Frétt

Stakkur 3. tbl. 2006 | 18.01.2006 | 15:18Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Í síðustu viku kvaddi Gísli Hjartarson þennan heim við aðstæður sem skóku flesta íbúa Íslands ekki síst Ísfirðinga. Aðstandendum og öllum vinum er vottuð samúð. Hann lá undir grun um alvarleg afbrot en ekkert hafði sannast. DV birti frétt á forsíðu um málið og framsetning var langt út fyrir velsæmi. Það var ekki í fyrsta sinn. Hvað framtíð ber í skauti sér kemur í ljós. Mikil reiði kviknaði í þjóðfélaginu og margir sýndu hana. Safnað var undirskriftum og samtök auglýsingastofa hvöttu til þess að ekki yrði auglýst í DV. Hverja skoðun sem menn kunna að hafa á þessum viðbrögðum urðu þau til þess að nýir ritstjórar stýra nú DV. Ætla má að farið verði að siðareglum Blaðamannafélags Íslands.

Margt hefur verið sagt og skrifað um málið. Sannleikskorn leynist þar víða. Hitt er ljóst, að þótt fáir kunni að vera því sammála þá á DV rétt á sér. Það er ekki sagt vegna ánægju með blaðið og þrátt fyrir óánægju með efnistökin í mörgum málum. Sem betur fer eru fjölmiðlar ekki bannaðir á Íslandi og það verður vonandi aldrei. Hitt er brýnt að hafa siðferðisviðmið í umfjöllun fjölmiðla um málefni fólks almennt. Það á einkanlega við er út af bregður í lífi fólks. Sú regla hefur almennt verið virt að telja fólk saklaust uns sekt þeirra er sönnuð. Þessi góða, einfalda regla hefur ekki náð eyrum stjórnenda DV. Heyrn á líðan fólks hefur verið dauf og skilningurinn á rétti til friðhelgis einkalífs hefur ekki náð þar inn fyrir dyr.

Aldrei má gleymast að allir menn eiga rétt á friðhelgi, einkum um einkalíf sitt og í gildi er sá þjóðfélagssamningur að brjóti menn lög er það lögreglu að rannsaka lögbrot, ákæruvalds að taka ákvörðun um útgáfu ákæru, fella mál niður, hætta rannsókn, og dóms að dæma. Sá virðist ekki hafa verið skilningur DV. Áleitin spurning vaknar um menntun og þekkingu blaðamanna á þessu sviði. Er hún næg? Nú var það svo, að einn reyndasti blaðamaður landsins ritstýrði DV. Hann neitar að DV kveði upp dóm yfir þeim sem það fjallar um og lagði áherslu á mikilvægi sannleikans. Hvernig er það hægt, liggi hann ekki fyrir samkvæmt reglum stjórnarskrár? Hver maður skal teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Hið barnslega álit ritstjóra DV að þeir höndli sannleikann betur en til þess bærar stofnanir ríkisins er ekkert annað en hroki af verstu gerð. Segja má að orð hinnar helgu bókar, Biblíunnar, hafi sannast og sannleikurinn gert þá frjálsa og frelsað þjóðina frá þeim.

Hinu verður ekki neitað að margir hafa farið geist. Gildir það um alþingismenn, presta og fleiri. Málfrelsinu er ógreiði gerður með því að reka fjölmiðla burt. Setja verður ramma sem lýtur siðferði og lögum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli