Frétt

bb.is | 22.12.2005 | 09:16Söfnun fyrir sneiðmyndatæki fór fram úr áætlun

Aðstandendur söfnunarinnar og starfsmenn FSÍ við tækið.
Aðstandendur söfnunarinnar og starfsmenn FSÍ við tækið.
Eiríkur Finnur afhendir Þorsteini Jóhannssyni yfirlækni áfangagreiðslu.
Eiríkur Finnur afhendir Þorsteini Jóhannssyni yfirlækni áfangagreiðslu.
Eiríkur Finnur afhendir Þorsteini Jóhannssyni yfirlækni áfangagreiðslu.
Eiríkur Finnur afhendir Þorsteini Jóhannssyni yfirlækni áfangagreiðslu.
Aðstandendur söfnunar fyrir sneiðmyndatæki á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði afhentu forsvarsmönnum sjúkrahússins áfangagreiðslu í gær til kaupa á tækinu. Sneiðmyndatækið, sem er svokallað fjögurra sneiða tæki og var í notkun í læknamiðstöðinni Domus Medica, er komið á sjúkrahúsið en eftir á að setja það upp. Söfnunin hefur gengið vonum framar og hafa safnast rúmlega 17 milljónir króna. Umframféð verður nýtt til frekari tækjakaupa. „Okkur hefur miðað þannig áfram að við erum komin langt fram úr upphaflegri fyrirætlan okkar, svo langt að ef slík skekkja skapast við hvers konar framkvæmdir þá fer allt á annan endann. En hér á annað við, hér er ekki unnt að gera annað en að gleðjast yfir þessum draumkennda árangri. Ekki skaðar það heldur að hafa anda jólanna svífandi um sali, núna þegar við fögnum þessum áfanga“, sagði Eiríkur Finnur Greipsson fyrir hönd aðstandenda söfnunarinnar við afhendingu áfangagreiðslunnar í gær.

„Þá hefur hópurinn notið stuðnings fjölmargra aðila og ekki hvað síst yfirmanna Heilbrigðisstofnunarinnar. Söfnunin sjálf hefur síðan gengið eins og í ævintýri. Ótrúlega vel og það sem meira er endirinn er betri en í fallegustu ævintýrum. En ekki bara það, því fjölmargir aðilar hafa látið fé af hendi rakna, án þess að okkur hafi auðnast að koma því í verk að hafa samband við þá að fyrra bragði. Starfsmannafélög hér innan stofnunarinnar hafa líka staðið fyrir fjáröflun til þessa verkefnis. Við höfum heldur ekki verið að flýta okkur við þessa söfnun, og hvort það er vegna þess eða þrátt fyrir hægaganginn, þá er nú komið að leiðarlokum í söfnunarátakinu, með árangur sem allir hljóta að vera stoltir af“, sagði Eiríkur Finnur.

„Hér í dag verður ekki gerð grein fyrir einstökum framlögum, umfram það sem gert hefur verið í fréttatilkynningum að undanförnu. Ætlan Áhugamannahópsins er að afhenda lokagreiðsluna og gera nákvæma grein fyrir einstökum framlögum þegar tækið verður formlega tekið í notkun.

[...]Auðvitað er það svo að gjafaupphæðir eru mis háar, en ég verð að fá að greina frá því hér í lokin, áður en ég afhendi áfangagreiðsluna, að í fyrradag kom til mín í vinnuna maður, sem ég held að tali fyrir munn allra þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun og ég hef heyrt í að minnsta kosti. En þessi ágæti maður kom sem sagt og sagði efnislega þetta: „Mér þykir svo vænt um Heilbrigðisstofnunina og starfsfólkið þar, það hefur líka gert svo mikið fyrir fjölda fólks, að það verður að stuðla að því að það hafi bestu mögulegu tæki og aðstöðu sem nútíma heilbrigðisþjónusta krefst. Þetta vil ég fá að undirstrika með því að bæta við gjöfina sem við hjónin erum þegar búin að afhenda.“

Þá greip ég frammí fyrir þessum heiðursmanni og sagði: „Ég verð að fá að segja þér það, að við erum þegar búin að ná settu markmiði og mikið meira en það!“ Þá varð svar hans þetta: „Eiríkur minn, það skiptir bara engu máli, okkur hjónin langar til að láta meira fé af hendi rakna í þetta verkefni og ef það er ekki þörf á því að nýta það í kaupin á tækinu þá er örugglega unnt að nota það til kaupa á öðrum nauðsynlegum tækjum og áhöldum á sjúkrahúsið!“ Síðan dró hann upp pappírsstrimil, sem reyndist vera ávísun og afhenti mér. Mér hreinlega vöknaði um augun þegar ég leit upphæðina og sá að þetta var talan 1 með 6 núllum fyrir aftan! Ein miljón króna. Og með þessari ávísun hafa því hjónin Ásgeir Guðbjartsson og eiginkona hans Sigríður Brynjólfsdóttir gefið heilar 2 milljónir króna og er framlag þeirra þar með orðið langhæsta einstaka gjöfin frá einstaklingum í þessa söfnun.

En ég ætla ekki að draga ykkur frekar á því að upplýsa um söfnunina eins og hún er í dag. Það hafa sem sagt safnast heilar 17.286.769 krónur. Vitað er að talsverðar upphæðir eru enn ógreiddar og munu að einhverju marki ekki greiðast fyrr en á komandi ári. Það er því með miklu þakklæti í garð gefanda í þessa söfnun og auðmýkt fyrir þeim aðilum öllum, sem við í Áhugamannahópnum afhendum hér í þessu umslagi áfangagreiðslu, sem við óskum að verði nýtt til að greiða kostnað sem af kaupum tækisins hefur hlotist.

Áhugamannahópurinn mun gera grein fyrir söfnuninni síðar eins og ég sagði hér áðan, en við munum einnig eiga gott samráð við forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar um ráðstöfun þeirra fjármuna sem ekki þarf að nýta í þetta verkefni. Ljóst er þó að umframfjármunum verður í náinni framtíð að sjálfsögðu ráðstafað eins og Ásgeir Guðbjartsson sagði við mig á mánudaginn var, ...til kaupa á öðrum nauðsynlegum tækjum og áhöldum á sjúkrahúsið!

Ég vil hér í lokin fyrir hönd okkar sem vorum svo lánssöm að fá að taka að okkur þetta verkefni, þakka öllum gefendum sem og þeim sem stutt hafa okkur. Við vonumst til að með gjöf þessari hafi verið stigið heilladrjúgt skref í því að tryggja Vestfirðingum aðgang að fullkominni heilsugæslu í heimabyggð og starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar tæki sem það getur verið stolt af að hafa sér til halds og trausts.

Samstarfsfólki mínu þakka ég ánægjulegt og gefandi samstarf. Við hlökkum auðvitað til að sjá tækið tekið í notkun og munum skila endanlega af okkur þegar sú stund rennur upp“, sagði Eiríkur Finnur í ræðu sinni í gær.

halfdan@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli