Frétt

mbl.is | 05.01.2006 | 15:01Heldur minna flutt inn í desember en nóvember

Bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts í desember gefa til kynna að innflutningur hafi numið tæpum 23 milljörðum króna. Ef tölurnar reynast réttar er innflutningur um 5 milljörðum króna minni en í nóvember sem var stærsti innflutningsmánuður ársins. Munurinn skýrist að langmestu leyti af minni eldsneytisinnflutningi. Fjármálaráðuneytið segir, að ef staðvirtur innflutningur án skipa og flugvéla í desember sé borinn saman við sama mánuð árið á undan sé um tæplega 26% aukningu að ræða. Tólf mánaða breyting á þriggja mánaða meðaltali staðvirts innflutnings án skipa og flugvéla leiði í ljós rúmlega 33% aukningu.

Ef bráðabirgðatölur eru lagðar saman við innflutning síðustu 11 mánaða reyndist innflutningur án skipa og flugvéla fyrir árið 2005 vera tæpir 278 milljarðar króna sem er þriðjungs aukning frá síðasta ári.

Ráðuneytið segir að helstu orsakir þessarar miklu aukningar megi m.a. rekja til innflutnings á fjárfestingarvörum sem hafi að stórum hluta verið tilkominn af stóriðjuframkvæmdum. Þá hafi verðhækkanir eldsneytis á liðnu ári aukið verðmæti innflutnings umtalsvert.

Mikil aukning varð einnig í einkaneyslu, þar af jókst innflutningur á varanlegum og hálf-varanlegum neysluvörum mikið á árinu (dæmi um varanlegar neysluvörur eru heimilistæki en hálf-varanlegar vörur eru t.d. fatnaður og skór).

Annar stór áhrifaþáttur var stóraukinn innflutningur á farartækjum. Fjármálaráðuneytið segir að Íslendingar hafi nýtt sér hagstætt gengi til að kaupa bíla í stórum stíl og innflutningur á bílum hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en á þessu ári. Bílainnflutningur náði hámarki í júní þegar flutt var inn fyrir um 3,3 milljarða króna en á haust- og vetrarmánuðum hafi innflutningsverðmætið verið í kringum 2 milljarða á mánuði.

Á heildina litið nam innflutningur fyrstu 11 mánuði þessa árs 262 milljörðum króna. Ef bráðabirgðamati desembermánaðar er bætt við verður heildarinnflutningur á árinu í kringum 285 milljarðar króna og eru þá skip og flugvélar meðtaldar. Ef bráðabirgðatölur reynast réttar voru fluttar inn mat- og drykkjarvörur fyrir tæplega 20 milljarða króna, neysluvörur fyrir um 47 milljarða króna, hrá- og rekstrarvörur fyrir um 69 milljarða króna, eldsneyti fyrir rúmlega 27 milljarða króna, fjárfestingarvörur fyrir tæpa 67 milljarða króna, flutningatæki fyrir um 53 milljarða króna, þar af nam innflutningur bifreiða um 26 milljörðum króna.

Spá fjármálaráðuneytisins fyrir innflutning á árinu, sem birt var í október síðastliðnum, er tæpum sjö milljörðum minni en væntanleg niðurstaða. Segir ráðuneytið, að möguleg ástæða fyrir þessum mun sé hugsanlegt vanmat á eftirspurn eftir innfluttum varningi í tengslum við sterka stöðu krónunnar á lokamánuðum ársins. Ráðuneytið vinnur nú að nýrri þjóðhagsspá sem birt verður í lok mánaðarins.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli