Frétt

Össur Skarphéðinsson | 19.01.2006 | 11:55Klúðrið með Kjaradóm

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Kjaradómsmálið er að verða ótrúlegt klúður hjá ríkisstjórninni. Ég er sannarlega þeirrar skoðunar að ráðherrar og alþingismenn eigi ekki að fá launahækkanir umfram aðra hópa. Ríkisstjórnin er hins vegar búin að forklúðra málinu svo hræðilega að það kann að lokum að springa í andlit hennar. Fyrsta klúðrið fólst í því að ríkisstjórnin sjálf hækkaði lykilhópa í ráðuneytunum og stofnunum ríkisins langt umfram almenna vinnumarkaðainn. Þessir hópar eru einmitt þeir sem Kjjaradómi ber lögum samkvæmt að hafa til viðmiðunar við úrskurði sína. Það var því ríkisstjórnin sjálf sem kom af stað hækkunarhrinunni sem leiddi til úrskurðar Kjaradóms.

Annað klúðrið var að senda ákvörðunina aftur til dómsins, án þess að hafa kannað til þrautar að Kjaradómur myndi endurskoða úrskurðinn. Stjórnin fékk svarið til baka einsog blauta tusku. Dómurinn benti á að hann hefði einungis farið að lögum og hækkað sína hópa í takt við þær hækkanir sem ríkisstjórnin var sjálf búin að gera við aðra.

Þriðja klúðrið var að taka ekki boði stjórnarandstöðunnar um að kalla saman þing fyrir áramót, fresta hækkuninni, og vinna málið með henni til lausnar. Um þetta var greinilega ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn segja fullum fetum að það hafi verið Framsókn sem lagðist gegn þeirri leið. Mér sýnist það tryggilega staðfest í Velvakanda Morgunblaðsins í dag.

Fjórða klúðrið var að láta ekki nægja að fresta eða fella úr gildi hækkun til ráðherra og þingmanna einvörðungu. Ég átti engan veginn von á að frumvarpið felldi líka úr gildi hækkanir til þess stóra hóps sem er undir kjaranefnd. Það er ranglátt að láta hann gjalda andstöðu við launahækkanir kjörinna fulltrúa. Það mun skapa mikla og óþarfa ólgu meðal þeirra hópa. Ríkisstjórnin sinnir ekki friðarskyldu sinni með þessari aðferð.

Fimmta klúðrið var að kanna ekki rækilega áður en frumvarpið var lagt fram hvort það stæðist jafnfræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ég, og áreiðanlega fleiri, bentu strax á að ólíklegt væri að frumvarpið rímaði við hana. Það er nú komið á daginn. Lagaprófessorar keppast hver um annan þveran að lýsa sterkum líkum á að sú regla stjórnarskrárinnar sé brotin. Dómarafélagið undirbýr nú málsókn á þeim grundvelli, og mér segir svo hugur um að hún eigi eftir að leiða til verulegra erfiðleika fyrir ríkisstjórnarinnar. Hvað gerir forsætisráðherra, ef og þegar í ljós kemur að hann og stjórnin hafa þröngvað í gegn lögum sem brjóta stjórnarskrána - þvert ofan í ráðleggingar sérfræðinga? Fari svo, þá virðist mér erfitt að sneiða hjá þeirri ályktun að ríkisstjórnin hefði þá brotið stjórnarskrána vitandi vits.

Sjötta klúðrið og það sem erfiðast er að skilja er að ríkisstjórnin ætlar líka að lækka laun forsetans. Nú er að sönnu rétt, að forsetinn er meira en sæll af sínum launum. Það vill hins vegar svo til að í stjórnarskrá er sértakt ákvæði, þar sem fortakslaust er bannað að lækka laun forsetans! Þetta virðist því brot á stjórnarskránni.

Sjöunda klúður ríkisstjórnarinnar er að fresta ekki málinu núna, þegar yfirgæfandi líkur hafa verið leiddar fram um að lögin muni brjóta stjórnarskrána og finna aðra leið sem tekur á málinu, og leysir það til frambúðar. En það telur ríkisstjórnin sig ekki geta af því forystumenn hennar lýstu því í upphafi málsins að það yrði að klára það við upphaf þings.

Á að brjóta stjórnarskrána bara til að forsætisráðherra haldi þvi sem eftir er af andlitinu í þessu máli?

Össur SkarphéðinssonVefsíða Össurar

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli