtt mörg tækifæri til þess að tala fyrir þeirri skoðun sinni, ekkert síður að mér fjarstöddum en viðstöddum.

Verra er að hann hefur farið með ósannindi, sem hann viðhafði á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og voru þar rekin ofan í hann. Hann heldur því fram að ég hafi farið í bakið á formanni flokksins eftir að hann var farinn af þinginu. Hið rétta er að ég var að svara athugasemdum og gagnrýni frá nokkrum þingfulltrúum sem beindist sumt að mér, annað að báðum þingmönnum kjördæmisins og enn annað ótilgreint að forystu flokksins.

Í svörum mínum kom ekki annað fram, en það sem ég hef áður gert grein fyrir í þingflokknum. Svörin vildi ég ekki gefa fyrr á fundinum vegna þess að þá voru fréttamenn viðstaddir. Ég kom ekki í bakið á neinum, eins og Gunnar Bragi heldur fram. Hins vegar fer hann í bakið á mér og öðrum þingfulltrúum með því að fara opinberlega með rangt mál. Ég leyfi mér að halda því fram að það sé ásetningur, hann vissi betur. Hann ákveður, líklega í ljósi dræmra undirtekta við þennan málflutning á kjördæmisþinginu, að reyna fyrir sér á opinberum vettvangi og sjá hvort honum verði þar betur ágengt. Hann um það.

Hin efnislega gagnrýni Gunnars Braga er á þá leið að ég sé að reyna að toga flokkinn af miðjunni til vinstri og “fyrir vikið hefur þingmaðurinn hrakist út á kant í flokknum og á sér vart viðreisnar von, því það þarf meira en gamla komma til að halda aftur af flokknum í því að þróast til framtíðar og með samfélaginu”.

Lítum aðeins á hvernig staða flokksins er nú um stundir. Í öllum könnunum er flokkurinn með 1 - 5% fylgi fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og fær engan borgarfulltrúa kosinn. Fréttablaðið birtir í dag könnum um fylgi flokkanna í Alþingiskosningum ef þær færu fram nú. Samkvæmt henni er Framsóknarflokkurinn með 5% fylgi, svipað og Frjálslyndi flokkurinn. Hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins frá Alþingiskosningunum 2003. Ríflega 95% kjósenda í höfuðborginni vilja ekki kjósa flokkinn, ef marka má þessa könnun. Ef þessar spár ganga eftir verður Framsóknarflokkurinn áhrifalaus smáflokkur, það er myndin sem blasir við.

Samt eru engir gamlir kommar að halda aftur af flokknum í Reykjavík, sjálfur formaður flokksins er þingmaður Reykvíkinga og forsætisráðherra og auk þess er félagmálaráðherra þingmaður flokksins og Reykjavíkur. Þeir eru sannkallaðir áhrifamenn og leggja sig vafalaust fram við “að þróa flokkinn til framtíðar með samfélaginu”. Það gengur vel í þjóðfélaginu, atvinnuástand gott, kaupmáttur vex og gróska á flestum sviðum í höfuðborginni.

En hvar er fylgið? Fylgið átti að vaxa í Reykjavík við það að formaðurinn færi þar fram. Af hverju minnkar það og minnkar? Af hverju sýna kannanir Gallup að 45% af þeim sem kusu Framsókn í síðustu Alþingiskosningum eru farnir frá flokknum og kjósa aðra flokka? Af hverju hefur fylgið minnkað úr 15% í 9-11% eftir að flokkurinn tók við forystu í ríkisstjórninni og áhrif flokksins á landsstjórnina jukust? Af hverju náði fylgið sögulegu lágmarki á síðasta ári og var 10% og minna í 7 mánuði af 12 mánuðum ársins? Það er engu líkara en að flokkurinn sé kominn út á kant í stjórnmálunum.

Gunnar Bragi studdi það einarðlega þegar ég var rekinn úr þingnefndum haustið 2004. Síðan þá hefur fylgið við flokkinn jafnt og þétt minnkað og um þriðjungur þess er horfinn miðað við síðustu kannnanir. Sú ákvörðun reyndist ekki gæfuspor fyrir flokkinn því þótt hún væri tekin aftur síðar var skaðinn skeður. Sama myndi verða upp á tengnum þótt ég færi af vettvangi á Alþingi. Málflutningur “áhrifalauss þingmanns” er ekki skýring á slöku gengi flokksins. Fylgið myndi ekki aukast. Heldur þvert á móti myndi það enn minnka. Hvern ætlar Gunnar Bragi þá að reka af þingi?

Ég hef engar athugasemdir við það að Gunnar Bragi Sveinsson ræði málefni flokksins á opinberum vettvangi. En ég geri athugasemdir við kjarkleysi hans, hann þorir ekki að taka á vandanum og greina ástæður hans. Heldur kýs að ráðast að mér. Aðferð hans er flótti frá veruleikanum og er öllum aðferðum verri til úrbóta.

Stjórnmál snúast um traust. Staða Framsóknarflokksins nú endurspeglar það traust sem kjósendur bera til flokksins um þessar mundir. Kjósendur dæma menn af verkum sínum. Í þau er eðlilegast að leita skýringanna.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli