Frétt

| 26.11.2001 | 20:22Nýjar leiðir kannaðar

Það er sagt að fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga virki þannig að sjómenn og útgerðir hendi ekki einum einasta sporði frá borði. Á meðan er stórum hluta af afla á Íslandsmiðum fleygt fyrir borð vegna kvótakerfisins á Íslandi. Stjórnvöld hafa ekki viljað bregðast við þessari staðreynd, jafnvel þó hún sé rekin beint upp nefið á þeim, eins og í sjónvarpinu um daginn. Það á bara að lögsækja sjómennina, en ekki reyna að koma í veg fyrir hvatann sem leiðir til lögbrotsins. Kvótakerfið og allt sem því fylgir er orðið svo heilög kýr í íslensku samfélagi, að það kemst ekki heil hugsun að hjá stjórnvöldum jafnvel þó gallar kerfisins komi sífellt betur í ljós á öllum sviðum. En þó ríkisstjórn og ráðamenn bregðist þjóðinni gera aðrir betur. Vestfirðingar hafa tekið höndum saman um að leiða umræðuna.
Á helginni verður haldin heljarmikil ráðstefna á Ísafirði um sjávarútvegsmál. Þar koma sérfræðingar á sviði hafrannsókna, hagfræði og sjávarútvegsmála og ræða það meðal annars hvort fiskveiðikerfi okkar Íslendinga standist samanburð við það Færeyska. Það eru einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki á Vestfjörðum sem standa fyrir ráðstefnunni. Er það merkileg staðreynd, að frumkvæði að slíkri umræðu komi frá einstaklingum og samtökum á Vestfjörðum, en ekki þeim stofnunum í samfélaginu sem standa eiga að mótun auðlindastefnu þjóðarinnar. Á hinn bóginn er það gleðileg staðreynd að einmitt Vestfirðingar sem eiga allt sitt undir útgerð og fiskveiðum, og hafa farið illa út úr kvótakerfi síðasta áratugar, svo ekki sé meira sagt, eigi frumkvæði að opinni og fordómalausri umræðu um stjórnkerfi fiskveiða.

Það er hverjum degi ljósara að gallar núverandi fiskveiðistjórnunar hér á landi eru að verða óþolandi fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Gallarnir sýna að afleiðingar kvótans eru hróplegu ósamræmi við upphafleg markmið fiskveiðistjórnunar. Fiskistofnarnir eru á niðurleið. Sérstaklega er staða þorsksins alvarleg, og stefnir með sama áframhaldi í algert hrun eins og átti sér stað við Nýfundnaland. Rannsóknir vísindamanna Hafrannsóknar hafa ekki náð að skýra minnkandi fiskigegnd á miðunum miðað við þau reiknimódel sem þeir nota. Nú síðast þurfti að leiðrétta um tugi þúsunda tonna vegna fisks sem átti að vera í hafinu en var þar ekki. Spurt var hvernig Hafró gat týnt hundrað þúsund tonnum af þorski? Þeir reiknuðu allavega ekki með að það gæti verið möguleiki að stórum hluta týndu fiskanna hefði verið hent fyrir borð og þannig skekkt allar niðurstöður mælinga þeirra. Og stjórnvöld lýstu miklum áhyggjum, en þegar kom að kvótakerfinu gufuðu áhyggjurnar upp og trúin tók völdin. En blind trú getur leitt þjóðir í glötun eins og dæmin sanna.

Sú byggðaröskun sem fylgt hefur kvótakerfinu er af ýmsum hagfræðingum og spekingum með bindi og slaufu talin eðlileg þróun í íslensku samfélagi, og gott ef ekki að það sé talið með kostum kvótakerfisins að framkalla stórfellda búferlaflutninga frá byggðum til höfuðborgarsvæðis. Því miður þekkir ekki þetta fólk afleiðingarnar til lengri tíma. Þróttmikið atvinnu- og menningarlíf út um allt land er undirstaða þess að hér sé öflugt og blómstrandi höfuðborgarsvæði. Fjölbreytt nýting fiskistofna og annarra auðæfa hafsins kringum landið byggist á arfi kynslóðanna, verkmenningu þjóðarinnar og staðbundinni þekkingu og reynslu í hverjum landsfjórðungi. Kvótakerfið hefur skekkt þessa þróun, dregið máttinn úr samfélögum sem byggt hafa á fiskveiðum frá alda öðli og flutt efnahagslegt vald til fámennrar stéttar kvótabraskara og fjármálaspekúlanta sem gæti allt eins átt heimili sitt í stórborgum Evrópu og Ameríku og stýrt þaðan útgerð stórtogara og verksmiðjuskipa sem sæju um að veiða það sem eftir er af veiðanlegum fiski við Ísland. Þessi þróun er þegar í fullum gangi. Þar verður ekki spurt um lífsafkomu nokkurra þúsunda Frónbúa, heldur vísitölur á hlutabréfamarkaði.

Ráðstefna sú sem haldin verður á Ísafirði á sunnudaginn er einhver gleðilegasta frétt sem borist hefur á síðustu misserum í umræðum um fiskveiðistjórnun. Þar á að velta upp þeirri spurningu hvort stjórnkerfi okkar í fiskveiðum sé það eina rétta, eða hvort finna megi betri leið. Það er vonandi að fleiri en Vestfirðingar taki þátt í umræðunni í framhaldi af þessum fundi, en strax er ljóst að í valdastofnunum hafa menn fitjað upp á trýnið. Þeir sem eiga allt sitt undir kvótakerfinu, og það verða sífellt fleiri eftir því sem kerfið teygir arma sína lengra um samfélagið, eru auðvitað ekki hrifnir af umræðum um breytingar eða uppstokkun á kerfinu. Enda hafa þeir reynt að þagga niður alla umræðu um færeysku leiðina. Nú gefst tækifæri til að kynna sér málið. Vestfirðingar hafa velt við steinum áður. Kannski kominn sé loksins aftur sá tími að steinarnir fari að rúlla.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli