Frétt

Fréttablaðið | 15.12.2005 | 09:11Heimabankaþjófar nýttu sér þráðlaus netsambönd

Rökstuddur grunur leikur á að þjófur eða þjófar í heimabankamálinu svokallaða hafi nýtt sér tölvubúnað hjá saklausu fólki til að færa þýfið inn á tvo bankareikninga sem það fannst á. Lögreglan í Reykjavík hefur rakið nokkrar færslur í þjófnaðarmálunum til innlendra IP-talna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér. Millifærslurnar af reikningunum voru framkvæmdar með þessum IP-tölum, sem skráðar voru á nokkra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan telur ekki minnstu ástæðu til að gruna þá um aðild að þjófnaðinum eftir rannsókn málsins. Hún leiddi það hins vegar í ljós að allir þessir einstaklingar áttu eitt sameiginlegt. Þeir notuðu allir tölvur tengdar við þráðlausan router eða beini inn á netið.

Beinir er tæki sem tölvur tengjast þráðlausri tengingu. Maður á þrítugsaldri, sem sat í gæsluvarðhaldi um skeið vegna gruns um aðild að þjófnaðarmálunum fjórum, þar sem ríflega tveimur milljónum króna var stolið úr heimabönkum einstaklinga, játaði að hafa tekið við peningunum, tekið þá út í reiðufé og ráðstafað þeim til annarra.

Hann hefur ekki viljað gefa upp hverjir það voru. Rannsókn lögreglunnar hefur því meðal annars beinst að því að finna þann eða þá sem létu hann hafa peningana og þá sem við þeim tóku. Reikningarnir sem fjárhæðirnar fóru inn á voru í eigu mannsins. Ekki hefur reynst unnt, enn sem komið er, að rekja hver eða hverjir stóðu að færslum úr heimabönkunum til hans.

Lögreglan hefur áður fengist við mál þar sem eigandi þráðlauss netaðgangs taldi að einhver óviðkomandi hefði nýtt sér aðgang hans í heimildarleysi, farið inn á netið og hlaðið niður miklu magni af efni erlendis frá.

Eigandinn fékk svo himinháan reikning, sem engan veginn fékk staðist miðað við afnot hans af netinu. Misnotkun af þessu tagi á sér stað með þeim hætti að forrit í stýribúnaði fartölva er útbúið á þann hátt að það leitar uppi þráðlaust netsamband tölva í nágrenninu. Þess vegna geta tölvuþrjótar lagt fyrir utan heimili fólks og látið tölvur sínar leita uppi tölvur með þráðlausum beinum og hlaðið niður efni í gríð og erg inn á eigin tölvur. Efnið fer í gegnum tölvur fórnarlambanna og heimsóknirnar eru raktar til þeirra. Tölvuþrjótarnir geta þannig athafnað sig með ýmsum hætti í gegnum tölvur með þráðlausri nettengingu, líkt og með færslum sem tengjast fjársvikamálum eins og heimabankamálinu.

Þegar farið er að rekja færslurnar fellur grunur á saklausa einstaklinga, af því að þrjótarnir hafa misnotað tölvurnar þeirra. Lögreglan telur ástæðu til að vekja athygli tölvueigenda sem nota þráðlausar gáttir á því að þeir gangi úr skugga um að þær séu læstar. Þar með er útilokað að óviðkomandi geti misnotað þær með ofangreindum hætti.

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli