Frétt

mbl.is | 13.12.2005 | 08:074 ára fangelsi fyrir smygl á 7,7 kg af amfetamíni

Hæstiréttur hefur dæmt Óla Hauk Valtýsson í 4 ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á nærri 7,7 kílóum af amfetamíni á síðasta ári og einnig fyrir að hafa flutt inn 2000 skammta af LSD. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt hann í 6 ára og 6 mánaða fangelsi. Hæstiréttur ómerkti 6 ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir öðrum manni, sem ákærður var fyrir aðild að amfetamíninnflutningnum, og vísaði máli hans heim í hérað að nýju.

Alls voru fimm ákærðir fyrir stórfellt brot á lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa staðið að innflutningi á 7694,86 grömmum af amfetamíni í júní og júlí 2004. Óli Haukur var enn fremur ákærður fyrir sams konar brot með því að hafa staðið að innflutningi á 2.000 skömmtum af LSD í september 2004 og hafa haft 4.000 skammta af sama efni í vörslum sínum. Auk þess var hann ákærður fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, sem framið var í janúar 2004.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að Óli Haukur játaði sekt sína og áfrýjaði einungis til mildunar á refsingu. Féllst rétturinn á mildunarsjónarmið, svo sem að framburður hans var mjög mikilvægur til þess að unnt yrði að upplýsa sakarefnið og hann játaði brot sín hreinskilnislega. Með þessi atriði í huga taldi Hæstiréttur rétt að ákveða honum vægari refsingu en gert hafði verið í héraði.

Maðurinn, sem dæmdur var í 6 ára fangelsi í héraði, neitaði aðild að amfetamínsmyglinu. Í dómi Hæstaréttar segir, að í héraði hafi sakfelling hans byggst á framburði annarra, sem grunaðir voru um þátttöku í innflutningnum, svo og gagna um símasamskipti milli sakborninga. Gegn þessu hafði sakborningurinn leitt þrjú vitni, sem ýmist báru eða gáfu skýrslu um að hann hefði verið í Danmörku á sama tíma og hann átti samkvæmt ákæru að hafa annast kaup á fíkniefnunum í Hollandi.

Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið tekin nægjanlega skýr afstaða til þess í héraðsdómnum á hvaða grunni maðurinn væri sakfelldur og eftir atvikum hvernig það, sem sannað væri í málinu, samrýmdist ákærunni. Var dómurinn því ómerktur að því er manninn varðaði og málinu vísað heim í hérað að nýju.

Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari.

Verjandi Óla Hauks var Jón Magnússon hrl. og verjandi meðákærða Sveinn Andri Sveinsson hrl.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli