Frétt

bb.is | 12.01.2006 | 15:13Úrskurður Sýslumannsins á Ísafirði: Umrót í Leirufirði mun meira en til stóð í upphafi

Umræddur vegslóði niður í Leirufjörð.
Umræddur vegslóði niður í Leirufjörð.
Sýslumaðurinn á Ísafirði hefur kunngert úrskurð sinn vegna umdeildar lagningu vegarslóða til Leirufjarðar á síðasta ári af hálfu jarðeiganda í Leirufirði. Í tilkynningu frá sýslumanni kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að gerður hafi verið jeppafær slóði til Leirufjarðar „að því er virðist í þeim tilgangi að koma olíu á staðinn.“ Þá segir að umrót við að koma jarðýtu yfir í Leirfjörð hafi verið mun meira en til stóð í upphafi og látið var í veðri vaka í erindi landeiganda. Þá segir að í skýrslu Umhverfisstofnunar hafi mat stofnunarinnar verið að framkvæmdirnar hafi ekki verið í samræmi við það framkvæmdaleyfi sem Ísafjarðarbær hafi veitt og hafi aukinheldur verið mun umfangsmeiri en þörf var á.

Þá kemur einnig fram að leyfisveitandi, þ.e. Ísafjarðarbær, hafi ekki sett fram lýsingu á framkvæmdum eða afmörkun framkvæmda, og ekki lýst því hverslags jarðrask væri leyfilegt og hverslags jarðrask væri óleyfilegt. Þegar leyfið var veitt var tekið fram að jarðrask sem af framkvæmdinni hlýst skuli lagað, en ekkert kom fram um hversu mikill tímafrestur væri gefinn til þess. Mat sýslumanns er að hætta beri rannsókn málsins, og tekur fram að „yfirvöldum eru mörg úrræði tæk ef þau telja skilyrði leyfis sem þau hafa veitt ekki hafa verið uppfyllt, til dæmis geta þau stöðvað framkvæmdir, afturkallað leyfi, knúið fram lagfæringar eða látið lagfæringar fara fram og krafið leyfishafa um greiðslu bóta.“

Jarðeigandi í Leirufirði í Jökulfjörðum fór fram á það í nóvember sl. að slóðinn sem hann ruddi í fjörðinn í sumar fengi að standa með þeim lagfæringum og frágangi sem samkomulag yrði um þar til hægt væri að klára varnir gegn landrofi í firðinum. Bæjaryfirvöld hafa ekki viljað fjalla um þessa beiðni fyrr en niðurstaða sýslumanns lægi fyrir, og má því búast við að málið skýrist frekar hjá bæjaryfirvöldum á næstu dögum.

Tilkynning sýslumanns fer orðrétt hér á eftir.

Niðurfelling máls vegna ætlaðra brota um umhverfisnefnd

Málavextir eru þeir að með bréfi dags. 19. ágúst 2005, óskaði Ísafjarðarbær eftir opinberri rannsókn vegna vegagerðar í Leirufirði. Jafnhliða barst kæra frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Báðar kærur lutu að ætluðum brotum gegn náttúruverndarlögum nr. 44/1999, skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, landgræðslulögum nr. 17/1965 og reglugerð nr. 528/2005 um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands. Í kærunum var farið fram á að hafin yrði opinber rannsókn þar sem kannað yrði hvort brotið hefði verið gegn viðkomandi lögum og hvort landeigandi og/eða aðrir hefðu mögulega skapað sér refsiábyrgð vegna flutnings tveggja vinnuvéla til og frá framkvæmdastað.

Landeigandinn hafði sótt um og fengið framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum til að koma í veg fyrir landbrot og flutningi vinnuvéla á svæðið, en álitaefnið er það hvort farið hafi verið út fyrir leyfið varðandi flutning vélanna.

Í kjölfarið fór fram ítarleg rannsókn af hálfu lögreglunnar á Ísafirði, m.a. með skýrslutökum, ferð lögreglu á vettvang og beiðni um úttekt Umhverfisstofnunar.

Að lokinni rannsókn framsendi sýslumaðurinn á Ísafirði málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjórans með bréfi dags. 30. september 2005. Málið var framsent embætti Ríkislögreglustjórans í samræmi við 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um rannsókn og saksókn efnahagsbrota, nr. 406/1997, er sett var með heimild í 3. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Ríkislögreglustjórinn endursendi sýslumanninum á Ísafirði málið til þóknanlegrar meðferðar, með bréfi dags. 21. desember 2005, er barst sýslumanni þann 22. desember 2005.

Málavextir eru þeir, að með bréfi til Ísafjarðarbæjar dags. 23. ágúst 2004 óskaði Sólberg Jónsson eftir aðstoð bæjarins við umsókn um styrk vegna kostunar varnargarða á landi sínu vegna ágangs jökulárinnar í Leirufirði, en landið er innan svæðis nr. 324 á náttúruminjaskrá (Snæfjallahreppur hinn forni). Hann óskaði meðal annars eftir aðstoð tæknideildar bæjarins við að skilgreina umfang og kostnað á nauðsynlegum varnaraðgerðum, en í greinargerð sem hann skilaði inn að beiðni bæjarins þann 27. ágúst 2004 kom meðal annars fram að hann teldi mikilvægt að verkefnið yrði skilgreint og metið hversu stórt tæki þyrfti til að flytja á svæðið.

Bæjaryfirvöld tóku beiðni Sólbergs til meðferðar og í kjölfarið fór byggingarfulltrúi bæjarins á vettvang til að kanna aðstæður. Í greinargerð hans til bæjarins kom meðal annars fram að hann teldi þörf á þó nokkrum efnisflutningum á svæðið, en hann áætlaði að verkið tæki meðalstóra jarðýtu 7-10 daga.

Sólberg sótti um framkvæmdaleyfi til Ísafjarðarbæjar með bréfi dags. 25. nóvember 2004, en samkvæmt umsókninni var annars vegar um að ræða umsókn um leyfi vegna aðgerða tengdum landbrotinu og hins vegar vegna aðgerða sem voru nauðsynlegar til að koma jarðýtu á svæðið fram og til baka. Í umsókninni kom meðal annars fram að vegalengdin frá vegenda niður að verkstað í ánni væri um 4 km. Hægt væri að „labba“ á ýtunni mest alla leiðina og því ættu ekki að verða miklar skemmdir á landi, en þó væri það ljóst að ýtan yrði að liðka fyrir sér á leiðinni, einkum þegar hún færi um svokallað Öldugil.

Umsagnir Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins og Veiðimálastofnunar

Í framhaldi af umsókn Sólbergs óskaði byggingarfulltrúi bæjarins eftir áliti Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins og Veiðimálastofnunar þar sem landið er á náttúruminjaskrá. Umhverfisstofnun taldi, samkvæmt bréfi sínu dags. 14. janúar, Ísafjarðarbæ verða að skilyrða framkvæmdaleyfið með þeim hætti að tryggt yrði að akstri vinnuvéla frá Snæfjallaströnd í Leirufjörð fylgdi sem minnst rask þannig að ekki yrði um önnur ummerki að ræða en þau sem fylgdu akstri slíkra tækja. Landgræðsla ríkisins lagðist í bréfi sínu, dags. 21. mars 2005, alfarið gegn því að farið yrði á jarðýtu utan vega yfir gróið land, þ.e. Dalsheiði og niður Öldugil og aftur til baka. Veiðimálastofnun gerði ekki sérstakar athugasemdir við flutning jarðýtu um svæðið í bréfi sínu dags. 29. mars 2005, en minnti þó á að framkvæmdum yrði að vera þannig háttað að ummerki yrðu sem minnst.

Veiting framkvæmdaleyfis

Bæjarstjórn tók þá ákvörðun að veita framkvæmdaleyfi og tilkynnti Sólbergi um það með bréfi dags. 2. maí 2005. Í framkvæmdaleyfinu segir eingöngu að Umhverfisnefnd hafi lagt til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið yrði veitt „enda verði allt jarðrask vegna umferðar vinnutækis til og frá Leirufirði lagfært“, auk þess sem óskað var eftir því að „haft verði samráð við tæknideild áður en farið verður með jarðvinnutæki í Leirufjörð og ráðist verður í framkvæmdir jökulána.“

Framkvæmdirnar og samskipti landeigenda við yfirvöld vegna þeirra

Í kjölfar leyfisveitingarinnar hafði Sólberg samband við jarðýtustjóra og bað hann að sjá um framkvæmd verksins, þ.á.m. flutning vinnuvéla til og frá svæðinu. Þann 22. júlí síðastliðinn hófust framkvæmdirnar með því að byrjað var að flytja tvær vinnuvélar frá Dalsheiði yfir í Leirufjörð. Verkinu lauk síðan 31. júlí, en samkvæmt athugasemdum Sólbergs hafa ekki ennþá verið gerðar lagfæringar vegna jarðrasksins sem varð vegna flutnings vinnuvélanna þar sem ennþá á eftir að meta hvort þörf sé á frekari framkvæmdum á svæðinu. Sólberg reyndi að ná sambandi við yfirmann tæknideildar Ísafjarðarbæjar daginn eftir að framkvæmdirnar hófust, eða 23. júlí, en hann reyndist þá vera í sumarfríi. Sama dag hitti hann formann bæjarráðs á förnum vegi og sagði honum af framkvæmdunum, en Sólberg taldi það nægja í bili til að uppfylla tilkynningaskyldu sína samkvæmt leyfinu. Hann náði síðan í yfirmann tæknideildarinnar þann 2. ágúst 2005 og sagði honum af framkvæmdunum, en samkvæmt framburði Sólbergs gaf hann ekkert út á það hvort og þá hvenær verkið yrði tekið út.

Kærur Ísafjarðarbæjar og Náttúruverndarsamtaka Íslands eru dagsettar 19. ágúst 2005. Á þeim tíma höfðu ekki ennþá verið gerðar neinar úttektir á verkinu af hálfu tæknideildar Ísafjarðarbæjar eða Landgræðslu ríkisins. Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar og fulltrúi Umhverfisstofnunar fóru á vettvang sama dag og kærurnar voru dagsettar, 19. ágúst. Umsögn byggingarfulltrúans vegna vettvangsferðarinnar er dags. 25. ágúst 2005, en þar kemur meðal annars fram að hann telji réttast að gefa Sólberg tækifæri til að lagfæra skemmdirnar. Umsögn fulltrúa Umhverfisstofnunar er dags. 21. ágúst 2005, en þar kemur meðal annars fram að hann treysti sér ekki til að segja til um hvort hægt hefði verið að fara aðrar og betri leiðir til að komast að svæðinu, en samt sem áður teldi hann að mun minna rask hefði þurft að gera til að aka jarðýtu þessa leið.

Þann 31. ágúst síðastliðinn, eftir að rannsókn lögreglu hófst, lét Sólberg koma fyrir skilti sem bannar umferð um veginn þar sem slóðinn byrjar, auk þess sem hann lét loka fyrir slóðann.

Niðurstaða

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að gerður var jeppafær slóði, að því er virðist í þeim tilgangi að koma olíu á staðinn. Umrót vegna aðgerðar við að koma jarðýtu yfir í Leirufjörð virðist því vera mun meira en til stóð í upphafi og látið var í veðri vaka í erindi landeiganda. Jafnframt kemur fram í skýrslu Sigurrósar Friðriksdóttur og Helga Jenssonar frá Umhverfisstofnun, að það sé mat stofnunarinnar að framkvæmdir til að koma ýtu frá vegenda á Öldugilsheiði niður í Leirufjörð séu ekki í samræmi við veitt framkvæmdaleyfi Ísafjarðarbæjar og að þær séu mun umfangsmeiri en þörf var á.

Á hinn bóginn setti leyfisveitandi ekki fram við leyfisveitinguna lýsingu á framkvæmdum eða afmörkun framkvæmda þannig að heimiluðu eða óheimiluðu jarðraski væri lýst. Fram kemur í leyfinu að jarðrask sem leiðir af framkvæmdinni skuli lagað, en ekkert er þar tekið fram varðandi tímafresti. Þá lá fyrir við umsókn, að gert væri ráð fyrir efnisflutningum á svæðið.

Það er mat sýslumanns að hætta beri rannsókn þessa máls, með vísan til 1. mgr. 76. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Rétt er að taka fram að yfirvöldum eru mörg úrræði tæk ef þau telja skilyrði leyfis sem þau hafa veitt ekki hafa verið uppfyllt, til dæmis geta þau stöðvað framkvæmdir, afturkallað leyfi, knúið fram lagfæringar eða látið lagfæringar fara fram og krafið leyfishafa um greiðslu bóta.

Bent er á 76. gr. laga nr. 19/1991, þar sem fram kemur að sá sem ekki vill una við ákvörðun lögreglustjóra, getur kært hana til ríkissaksóknara innan eins mánaðar frá því að honum var tilkynnt um hana.

Virðingarfyllst
[sign.]
Sigríður B. Guðjónsdóttir
Sýslumaður á Ísafirði.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli