Frétt

Stakkur 4. tbl. 2006 | 25.01.2006 | 10:56Samgöngur og samfélag

Við höfum verið minnt á, eins og oft áður á vetrum, að samgöngur eru lífæð samfélagsins. Framþróun þess byggir á því að samskipti fólks séu greið og um leið auðveld. Nú eru samgöngur á Íslandi að grunni til tvíþættar. Annars vegar eru vegir á landi. Mikilvægi þeirra eykst óðum, ekki síst vegna þess að siglingar með ströndinni hafa nánast horfið. Skip flytja ekki lengur vörur milli staða á Íslandi. Hinn grunnþátturinn er flugið, samgöngur í lofti. Segja má að þótt þar blási byrlegar en á sjónum, séu þær vart svipur hjá sjón, ef litið er aftur um nokkur ár.

Stöðugt vaxa kröfur til skilvirkni opinberrar þjónustu. Nægir að nefna tillögur um að sameina lögreglu á Vestfjörðum undir eina stjórn. Þar með verður eitt lögreglulið til úr fjórum og lögreglustjóri einn á Ísafirði í stað fjögurra áður. Áður sátu þeir í Bolungarvík, á Patreksfirði og á Hólmavík. Sýslumenn þar munu láta af lögreglustjórn gangi tillögur þar að lútandi eftir. Til þess að skilvirkni verði full er ljóst að samgöngur þurfa að vera góðar. Þannig nýtist lögreglulið á Vestfjörðum betur en ella. Sama er uppi á teningnum er kemur að því að sameina stjórnsýslu sveitarfélaga.

Miðað hefur í áttina. Nú beinast augu okkar að úrbótum á Óshlíð og til Súðavíkur. Hvoru tveggja leiðin er mörgum þyrnir í augum vegna ofanfalls, bæði grjóts og snævar. Vegurinn um Ísafjarðardjúp hefur tekið stórstígum framförum, en þegar við erum góðu vön viljum við aðeins það besta. Jarðgöng eru krafa nútímans á Vestfjörððum. Þau eru dýr og óskirnar sem hæst ber nú eru ekki á áætlun. Að auki keppa Vestfirðir við önnur héruð. Þar ber hæst Reykjavík, sem býr við ofhlaðnar götur á álagstíma, síðan koma Suðurland, Suðurnes, Vesturland og nú vilja margir heilsársveg yfir Kjöl. Kröfur og óskir eru endalausar og þeim sem raða í forgang er vandi á höndum.

Hver er staða Vestfirðinga? Sennilega er hún ekki eins sterk og mörg okkar vilja. Útgerð og fiskvinnsla hefur dregist saman og skapa ekki lengur stærsta hlut tekna af útflutningi. Hitt er staðreynd að hafi alþingismenn vilja til að halda Íslandi í byggð er deginum ljósara að skapa þarf aðstæður sem gera það kleift og veita íbúum landsins alls möguleika til að búa þar sem þeir æskja.

Næstu skref hljóta að kalla á algera uppstokkun vegagerðar og nýja hugsun, þar sem saman fer vandleg úttekt á byggð og möguleikum afskekktari héraða til þess að sækja fram. Samgönguráðherra ætti að kalla saman ýmsa þá er koma að stjórnmálum og stjórnsýslu ríkis og sveitar, auk sérfræðinga og leggjast í hringferð til þess að ræða nýjar leiðir í samgöngum. Því víðtækari þátttaka, því meiri líkur á skynsamri niðurstöðu.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli