Frétt

Leiðari 19. tbl. 2000 | 11.05.2000 | 10:06Mjór er mikils vísir

Fjarvinnslustöð Sjóvá-Almennra á Ísafirði er fagnaðarefni. Þótt störfin séu ekki mörg er fordæmið gefandi. Það er nú einu sinni svo að þegar einhver hefur riðið á vaðið og séð verður að leiðin er greiðfær, aukast líkur á að fleiri komi á eftir.

Kannski er það ánægjulegast við þetta allt saman að þarna á einkafyrirtæki hlut að máli. Á þeim bæ þurftu menn ekki að velkjast árum saman yfir gulnuðum blöðum áætlana, sem rykið hafði e.t.v. verið dustað af með reglulegu millibili.

Fyrir réttum tveimur árum lagði ríkisvaldið fram áætlun um eflingu landsbyggðarinnar og var þess þá sérstaklega getið, að ,,mikilvægir þættir sem eru forsenda traustrar búsetu (séu) í betra horfi en verið hefur.“ Heldur hljótt hefur verið um þessa metnaðarfullu landsbyggðaáætlun, sem svo var kölluð, a.m.k. fara ekki miklar sögur af henni hér vestra og ekki hafa þingmenn okkar talað sig hása þar um.

Fyrir hálfu þriðja ári, þegar mest var tekist á um flutning Landmælinga ríkisins til Akraness, var hér bent á að Landhelgisgæslan ætti ekki síður heima á Ísafirði en í Reykjavík: ,,Á Ísafirði eru öll skilyrði til að taka við Landhelgisgæslunni. Hafnaraðstaða er með því betra sem gerist. Ísfirsk fyrirtæki eru fyllilega í stakk búin til að þjónusta skip Gæslunnar. Landhelgisgæslan er ekki ein af þeim stofnunum sem menn þurfa í tíma og ótíma að hendast til Reykjavíkur til að sinna erindum í. En, það sem mest er um vert: Þótt varðskipin séu á flandri í kringum landið þá er það í vetrarveðrum á miðunum úti fyrir Vestfjörðum, sem mest á reynir.“ Síðan var þeim orðum beint til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, þingmanna kjördæmisins og samtaka sjómanna hér um slóðir, hvort ekki væri tímabært að þessir aðilar létu í sér heyra þar sem um væri að ræða mikið hagsmunamál fyrir Vestfirðinga.

Fyrir rúmu ári tókum aftur upp þráðinn. Þá stóðu kosningar til Alþingis fyrir dyrum. Hefði því mátt búast við viðbrögðum. Svo fór ekki frekar en fyrri daginn. Enginn þeirra sem málinu hafði verið beint til rumskaði. Kannski finnst þingmönnunum, bæjarstjórninni og forustumönnum sjómannasamtakanna þetta ekki umhugsunarvert. Sé svo ættu þeir að hafa manndóm í sér til að færa þar rök fyrir.

Almenningi ætti hins vegar að vera löngu ljóst að endurprentaðar áætlanir Alþingis um eflingu landsbyggðarinnar eru ekki líklegri til að skila árangri nú frekar en áður. Þess vegna er þeim mun meiri ástæða til að fagna þegar fyrirtæki á borð við Sjóvá-Almennar tekur af skarið. Við þurfum á fleiri slíkum innlögnum í atvinnulíf bæjarins að halda.
s.h.


bb.is | 27.09.16 | 09:37 Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli