Frétt

Leiðari 1. tbl. 2006 | 04.01.2006 | 09:44Tökum til hendinni

Gamla árið var kvatt með stæl. Vestfirðingar reyndust ekki eftirbátar annarra í þeim efnum. Misjafn er smekkur manna og skiptar skoðanir á þessum yfirspiluðu gleðilátum á gamlárskvöld, sem útlendingar koma í vaxandi mæli til að bera augum. Áætlað er að Íslendingar hafi kveikt í sem svarar hálfum milljarði króna þessa kvöldstund. Jóhannes í Bónus varð fyrstur manna til að hljóta verðlaun ísfirskrar alþýðu: ,,Við völdum þann mann sem með verkum sínum hefur tekist að bæta lífskjör og hægja á fólksflótta héðan. Það er meira en stjórnmálamenn okkar í sveitarstjórn og á Alþingi hafa getað gert svo áratugum skiptir“, svaraði Jón Fanndal, frumkvöðull verðlaunanna, aðspurður hvort ekki væri öfugsnúið að veita einum helsta kaupsýslumanni landsins verðlaun sem kennd væru við alþýðu.

NFS-fréttastofa 365 fjölmiðlaveldisins kom áreiðanlega mörgum á óvart með vali sínu á manni ársins. Gott hjá þeim! Og ekki varð annað séð en að verðlaunahafinn nyti sín vel þar á bæ, blómum skrýddur. Gaman hve ráðamönnum kemur margt á óvart! Líkt og enginn hafi munað eftir tilvist Kjaradóms, sem árlega hefur fært æðstu embættismönnum þjóðarinnar glaðning í budduna rétt fyrir áramótin. Og svo var mönnum gert að þola þetta í kjölfar áfalls yfir launum barnagæslufólks í höfuðborginni.

Foringjar stjórnmálaflokkanna virtust nokkuð sælir með sig í Kryddsíld NFS-fréttastofunnar. Ef frá eru taldir nokkrir hortittir mátti ætla að árið 2005 hefði verið stjórnvöldum létt og vandalítið. Og fram undan gjöfult ár með vaxandi þjóðartekjum. Mismiklar reyndust þó áhyggjur leiðtoganna af skiptingu þeirra milli þegnanna.

Í fyrri hluta nýársávarps síns ræddi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, um afkomu og aðbúnað aldraðra, sem þyrftu að færast einna fremst í forgangsröð og komst m.a. svo að orði: ,,Við stöndum í mikilli þakkarskuld við það góða fólk, foreldra, afa og ömmur, ættmenni öll sem ruddu brautir og mikilvægt er að við metum að verðleikum framlag þeirra.“ Síðan sagði forsetinn: ,,Það er til marks um siðmenningu hverrar þjóðar hvernig hún býr öldruðum ævikvöldið og gerir þeim kleift að njóta áranna sem eftir eru, tryggir öryggi og aðhlynningu.“

Það verður að segjast eins og er að mörg undanfarin áramót hefur ekki vantað fögur orð og fyrirheit um nauðsyn þess að kjör aldraðra og öryrkja yrðu bætt. Því miður hefur litlu miðað. Orð forsætisráðherra um að ,,mikilvægt (sé) að hverjum og einum sé gert kleift að leita sér lífsfyllingar og nýta þá möguleika sem bjóðast til hins ýtrasta“, verða lítt haldbær andspænis skerðingarófreskjunni sem vofir yfir öldruðum og öryrkjum, á öllum sviðum tryggingabóta, lyfti þeir litlafingri til sjálfsbjargar.

Hættum að endurtaka fyrirheitin og tökum til hendinni!
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli