Frétt

| 18.11.2001 | 12:43Dostum snýr aftur

Fyrir réttum þremur árum, árið 1998, virtist ferill Abdul Rashid Dostum á enda. Þá þurfti hann að flýja undan Talibönum frá borginni Mazar-i-Sharif í norðvesturhorni Afghanistan. Lá leið hans þá í gegnum land frænda sinna, Úzbekistan, og til Tyrklands. Í seinustu viku sneri hann aftur og virðist nú á góðri leið með að verða fremstur meðal jafningja í stríðshrjáðu og sundruðu landi, þar sem fátt virðist á leið til betri vegar.
Abdul Rashid Dostum er 46 ára gamall. Hann er af þjóðarbroti Úzbeka og fékk ungur vinnu við að leggja gasleiðslur fyrir Sovétmenn. Eftir að Sovétmenn réðust inn í Afganistan barðist Dostum fyrir þá, eins og fleiri Úzbekar. Vegur hans fór þó fyrst vaxandi þegar Rússarnir fóru frá Afganistan. Þá fékk Najibullah, þáverandi forseti landsins sem Talíbanar pyntuðu til dauða 1996, honum yfirstjórn úzbeskra sérsveita sem beitt var gegn afgönskum skæruliðum. Árið 1992 ákvað Dostum hins vegar að svíkja Najibullah og honum var velt frá völdum. Við völdum í Kabúl tóku nokkurn veginn sömu aðilar og kallast nú Norðurbandalagið. Þeir sátu hins vegar aldrei á sárs höfði og náðu að leggja höfuðstaðinn í rúst á fjórum árum. Talið er að um 50.000 manns hafi farist í þeim stríðum. Þegar Talíbanar hertóku Kabúl 1996 lauk stríðinu og mættu hersveitir þeirra lítilli mótspyrnu þá, líkt og hersveitir Norðurbandalagsins nú.

Dostum hélt hins vegar velli í Mazar-i-Sharif, þar sem hann hafði komið sér vel fyrir. Hann var hrakinn þaðan af Talibönum, sneri aftur skömmu síðar en missti endanlega fótfestu þar 1998.

Dostum hefur oft skipt um lið og bandamenn í stríðum undanfarinna áratuga. Á tímabili barðist hann með skæruliðum Sjíamúslima, sem stjórnað var af hinum illræmda Gulbuddin Hekmatyar. Þá átti hann samstarf við Talíbanahreyfinguna, en að lokum var hann kominn í slagtog við Mujaheddinhreyfingu Ahmed Shah Massoud, sem var myrtur af Talíbönum í september. Bandalag Dostums og Massouds, Norðurbandalagið, varð til vegna sameiginlegs skipbrots þeirra í baráttunni gegn Talíbönum. Fleiri hreyfingar gengu til liðs við þá af sömu ástæðu, t.d. Sjíamúslimarnir sem áður lutu stjórn Hekmatyars. Stjórnir Rússlands og Írans sneru líka bökum saman um að styðja við bakið á þeim, með litlum árangri þar til Bandaríkjamenn bættust í hópinn.

Yfir þessu liði er Abdul Rashid Dostum, maðurinn sem hefur skipt oftar um bandamenn en nokkur annar stríðsherra. Hann er duglegur bardagamaður og hrottafenginn með afbrigðum. Ahmed Rashid, sérfræðingur í málefnum Afganistans, lýsir heimsókn sinni í höfuðstöðvar Dostums skammt frá Mazar-i-Sharif. Þar sá hann leifar af hermanni sem Dostum hafði refsað með því að binda hann við skriðdreka og keyra síðan í hringi þar til lítið var eftir af manninum. Uppfinningasemi af þessu tagi finnst annars varla nema hjá illmennum í James Bondmyndum.

Leiðtogar Norðurbandalagsins eiga hins vegar fátt sameiginlegt annað en hatur á Talibönum, sem hefur undanfarna daga fengið útrás í fjöldamorðum í helstu borgum Afganistans. Fátt mun vera þeim síður í hug en að hleypa „hófsömum“ Talíbönum að völdum, hvað þá að stjórn Pakistan fái nokkurn íhlutunarrétt í málefni Afganistans. Markmið Norðurbandalagsins eru að fara sínu fram í norðri en leyfa ættbálkahöfðingjum að taka suðurhluta landsins og ráða þar hver yfir sínum skika. Þar með verða sunnanmenn sundraðir og ekki líklegir til ógna norðanmönnum í bráð.

Ýmis ríki gera hins vegar tilkall til þess að hafa áhrif á þróun mála. Má þar nefna Rússland, Úzbekistan, Tajikistan, Túrkmenistan, Íran, Pakistan og Bandaríkin. Allt eru þetta aðilar sem hafa haft rík afskipti af málefnum Afganistan síðan 1979. Fáir telja að þau afskipti hafi verið til heilla fram að þessu, en til eru þeir sem trúa því að það muni skyndilega breytast nú. Þeir sem áður ýttu undir ofbeldið muni nú efla með Dostum og öðrum skæruliðaforingjum visku og lýðræðisást. Tíminn mun leiða það í ljós.
sj

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli