Frétt

| 16.11.2001 | 14:40Brottkastið var sviðsett og trúnaður brotinn

,,Brottkastið sem myndað var um borð í þessum báti var að hluta til sviðsett. Þetta var ekki eðlilegur veiðitúr. Tilgangurinn var að vekja athygli á því vandamáli sem brottkastið almennt er. Fréttamennirnir gáfu mér drengskaparloforð um að myndirnar yrðu ruglaðar þannig að það sæist ekki í hvaða skipi þær væru teknar. Þeir stóðu ekki við það loforð,? segir Níels Ársælsson skipstjóri á Bjarma BA frá Tálknafirði í viðtali við Fiskifréttir sem birt er í blaðinu í dag.
Bjarmi BA var annar tveggja báta sem brottkast var myndað um borð í á dögunum og sýnt var í Ríkissjónvarpinu í síðustu viku.

,,Svona brottkast hefur ekki viðgengist lengi um borð í þessu skip. Við hefðum vel getað notað allan þennan fisk sem fleygt var. Við kælum allan fisk með ísþykkni og miklu af honum er síðan ekið til Keflavíkur þar sem hann er flakaður og settur í flug. Þessi minni fiskur, frá hálfu kílói og upp í þrjú kíló að þyngd, hentar mjög vel í flugfiskinn á Ameríku. Við erum að fá 750 krónur á kílóið fob fyrir roðlaus og beinlaus flök af þessum fiski inn á þann markað. Frá áramótum höfum við flutt 420 tonn af flökum til Bandaríkjanna og Bretlands. Ískrapakerfið var sett um borð í bátinn í janúar síðastliðnum og frá þeim tíma höfum við verið í góðum málum, en við vorum það ekki áður,? sagði Níels.

,,Þótt þetta brottkast hafi verið sviðsett og verðið fyrir minni fiskinn sé svona hátt í fluginu, þá er vandamálið samt gríðarlegt. Ég er að borga 150 krónur í leigu fyrir þorskkvóta, þarf að borga köllunum á bátnum 116 kr/kg fyrir hvert veitt kíló, lánin á bátnum hafa hækkað um 30% vegna gengisfalls krónunnar, olíuverð hefur hækkað um helming og þorskkvótinn hefur verið skorinn niður um 30% á rúmu ári. Þetta er hryllileg staða. Við erum að berjast fyrir lífi okkar hvern einasta dag,? sagði Níels en hann segist vita að það sé lögbrot að henda fiski.

,,Já, ég veit að þetta er lögbrot, en tilgangurinn með þessu var að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem ríkt hefur á miðunum í mörg ár. Allir vita um það en fáir hafa viljað segja frá. Og hafi menn sagt frá er ekkert mark á þeim tekið. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að á miðunum eru alltof mörg skip með alltof litla kvóta. Upphaflegt markmið kvótakerfisins var að vernda fiskistofnana og fækka fiskiskipum. Þegar Valdimarsdómurinn féll og allir gátu fengið veiðileyfi brast ein meginstoð kerfisins sem var takmörkun á fjölda fiskiskipa en stjórnvöld brugðust ekki við á neinn hátt,? segir Níels m.a. í viðtalinu við Fiskifréttir.

Þess má geta að á Stöð 2 í vikunni hafnaði Magnús Þór Hafsteinsson, fréttamaður Sjónvarps, því alfarið að trúnaður hefði verið brotinn í þessu máli eins og Níels hefur haldið fram. Magnús Þór sagði einnig að ekkert benti til þess að brottkastið hefði verið sviðsett. Það hefði verið trúverðugt og áhöfn skipsins hefði gengið mjög skipulega til verka.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli